Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Margrét Helga Erlingsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 15. mars 2025 23:24 Einar Sveinsson og Elín Hirst hafa bæði áhyggjur af því hvaða áhrif byggingaframkvæmdir við Sóltún muni hafa á aðstandendur sína sem dvelja á hjúkrunarheimilinu. Vísir/Stöð 2/Heimar Aðstandendur íbúa á hjúkrunarheimilinu Sóltúni hafa áhyggjur af því að heimilisfólkið verði fyrir óþægindum þegar farið verður í að stækka bygginguna. Forstjóri Sóltúns segir æpandi þörf eftir fleiri rýmum. Á Sóltúni eru 92 rými en á þessu ári er fyrirhugað fjölga rýmum um 67. Forstjórinn segir að ráðast eigi í að framkvæma svokallaða léttbyggingu sem verði komið fyrir efst þannig að byggingin hækkar um eina hæð. Þá stendur til að lengja tvær álmur af fjórum. „Framkvæmdum fylgir alltaf eitthvað rask en við höfum fulla trú á að okkur takist að stýra starfseminni þannig að það fari vel um íbúanna og við náum að lágmarka óþægindin og gerum það með skipulögðum hætti, með mótvægisaðgerðum og breyta aðeins starfseminni, færa fólk milli eininga, við erum með tólf setustofur, við erum með sal sem við getum fært fólk til rétt á meðan það er hávaði,“ segir Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu. Síðustu stundir íbúa við hræðilegar aðstæður Einar Stefánsson, læknir hefur áhyggjur af því að raskið sem fylgir framkvæmdunum muni hafa slæm áhrif á eiginkonu sína sem býr á Sóltúni og er með heilabilun. „Hún talar ekki og á erfitt með að skynja raunveruleikann þannig að hún mun ekki vita hvað þetta er, þetta rask, þessi hávaði og múrbrjótar. Hún mun ekki vita að þetta eru bara byggingaframkvæmdir, hún mun líta á þetta sem ógn þannig að þetta er svo miklu miklu verra fyrir þetta fatlaða fólk, þetta heilabilaða fólk sem hér er, heldur en það væri fyrir þó heilbrigt fólk,“ segir Einar. Það sé fyrirséð að fjölmargir íbúar Sóltúns muni falla frá á framkvæmdartímanum. „Þau munu eyða sínum síðustu stundum með sínum nánustu við slíkar aðstæður,“ segir Einar. „Hvaða réttindi eiga þeir sem búa hér?“ Faðir Elínar Hirst býr líka á Sóltúni og líkar vel en Elín hefur áhyggjur af hagsmunum hans. „Ég bara óttast það að þetta geti orðið annað mál eins og við sjáum í Álfabakkanum í Breiðholti, allt í einu eru yfirvöld búin að samþykkja einhverjar stórframkvæmdir sem eiga alls ekki heima þar sem þær eru,“ segir Elín. „Og ég spyr hvar eru yfirvöld og hvaða réttindi eiga þeir sem hér búa? Eru þeir bara réttlausir?“ Þörfin æpandi og eftirspurnin gríðarleg Halla segir að Íslendingar búi því miður ekki svo vel að geta flutt fólk á milli hjúkrunarheimila þegar framkvæmdir eru í gangi en að líkja megi bið eftir plássi sem ákveðinni neyð. „Þörfin er æpandi og gríðarleg eftirspurn. Bara hjá okkur á Sóltúni eru 144 eintaklingar og fjölskyldur sem eru að biða eftir símtali frá okkur,“ segir Halla. „Sóltún er gríðarlega vinsælt, eftirsótt heimili og hér er gott að vera. Við vitum hvernig ástandið er á Landspítalanum og biðlistinn er í kringum 500 á höfuðborgarsvæðinu og þetta ástand er bara að fara að versna,“ segir hún. Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Eldri borgarar Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Framkvæmdir muni ekki hafa marktæk áhrif á daglega starfsemi Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns, segir að fyrirhugaðar framkvæmdir við hjúkrunarheimilið muni ekki koma til með að hafa marktæk áhrif á daglega starfsemi. Halldór Benjamín forstjóri Regins fasteignafélags, sem er eigandi fasteignarinnar, segir að sú leið sem hafi verið valin taki mið af bæði núverandi starfsemi og íbúum Sóltúns. 6. maí 2024 16:05 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Á Sóltúni eru 92 rými en á þessu ári er fyrirhugað fjölga rýmum um 67. Forstjórinn segir að ráðast eigi í að framkvæma svokallaða léttbyggingu sem verði komið fyrir efst þannig að byggingin hækkar um eina hæð. Þá stendur til að lengja tvær álmur af fjórum. „Framkvæmdum fylgir alltaf eitthvað rask en við höfum fulla trú á að okkur takist að stýra starfseminni þannig að það fari vel um íbúanna og við náum að lágmarka óþægindin og gerum það með skipulögðum hætti, með mótvægisaðgerðum og breyta aðeins starfseminni, færa fólk milli eininga, við erum með tólf setustofur, við erum með sal sem við getum fært fólk til rétt á meðan það er hávaði,“ segir Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu. Síðustu stundir íbúa við hræðilegar aðstæður Einar Stefánsson, læknir hefur áhyggjur af því að raskið sem fylgir framkvæmdunum muni hafa slæm áhrif á eiginkonu sína sem býr á Sóltúni og er með heilabilun. „Hún talar ekki og á erfitt með að skynja raunveruleikann þannig að hún mun ekki vita hvað þetta er, þetta rask, þessi hávaði og múrbrjótar. Hún mun ekki vita að þetta eru bara byggingaframkvæmdir, hún mun líta á þetta sem ógn þannig að þetta er svo miklu miklu verra fyrir þetta fatlaða fólk, þetta heilabilaða fólk sem hér er, heldur en það væri fyrir þó heilbrigt fólk,“ segir Einar. Það sé fyrirséð að fjölmargir íbúar Sóltúns muni falla frá á framkvæmdartímanum. „Þau munu eyða sínum síðustu stundum með sínum nánustu við slíkar aðstæður,“ segir Einar. „Hvaða réttindi eiga þeir sem búa hér?“ Faðir Elínar Hirst býr líka á Sóltúni og líkar vel en Elín hefur áhyggjur af hagsmunum hans. „Ég bara óttast það að þetta geti orðið annað mál eins og við sjáum í Álfabakkanum í Breiðholti, allt í einu eru yfirvöld búin að samþykkja einhverjar stórframkvæmdir sem eiga alls ekki heima þar sem þær eru,“ segir Elín. „Og ég spyr hvar eru yfirvöld og hvaða réttindi eiga þeir sem hér búa? Eru þeir bara réttlausir?“ Þörfin æpandi og eftirspurnin gríðarleg Halla segir að Íslendingar búi því miður ekki svo vel að geta flutt fólk á milli hjúkrunarheimila þegar framkvæmdir eru í gangi en að líkja megi bið eftir plássi sem ákveðinni neyð. „Þörfin er æpandi og gríðarleg eftirspurn. Bara hjá okkur á Sóltúni eru 144 eintaklingar og fjölskyldur sem eru að biða eftir símtali frá okkur,“ segir Halla. „Sóltún er gríðarlega vinsælt, eftirsótt heimili og hér er gott að vera. Við vitum hvernig ástandið er á Landspítalanum og biðlistinn er í kringum 500 á höfuðborgarsvæðinu og þetta ástand er bara að fara að versna,“ segir hún.
Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Eldri borgarar Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Framkvæmdir muni ekki hafa marktæk áhrif á daglega starfsemi Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns, segir að fyrirhugaðar framkvæmdir við hjúkrunarheimilið muni ekki koma til með að hafa marktæk áhrif á daglega starfsemi. Halldór Benjamín forstjóri Regins fasteignafélags, sem er eigandi fasteignarinnar, segir að sú leið sem hafi verið valin taki mið af bæði núverandi starfsemi og íbúum Sóltúns. 6. maí 2024 16:05 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Framkvæmdir muni ekki hafa marktæk áhrif á daglega starfsemi Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns, segir að fyrirhugaðar framkvæmdir við hjúkrunarheimilið muni ekki koma til með að hafa marktæk áhrif á daglega starfsemi. Halldór Benjamín forstjóri Regins fasteignafélags, sem er eigandi fasteignarinnar, segir að sú leið sem hafi verið valin taki mið af bæði núverandi starfsemi og íbúum Sóltúns. 6. maí 2024 16:05