Enski boltinn

Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mayra Ramirez fagnar marki sínu en hún átti einnig stóran þátt í sigurmarkinu sem var sjálfsmark.
Mayra Ramirez fagnar marki sínu en hún átti einnig stóran þátt í sigurmarkinu sem var sjálfsmark. AP/Richard Sellers

Chelsea varð í dag enskur deildameistari í kvennafótboltanum eftir 2-1 sigur á Manchester City í úrslitaleik.

Sigurmarkið í leiknum var sjálfsmark Yui Hasegawa og kom fjórtán mínútum fyrir leikslok.

Mayra Ramirez, sem skoraði fyrra marki Chelsea, átti mikinn þátt í sigurmarkinu.

Ramirez hafði komið í Chelsea í 1-0 strax á áttundu mínútu leiksins.

Aoba Fujino jafnaði metin fyrir City með þrumuskoti á 64. mínútu.

Þetta er í þriðja sinn sem Chelsea vinnur enska deildabikarinn en í fyrsta sinn frá árinu 2021.

Chelsea konur höfðu tapað úrslitaleiknum þrjú ár í röð en nú var lukkan loksins með þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×