Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Breiðabliks og Aftureldingar laugardaginn 5. apríl. Íþróttadeild spáir Vestra 10. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að Ísfirðingar endi í sama sæti og á síðasta tímabili. Annað árið í röð á Ísafjörður lið í efstu deild. Eftir að hafa tryggt sér sæti í Bestu deildinni í gegnum umspil lék Vestri loks við stóru strákana síðasta sumar. Og þeir leika aftur við þá í sumar eftir að hafa haldið sér uppi. Hagstæðari markatala en HK hélt þeim réttu megin við strikið. Davíð Smári Lamude er á sínu þriðja tímabili sem þjálfari Vestra.vísir/hulda margrét Það var vel af sér vikið hjá Davíð Smára Lamude og strákunum hans að þrauka síðasta tímabil. Mikil meiðsli herjuðu á leikmannahópinn, Vestri missti hinn stórgóða Tarik Ibrahimagic til Víkings um mitt mót og lék ekki fyrsta leikinn á Ísafirði fyrr en 22. júní. En Vestramenn voru með bestu vörnina af þremur neðstu liðunum og mörk Andra Rúnars Bjarnasonar tryggðu Vestra sigra á HK og Fram í úrslitakeppninni. Síðustu tveir leikirnir töpuðust en það kom ekki að sök. grafík/bjarki Andri Rúnar er horfinn á braut og sömu sögu er að segja af Benedikt Warén, manninum sem hélt sóknarleiknum uppi meðan Andri Rúnar var meiddur. Vestri er því búinn að missa bæði marka- og stoðsendingahæsta mann sinn frá síðasta tímabili. grafík/bjarki Skörð þeirra verða vandfyllt en til að fylla í þau hefur liðið meðal annars fengið Daða Berg Jónsson, sem nýtti sínar mínútur hjá Víkingi í fyrra vel, og hinn hávaxna Kristoffer Grauberg Lepik. Þá var Vladimir Túfegdzic sjóðheitur í Lengjubikarnum. Ekkert lið skoraði færri mörk en Vestri í Bestu deildinni í fyrra og Ísfirðingar þurfa að bæta í á því sviði í sumar. Mikið mun mæða á Grauberg og Daði fær tækifæri til að sýna sig og sanna á stærsta sviðinu. Afar mikilvægt var fyrir Vestra að halda Eiði Aroni Sigurbjörnssyni, sem lék vel í fyrra, og þá verða Gustav Kjeldsen og Jeppe Pedersen með frá byrjun núna. Guy Smit er svo kominn í markið í stað Williams Eskilinen sem átti köflótt tímabil í fyrra. Síðasta tímabil var sannarlega köflótt hjá Smit í KR í fyrra en hann er reyndur markvörður og þekkir deildina vel. Þá var fyrirliði Vestra, Elmar Atli Garðarsson, dæmdur í tveggja mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum KSÍ. grafík/bjarki Vestramenn mæta ýmsum hindrunum þegar kemur að aðstöðunni til æfinga fyrir vestan en núna verða þeir með heimavöllinn sinn frá byrjun. Vestri vann reyndar jafn marga leiki þar og á AVIS-velli Þróttar á síðasta tímabili svo þar er tækifæri til bætingar. Leikmannahópur Vestra hefur tekið talsverðum breytingum og missirinn í Andra Rúnari og Benedikt er mikill. En Davíð hefur sannað færni sína í krefjandi aðstæðum og er eflaust reynslunni ríkari frá síðasta tímabili. Vladimir Tufegdzic skoraði sex mörk í Lengjubikarnum.vísir/hag Vestramanna bíður erfitt verkefni í sumar og ýmsum spurningum um liðið er enn ósvarað. En skipulagið er gott, þjálfarinn fær og ef nýju mennirnir reynast góður liðsauki gætu Ísfirðingar aftur brosað í mótslok í haust. Besta deild karla Vestri Tengdar fréttir Besta-spáin 2025: Í túninu heima Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 25. mars 2025 10:00 Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2025 10:00 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Breiðabliks og Aftureldingar laugardaginn 5. apríl. Íþróttadeild spáir Vestra 10. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að Ísfirðingar endi í sama sæti og á síðasta tímabili. Annað árið í röð á Ísafjörður lið í efstu deild. Eftir að hafa tryggt sér sæti í Bestu deildinni í gegnum umspil lék Vestri loks við stóru strákana síðasta sumar. Og þeir leika aftur við þá í sumar eftir að hafa haldið sér uppi. Hagstæðari markatala en HK hélt þeim réttu megin við strikið. Davíð Smári Lamude er á sínu þriðja tímabili sem þjálfari Vestra.vísir/hulda margrét Það var vel af sér vikið hjá Davíð Smára Lamude og strákunum hans að þrauka síðasta tímabil. Mikil meiðsli herjuðu á leikmannahópinn, Vestri missti hinn stórgóða Tarik Ibrahimagic til Víkings um mitt mót og lék ekki fyrsta leikinn á Ísafirði fyrr en 22. júní. En Vestramenn voru með bestu vörnina af þremur neðstu liðunum og mörk Andra Rúnars Bjarnasonar tryggðu Vestra sigra á HK og Fram í úrslitakeppninni. Síðustu tveir leikirnir töpuðust en það kom ekki að sök. grafík/bjarki Andri Rúnar er horfinn á braut og sömu sögu er að segja af Benedikt Warén, manninum sem hélt sóknarleiknum uppi meðan Andri Rúnar var meiddur. Vestri er því búinn að missa bæði marka- og stoðsendingahæsta mann sinn frá síðasta tímabili. grafík/bjarki Skörð þeirra verða vandfyllt en til að fylla í þau hefur liðið meðal annars fengið Daða Berg Jónsson, sem nýtti sínar mínútur hjá Víkingi í fyrra vel, og hinn hávaxna Kristoffer Grauberg Lepik. Þá var Vladimir Túfegdzic sjóðheitur í Lengjubikarnum. Ekkert lið skoraði færri mörk en Vestri í Bestu deildinni í fyrra og Ísfirðingar þurfa að bæta í á því sviði í sumar. Mikið mun mæða á Grauberg og Daði fær tækifæri til að sýna sig og sanna á stærsta sviðinu. Afar mikilvægt var fyrir Vestra að halda Eiði Aroni Sigurbjörnssyni, sem lék vel í fyrra, og þá verða Gustav Kjeldsen og Jeppe Pedersen með frá byrjun núna. Guy Smit er svo kominn í markið í stað Williams Eskilinen sem átti köflótt tímabil í fyrra. Síðasta tímabil var sannarlega köflótt hjá Smit í KR í fyrra en hann er reyndur markvörður og þekkir deildina vel. Þá var fyrirliði Vestra, Elmar Atli Garðarsson, dæmdur í tveggja mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum KSÍ. grafík/bjarki Vestramenn mæta ýmsum hindrunum þegar kemur að aðstöðunni til æfinga fyrir vestan en núna verða þeir með heimavöllinn sinn frá byrjun. Vestri vann reyndar jafn marga leiki þar og á AVIS-velli Þróttar á síðasta tímabili svo þar er tækifæri til bætingar. Leikmannahópur Vestra hefur tekið talsverðum breytingum og missirinn í Andra Rúnari og Benedikt er mikill. En Davíð hefur sannað færni sína í krefjandi aðstæðum og er eflaust reynslunni ríkari frá síðasta tímabili. Vladimir Tufegdzic skoraði sex mörk í Lengjubikarnum.vísir/hag Vestramanna bíður erfitt verkefni í sumar og ýmsum spurningum um liðið er enn ósvarað. En skipulagið er gott, þjálfarinn fær og ef nýju mennirnir reynast góður liðsauki gætu Ísfirðingar aftur brosað í mótslok í haust.
Besta-spáin 2025: Í túninu heima Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 25. mars 2025 10:00
Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2025 10:00