Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson, Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson og Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifa 15. mars 2025 15:03 Háskóli Íslands stendur á krossgötum þar sem framsýni, nýsköpun og öflug forysta skipta sköpum fyrir framtíð skólans. Til þess að Háskólinn haldi áfram að þróast sem leiðandi rannsóknarstofnun á alþjóðavísu þarf hann rektor sem skilur mikilvægi skapandi menntunar, samstarfs og tækniframfara. Kolbrún Þ. Pálsdóttir er sú manneskja. Við höfum fengið að vinna með Kolbrúnu að undirbúningi og uppbyggingu sameiginlegrar tækni- og sköpunarsmiðju, eins konar Fab Lab smiðju, í nýju húsnæði Menntavísindasviðs í Sögu. Þetta er spennandi verkefni sem ekki hefði farið af stað nema fyrir hennar forystu sem forseti Menntavísindasviðs. Kolbrún sér ekki aðeins tækifærin – hún tryggir að þau verði að veruleika. Hún er leiðtogi sem vinnur af festu og metnaði að því að skapa nýjar og betri aðstæður fyrir nemendur og kennara og hún hefur burði til að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina. Framtíðarsýn sem tengir saman fræði, nýsköpun og samfélag Kolbrún hefur einstaka hæfni til að leiða saman ólíka hópa og byggja brýr milli fræða, iðnaðar og samfélags. Sköpunar- og tæknismiðjan sem fyrirhugað er að setja upp í Sögu er gott dæmi um þetta. Hún mun skapa vettvang fyrir nemendur, kennara og fræðimenn til að nýta nýjustu stafrænu tækni og vinna að nýsköpun á fjölbreyttum sviðum. Með framtíðarsýn sinni og áræðni hefur Kolbrún tryggt að þetta brýna verkefni verður að veruleika. Þessi nálgun endurspeglar skýra sýn á háskóla sem er ekki eingöngu fræðileg stofnun heldur virkur þátttakandi í samfélaginu – eitthvað sem Kolbrún stendur fyrir og hefur unnið ötullega að. Öflugur leiðtogi sem skilar árangri Kolbrún lætur hlutina ekki sitja á hakanum – hún framkvæmir þá. Í samstarfi okkar höfum við séð hvernig hún nálgast verkefni af festu og með lausnamiðaðri hugsun. Hún vinnur þvert á fræðasvið, tryggir að allar raddir heyrist og stuðlar að virku samstarfi hagsmunaaðila. Það er þessi nálgun sem Háskóli Íslands þarf á að halda; rektor sem sameinar fólk , rektor sem knýr fram breytingar með skýrri sýn og öflugri framkvæmd. Af hverju Kolbrún? Framtíð Háskóla Íslands veltur á því að hafa forystu sem skapar aðstæður þar sem fólk getur blómstrað, lært og skapað. Kolbrún hefur sýnt í verki að hún er slíkur leiðtogi. Hún hefur reynslu, þekkingu og kraft til að leiða háskólann inn í nýja tíma, þar sem menntun, tækni og samfélag vinna saman að betri framtíð. Af þessum ástæðum lýsum við yfir eindregnum stuðningi við Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur sem næsta rektor Háskóla Íslands. Hún er leiðtoginn sem getur tryggt að skólinn haldi áfram að vera í fararbroddi, bæði hér heima og á alþjóðavísu. Hafliði Ásgeirsson Tæknimaður hjá Verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ. Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson Forstöðumaður Nýmenntar á Menntavísindasviði HÍ. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Deildarstjóri Mixtúru, sköpunar-og tækniver skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands stendur á krossgötum þar sem framsýni, nýsköpun og öflug forysta skipta sköpum fyrir framtíð skólans. Til þess að Háskólinn haldi áfram að þróast sem leiðandi rannsóknarstofnun á alþjóðavísu þarf hann rektor sem skilur mikilvægi skapandi menntunar, samstarfs og tækniframfara. Kolbrún Þ. Pálsdóttir er sú manneskja. Við höfum fengið að vinna með Kolbrúnu að undirbúningi og uppbyggingu sameiginlegrar tækni- og sköpunarsmiðju, eins konar Fab Lab smiðju, í nýju húsnæði Menntavísindasviðs í Sögu. Þetta er spennandi verkefni sem ekki hefði farið af stað nema fyrir hennar forystu sem forseti Menntavísindasviðs. Kolbrún sér ekki aðeins tækifærin – hún tryggir að þau verði að veruleika. Hún er leiðtogi sem vinnur af festu og metnaði að því að skapa nýjar og betri aðstæður fyrir nemendur og kennara og hún hefur burði til að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina. Framtíðarsýn sem tengir saman fræði, nýsköpun og samfélag Kolbrún hefur einstaka hæfni til að leiða saman ólíka hópa og byggja brýr milli fræða, iðnaðar og samfélags. Sköpunar- og tæknismiðjan sem fyrirhugað er að setja upp í Sögu er gott dæmi um þetta. Hún mun skapa vettvang fyrir nemendur, kennara og fræðimenn til að nýta nýjustu stafrænu tækni og vinna að nýsköpun á fjölbreyttum sviðum. Með framtíðarsýn sinni og áræðni hefur Kolbrún tryggt að þetta brýna verkefni verður að veruleika. Þessi nálgun endurspeglar skýra sýn á háskóla sem er ekki eingöngu fræðileg stofnun heldur virkur þátttakandi í samfélaginu – eitthvað sem Kolbrún stendur fyrir og hefur unnið ötullega að. Öflugur leiðtogi sem skilar árangri Kolbrún lætur hlutina ekki sitja á hakanum – hún framkvæmir þá. Í samstarfi okkar höfum við séð hvernig hún nálgast verkefni af festu og með lausnamiðaðri hugsun. Hún vinnur þvert á fræðasvið, tryggir að allar raddir heyrist og stuðlar að virku samstarfi hagsmunaaðila. Það er þessi nálgun sem Háskóli Íslands þarf á að halda; rektor sem sameinar fólk , rektor sem knýr fram breytingar með skýrri sýn og öflugri framkvæmd. Af hverju Kolbrún? Framtíð Háskóla Íslands veltur á því að hafa forystu sem skapar aðstæður þar sem fólk getur blómstrað, lært og skapað. Kolbrún hefur sýnt í verki að hún er slíkur leiðtogi. Hún hefur reynslu, þekkingu og kraft til að leiða háskólann inn í nýja tíma, þar sem menntun, tækni og samfélag vinna saman að betri framtíð. Af þessum ástæðum lýsum við yfir eindregnum stuðningi við Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur sem næsta rektor Háskóla Íslands. Hún er leiðtoginn sem getur tryggt að skólinn haldi áfram að vera í fararbroddi, bæði hér heima og á alþjóðavísu. Hafliði Ásgeirsson Tæknimaður hjá Verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ. Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson Forstöðumaður Nýmenntar á Menntavísindasviði HÍ. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Deildarstjóri Mixtúru, sköpunar-og tækniver skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun