Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Brimborg og Ragnheiður Tryggvadóttir 21. mars 2025 12:35 Mínar fyrstu bílaminningar eru úr Ford, þó ekki Caprí en nátengdri frænku hans. Ég hallaði sætinu aftur, setti mjóbaksnuddið í gang og lokaði augunum. Þrjátíu mínútna hleðslustopp þarf ekki að vera svo slæmt. Ég sat í Ford Capri, fornfrægum sportbíl sem geystist á ný inn á markaðinn síðasta sumar, endurfæddur sem rafbíll. Mínar fyrstu bernsku-bílaminningar eru úr Ford. Ekki þó Capri heldur Cortinu ´65 árgerð og sú skýrasta þegar ég reyndi að syngja í gírstöngina. Allt var fallegt við Cortínuna, línurnar, innréttingin, stýrið, formið á afturljósunum, grillið, blái sanseraði liturinn og víniltoppurinn, þetta er allt eilíflega stimplað í minningabankann. Ford hefur alltaf kunnað að hanna bíla. Capríinn og Cortínan eru nátengd. Cortínan var einn vinsælasti fjölskyldubíllinn af Ford færibandinu á sínum tíma og þegar Capríinn kom fyrst til sögunnar seint á sjöunda áratugnum byggði hann á sama undirvagni og Cortínan. Hann var þó mun sportlegri týpa enda átti hann að höfða til Evrópubúa sem dreymdi um amerískan Mustang. Og Capríinn var sannarlega glæsilegur sportbíll og sló í gegn. Capríinn sló í gegn þegar hann kom á markaðinn á sjöunda áratugnum, og ekki skrítið. Nútíma tvist á forna frægð Capríinn og Cortínan runnu sitt skeið snemma á níunda áratugnum og Ford Sierra mætti til leiks í þeirra stað. En árið 2024 blés Ford svo aftur lífi í nafnið Caprí og nú með hressilegu nútíma tvisti. Ford Capri er semsagt 100% rafbíll, sportlegur kaggi með smá jeppastæla því hann er fjórhjóladrifinn með rúmlega 19 sm veghæð og dráttargetu allt að 1.200 kg. Hann er 340 hestöfl og 679 nm tog. Sjá má tilvísanir í gömlu hönnunina, meðal annars í afturglugganum. Það er ekkert endilega eins og setjast inn í fortíðina í nýjum Capri þó hann hali dálítið inn á fornri frægð, en það má sjá tilvísanir í klassíkina. Capríinn er ennþá straumlínulagaður stallbakur (e.Fast Back) og lagið á afturgluggunum vísar í fyrstu týpurnar og með góðum vilja má merkja tilvísun í langt húddið á gömlu glæsikerrunum. Sportheitin skila sér líka í kappaksturslegu stýrinu sem er kantað bæði að ofan og neðan og sætin eru með innbyggðum höfuðpúðum og leðurklædd að hluta. Ég varð frekar hrifin. Sætin eru leðurklædd að hluta og með innbyggðum höfuðpúða. Mjög spportlegt. Ford vill meina að nýi Capríinn sé rökrétt framhald, að svona hefði hann alltaf orðið ef ekkert stopp hefði orðið á færibandinu. Það er meira að segja hægt að fá hann í sportlegum og krassandi litum eins og Vivid Yellow. Fjölskylduvænn sportbíll Capríinn er virkilega rúmgóður svo vel fer um alla og innréttinging er hönnuð með notagildið í fyrirrúmi þ.e með stóru geymsluhólfi milli sæta sem rúmar allt nesti til langferðar og fartölvu að auki. Opið geymsluhólf er undir milliskilrúminu þar sem hægt er að smeygja handtösku og lítið en virkilega hentugt geymsluhólf er einnig undir stjórnskjánum. Skjárinn er hreyfanlegur svo hólfið lokast undir honum og læsist, fullkomið fyrir síma, kortaveskið og húslyklana. Glasahaldarana og bakkann yfir geymsluhólfinu er hægt að fjarlægja og þá kemur í ljós stórt hólf sem rúmar meðal annars fartölfu og helling af nesti. Stjórnskjárinn er hreyfanlegur og undir honum er lítið geymsluhólf sem læsist þegar skjánum er rennt yfir það. Tveir glasahaldarar eru einnig milli sætanna og þá er hægt að hlaða símann þráðlaust í hólfi milli sætanna eða stinga USB snúru í samband. Farangursrýmið er líka stórt, 627 lítrar og marglaga, þ.e.a.s. hægt er að lyfta spjaldi ofan í dýpra hólf þar sem ég fann hleðslukapalinn og enn ofan í þriðja hólfið, þar sem ég fann dráttaraugað. Langferð á langdrægum Ég náði aldrei að keyra bláu Cortínuna, nema í þykjustunni og aldrei Ford Caprí, fyrr en nú. Þessi helgarferð var því splunkuný upplifun og ég ákvað að bruna hátt í fimm hundruð kílómetra norður yfir heiðar. Uppgefin drægni er 560 km. en ég varð að gera ráð fyrir að minnsta kosti einu hleðslustoppi á leiðinni. Það var nú einu sinni íslenskur vetur. Íslenskt vetrarveður hefur áhrif á drægni rafbíla. Einhverntíman heyrði ég þá formúlu að við komuna til Íslands mætti strax taka hátt í hundrað kílómetra af uppgefinni drægni rafbíla, sel það ekki dýrara en ég keypti samt. Reyndir rafbílaökumenn segja mér líka að talsverðu geti munað á drægninni milli árstíða og vetrarakstur kalli á mun meiri fyrirhyggju í hleðslumálum. Ég hlóð því í Víðigerði, sem hefur stimplað sig inn sem aðalstoppistöð þeirra rafbílaökumanna sem ég þekki til og er miðsvæðis á þessari leið. Töfraorðið er „nudd“ Þó ég sé vanari að gusa dísel á bílinn í hvínandi hvelli og hendast áfram veginn er ég farin að sjá kostina við hleðslustoppin, sem geta tekið hátt í hálftíma. Töfraorðið er nudd. Rafdrifið ökumannssætið í Ford Capri býður upp á þennan lúxus og ég lokaði því augunum og slakaði á. Þetta þýddi að hvorki þurfti að hlaða mig né bílinn aftur fyrr en á áfangastað. (Það er kannski ekki alveg satt, á Akureyri freistaðist ég í lúgusjoppu og fékk mér samloku, Capríinn þurfti ekki neitt.) Þegar tuttugu kílómetrar voru eftir í áfangastaðinn var frostið komið niður í -7 gráður og undirlagið ósléttur malarvegur. Ég fylgdist stíft með kílómetratölunni til að sjá hvaða áhrif malarvegurinn og frostið hefðu á drægnina en viti menn, Capríinn kleip aðeins fjóra auka kílómetra af mælinum við þessar aðstæður. Nokkuð gott. Hægt er að velja milli 5 akstursstillinga, Normal, sem ég ók nánast allan tíman á, ECO, sem er kannski skynsamlegasta stillingin, Individual og loks Traction sem skilaði sér ljúflega á malarveginum. Mjúkur í akstri Ford Caprí reyndist með ljúfari bílum sem ég hef keyrt. Rann eins og hugur minn og brást við hverri hreyfingu. Hann kippti kannski full ákveðið í stýrið til að halda mér innan lína og sá hreinlega sjálfur um aksturinn þegar ég stillti akstursaðstoðina sem skilvirkast. Ég prófaði að sleppa stýrinu og hann hélt sig innan lína á akrein. Ekki að ég muni stunda það að ráði en það var upplifun að sjá og finna hvernig þetta virkar. Í raun sameinar þessi bíll bæði það sem ég þarf og það sem mig langar í; sportlegur og kraftmikill, (aðeins 5,3 sek frá 0 og upp í 100) en samt rúmgóður og þægilegur fjölskyldubíll með helling af geymsluplássi. Hann er fjórhjóladrifinn með krók fyrir sveitaferðirnar og ekki síst ljúfur og mjúkur í akstri með nudd í bakið og hita í stýri, og minnti mig líka reglulega á að taka pásu. Drægnikvíðastillandi dreki Ford Capri vann einnig virkilega vel gegn drægnikvíðanum því þó frostið á leiðinni hefði haft áhrif, lækkaði kílómetratalan aldrei með neinum öfgum, mér fannst ég alltaf í góðum málum. Taka verður með í reikninginn að ég fékk hið besta ferðaveður báðar leiðir, bjart, stillt og dálítið frost og því hefðu verri aðstæður mögulega meiri áhrif á drægnina en þetta er stór plús fyrir drægnikvíðinn díseldræver sem langar í rafbíl en þorir ekki að taka skrefið. Ford Capri fær fullt hús stiga frá mér. Gamla bláa Cortínan sem geymir mínar fyrstu bílaminningar. Cortínan og Capríinn eru nátengd, Ford kann aldeilis að hanna bíla. Og þá er það verðið. Capri Select kostar: 8.790.000 krónur staðgreitt eða 7.890.000 krónur með rafbílastyrknum frá Orkusjóði. Capri Premium kostar 9.190.000 krónur staðgreitt eða 8.290.000 krónur með rafbílastyrknum. Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Viðskipti innlent Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Viðskipti innlent Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Viðskipti innlent Íslandsbanki breytir vöxtunum Viðskipti innlent Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf Sameina útibú TM og Landsbankans Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Viðskipti innlent Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Sjá meira
Mínar fyrstu bernsku-bílaminningar eru úr Ford. Ekki þó Capri heldur Cortinu ´65 árgerð og sú skýrasta þegar ég reyndi að syngja í gírstöngina. Allt var fallegt við Cortínuna, línurnar, innréttingin, stýrið, formið á afturljósunum, grillið, blái sanseraði liturinn og víniltoppurinn, þetta er allt eilíflega stimplað í minningabankann. Ford hefur alltaf kunnað að hanna bíla. Capríinn og Cortínan eru nátengd. Cortínan var einn vinsælasti fjölskyldubíllinn af Ford færibandinu á sínum tíma og þegar Capríinn kom fyrst til sögunnar seint á sjöunda áratugnum byggði hann á sama undirvagni og Cortínan. Hann var þó mun sportlegri týpa enda átti hann að höfða til Evrópubúa sem dreymdi um amerískan Mustang. Og Capríinn var sannarlega glæsilegur sportbíll og sló í gegn. Capríinn sló í gegn þegar hann kom á markaðinn á sjöunda áratugnum, og ekki skrítið. Nútíma tvist á forna frægð Capríinn og Cortínan runnu sitt skeið snemma á níunda áratugnum og Ford Sierra mætti til leiks í þeirra stað. En árið 2024 blés Ford svo aftur lífi í nafnið Caprí og nú með hressilegu nútíma tvisti. Ford Capri er semsagt 100% rafbíll, sportlegur kaggi með smá jeppastæla því hann er fjórhjóladrifinn með rúmlega 19 sm veghæð og dráttargetu allt að 1.200 kg. Hann er 340 hestöfl og 679 nm tog. Sjá má tilvísanir í gömlu hönnunina, meðal annars í afturglugganum. Það er ekkert endilega eins og setjast inn í fortíðina í nýjum Capri þó hann hali dálítið inn á fornri frægð, en það má sjá tilvísanir í klassíkina. Capríinn er ennþá straumlínulagaður stallbakur (e.Fast Back) og lagið á afturgluggunum vísar í fyrstu týpurnar og með góðum vilja má merkja tilvísun í langt húddið á gömlu glæsikerrunum. Sportheitin skila sér líka í kappaksturslegu stýrinu sem er kantað bæði að ofan og neðan og sætin eru með innbyggðum höfuðpúðum og leðurklædd að hluta. Ég varð frekar hrifin. Sætin eru leðurklædd að hluta og með innbyggðum höfuðpúða. Mjög spportlegt. Ford vill meina að nýi Capríinn sé rökrétt framhald, að svona hefði hann alltaf orðið ef ekkert stopp hefði orðið á færibandinu. Það er meira að segja hægt að fá hann í sportlegum og krassandi litum eins og Vivid Yellow. Fjölskylduvænn sportbíll Capríinn er virkilega rúmgóður svo vel fer um alla og innréttinging er hönnuð með notagildið í fyrirrúmi þ.e með stóru geymsluhólfi milli sæta sem rúmar allt nesti til langferðar og fartölvu að auki. Opið geymsluhólf er undir milliskilrúminu þar sem hægt er að smeygja handtösku og lítið en virkilega hentugt geymsluhólf er einnig undir stjórnskjánum. Skjárinn er hreyfanlegur svo hólfið lokast undir honum og læsist, fullkomið fyrir síma, kortaveskið og húslyklana. Glasahaldarana og bakkann yfir geymsluhólfinu er hægt að fjarlægja og þá kemur í ljós stórt hólf sem rúmar meðal annars fartölfu og helling af nesti. Stjórnskjárinn er hreyfanlegur og undir honum er lítið geymsluhólf sem læsist þegar skjánum er rennt yfir það. Tveir glasahaldarar eru einnig milli sætanna og þá er hægt að hlaða símann þráðlaust í hólfi milli sætanna eða stinga USB snúru í samband. Farangursrýmið er líka stórt, 627 lítrar og marglaga, þ.e.a.s. hægt er að lyfta spjaldi ofan í dýpra hólf þar sem ég fann hleðslukapalinn og enn ofan í þriðja hólfið, þar sem ég fann dráttaraugað. Langferð á langdrægum Ég náði aldrei að keyra bláu Cortínuna, nema í þykjustunni og aldrei Ford Caprí, fyrr en nú. Þessi helgarferð var því splunkuný upplifun og ég ákvað að bruna hátt í fimm hundruð kílómetra norður yfir heiðar. Uppgefin drægni er 560 km. en ég varð að gera ráð fyrir að minnsta kosti einu hleðslustoppi á leiðinni. Það var nú einu sinni íslenskur vetur. Íslenskt vetrarveður hefur áhrif á drægni rafbíla. Einhverntíman heyrði ég þá formúlu að við komuna til Íslands mætti strax taka hátt í hundrað kílómetra af uppgefinni drægni rafbíla, sel það ekki dýrara en ég keypti samt. Reyndir rafbílaökumenn segja mér líka að talsverðu geti munað á drægninni milli árstíða og vetrarakstur kalli á mun meiri fyrirhyggju í hleðslumálum. Ég hlóð því í Víðigerði, sem hefur stimplað sig inn sem aðalstoppistöð þeirra rafbílaökumanna sem ég þekki til og er miðsvæðis á þessari leið. Töfraorðið er „nudd“ Þó ég sé vanari að gusa dísel á bílinn í hvínandi hvelli og hendast áfram veginn er ég farin að sjá kostina við hleðslustoppin, sem geta tekið hátt í hálftíma. Töfraorðið er nudd. Rafdrifið ökumannssætið í Ford Capri býður upp á þennan lúxus og ég lokaði því augunum og slakaði á. Þetta þýddi að hvorki þurfti að hlaða mig né bílinn aftur fyrr en á áfangastað. (Það er kannski ekki alveg satt, á Akureyri freistaðist ég í lúgusjoppu og fékk mér samloku, Capríinn þurfti ekki neitt.) Þegar tuttugu kílómetrar voru eftir í áfangastaðinn var frostið komið niður í -7 gráður og undirlagið ósléttur malarvegur. Ég fylgdist stíft með kílómetratölunni til að sjá hvaða áhrif malarvegurinn og frostið hefðu á drægnina en viti menn, Capríinn kleip aðeins fjóra auka kílómetra af mælinum við þessar aðstæður. Nokkuð gott. Hægt er að velja milli 5 akstursstillinga, Normal, sem ég ók nánast allan tíman á, ECO, sem er kannski skynsamlegasta stillingin, Individual og loks Traction sem skilaði sér ljúflega á malarveginum. Mjúkur í akstri Ford Caprí reyndist með ljúfari bílum sem ég hef keyrt. Rann eins og hugur minn og brást við hverri hreyfingu. Hann kippti kannski full ákveðið í stýrið til að halda mér innan lína og sá hreinlega sjálfur um aksturinn þegar ég stillti akstursaðstoðina sem skilvirkast. Ég prófaði að sleppa stýrinu og hann hélt sig innan lína á akrein. Ekki að ég muni stunda það að ráði en það var upplifun að sjá og finna hvernig þetta virkar. Í raun sameinar þessi bíll bæði það sem ég þarf og það sem mig langar í; sportlegur og kraftmikill, (aðeins 5,3 sek frá 0 og upp í 100) en samt rúmgóður og þægilegur fjölskyldubíll með helling af geymsluplássi. Hann er fjórhjóladrifinn með krók fyrir sveitaferðirnar og ekki síst ljúfur og mjúkur í akstri með nudd í bakið og hita í stýri, og minnti mig líka reglulega á að taka pásu. Drægnikvíðastillandi dreki Ford Capri vann einnig virkilega vel gegn drægnikvíðanum því þó frostið á leiðinni hefði haft áhrif, lækkaði kílómetratalan aldrei með neinum öfgum, mér fannst ég alltaf í góðum málum. Taka verður með í reikninginn að ég fékk hið besta ferðaveður báðar leiðir, bjart, stillt og dálítið frost og því hefðu verri aðstæður mögulega meiri áhrif á drægnina en þetta er stór plús fyrir drægnikvíðinn díseldræver sem langar í rafbíl en þorir ekki að taka skrefið. Ford Capri fær fullt hús stiga frá mér. Gamla bláa Cortínan sem geymir mínar fyrstu bílaminningar. Cortínan og Capríinn eru nátengd, Ford kann aldeilis að hanna bíla. Og þá er það verðið. Capri Select kostar: 8.790.000 krónur staðgreitt eða 7.890.000 krónur með rafbílastyrknum frá Orkusjóði. Capri Premium kostar 9.190.000 krónur staðgreitt eða 8.290.000 krónur með rafbílastyrknum.
Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Viðskipti innlent Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Viðskipti innlent Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Viðskipti innlent Íslandsbanki breytir vöxtunum Viðskipti innlent Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf Sameina útibú TM og Landsbankans Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Viðskipti innlent Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Sjá meira