Fótbolti

Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cecilía Rán Rúnarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu á dögunum.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu á dögunum. Getty/Alex Nicodim/

Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir og félagar í Internazionale misstu frá sér sigurinn í nágrannaslagnum á móti AC Milan í ítölsku kvennadeildinni í dag.

Internazionale og AC Milan gerðu þá 3-3 jafntefli í miklum markaleik. Internazionale komst þrisvar yfir í leiknum en AC Milan jafnaði í öll þrjú skiptin.

Jafnteflið þýðir að Inter er í öðru sæti, tíu stigum frá toppnum en AC Milan er í fimmta sæti, áfram ellefu stigum á eftir Inter.

Fyrstu tvö mörk AC Milan voru sjálfsmörk liðfélaga Cecilíu. Fyrra sjálfsmarkið skoraði miðjumaðurinn Beatrice Merlo á 38. mínútu en það síðara miðjumaðurinn Marija Milinkovic sem skoraði fyrir bæði lið í leiknum. Sjálfsmarkið hennar kom á 65. mínútu.

Milinkovic kom Inter í 1-0 á 14. mínútu, Michela Cambiaghi kom Inter í 2-0 í uppbótatíma fyrri hálfleiks og hin belgíska Tessa Wullaert kom Inter í þriðja sinn yfir á 68. mínútu.

Evelyn Ijeh tryggði AC Milan jafntefli með marki á 80. mínútu.

Cecilía Rán fékk aðeins á sig níu mörk í fyrstu fimmtán leikjunum í Seríu A en hefur nú fengið á sig níu örk í síðustu þremur leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×