Körfubolti

Sæmdu hvor aðra Gull­merki KKÍ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birna Lárusdóttir og Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ.
Birna Lárusdóttir og Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ. KKÍ

Gullmerki Körfuknattleikssambands Íslands voru veitt á ársþinginu á Grand Hótel Reykjavík í gær.

Alls fengu fimm aðilar gullmerki að þessu sinni en það voru þau Erlingur Hannesson, Kristinn Geir Pálsson, Lárus Blöndal, Birna Lárusdóttir og Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir.

Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir var þarna enn formaður enda ekki búið að kjósa nýjan formann ennþá. Guðbjörg sæmdi fjóra Gullmerki KKÍ en það var síðan Birna Lárusdóttir sem sæmdi Guðbjörgu Gullmerki sinu. Þær sæmdu því hvor aðra Gullmerki KKÍ.

Guðbjörg er fráfarandi formaður og Birna er fráfarandi varaformaður. Báðar hafa þær unnið mikið og gott starf fyrir körfuknattleikshreyfinguna.  Guðbjörg hefur þannig verið í stjórn KKÍ í 21 ár, formaður síðustu tvö ár og varaformaður í næstum því öll hin árin.

Lárus Blöndal var einnig að hætta í stjórn en hann var annar varaformaður. Hann hefur verið í stjórn KKÍ í tólf ár og formaður mótanefndar í áratug auk þess að vera allt í öllu hjá Valsmönnum.

Erlingur Hannesson er faðir Rúnars Inga Erlingsson, þjálfara karlaliðs Njarðvíkur, og hefur unnið mikið starf fyrir bæði Njarðvík og KKÍ.

Silfurmerki KKÍ voru einnig veitt á ársþinginu á Grand Hótel Reykjavík en þau fengu Ingvi Þór Hákonarson frá Keflavík, Ásthildur Jónasdóttir frá Hetti, Huginn Freyr Þorsteinsson frá Álftanesi, Kristinn Jónasson frá Haukum, Dagur Þór Baldvinsson frá Tindastóli og Algirdas Slapikas frá Stál-úlfi.

Helena Sverrisdóttir fékk líka sértaka viðurkenningu fyrir hennar árangur og framlag til íslensks körfubolta og að vera að auki landseikjahæst með 81 landsleik. Einnig fékk hún afhent silfurmerki sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×