Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 19. mars 2025 14:47 Það hefur verið þrálát mantra í umræðu um ferðaþjónustu undanfarin ár, að Ísland sem ferðamannaland, sé “í tísku” í heiminum. Allir vilji koma til Íslands og að ofboðslega margir ferðamenn komi til Íslands, algjörlega af sjálfu sér. Þegar blikur eru á lofti og einhvers konar samdráttur er í kortunum er fólk fljótt að grípa til þeirrar skýringar að Ísland sé að “detta úr tísku” eða sé hætt “að trenda”. Fáránleg hugmynd Það þarf ekki nema rétt að krafsa í yfirborðið til að átta sig á að sú hugmynd að Ísland hafi verið eða sé áfangastaður í tísku, er í besta falli fáránleg. Hún hefur líklega orðið til, þegar ferðaþjónusta á Íslandi tók vaxtarkipp á eftirhrunsárunum og í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli, þegar loksins sköpuðust aðstæður til að ná henni af algjöru frumstigi og yfir í alvöru atvinnugrein. Það hefur hins vegar ekkert með það að gera að landið sé í tísku og í raun má færa fyrir því góð rök að hið gagnstæða sé rétt. Á árinu 2024 voru um 1,4 milljarðar manna sem samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum flokkast sem ferðamenn, á ferð um heiminn. Þar af voru 770 milljónir gesta, sem heimsóttu áfangastaði í Evrópu. Hér má sjá lista yfir þau lönd, sem flestir ferðamenn heimsóttu árið 2023 (nýrri tölur ekki fáanlegar): 1 Frakkland: 100 milljónir 2 Spánn: 85,2 milljónir 3 USA: 66, 5 milljónir 4 Ítalía 57,2 milljónir 5 Tyrkland 55,2 milljónir Eitt minnsta ferðamannaland í Evrópu Hlutdeild Íslands í þessum mikla fjölda ferðamanna er rúmlega 2 milljónir á ári, eða svipaður fjöldi og kom til Afríkuríksins Mósambík árið 2023. Þessi fjöldi hefur lítið breyst undanfarin ár og ekki miklar líkur á að hann breytist til hækkunar á næstunni. Hlutdeild okkar í ferðamarkaði Evrópu árið 2024 var sem sagt 0,25%. Niðurstaðan er því sú að Ísland er ekki í tísku og hefur aldrei verið. Þvert á móti er Ísland eitt allra minnsta ferðamannaland í Evrópu, sé litið til fjölda ferðamanna - sem þó vissulega er ekki eini mælikvarðinn. Vægi ferðaþjónustunnar og mikilvægi í íslenska hagkerfinu er þó óvíða meira en á Íslandi, sem krefst þess af okkur að fara varlega í kringum hana. Hættulegt oflæti Því er þetta tal um að Ísland sem ferðamannaland sé í tísku algjörlega óviðeigandi og ég vil ganga svo langt að kalla það hættulegt oflæti. Við íslendingar erum þar með að stilla okkur upp í einhverja sérstöðu (eins og okkur er svo sem tamt), gera ráð fyrir því að við séum öðrum fremri og að önnur lögmál gildi um okkur en aðra. Minnir pínulítið á alþjóðlegu fjármálamiðstöðina, sem til stóð að koma hér á fót rétt fyrir fjármálahrunið. Ekkert verður til af engu Staðreyndin er sú, að bakvið hvern ferðamann sem kemur til Íslands liggur mikil vinna og fjárfesting. Það gerist ekkert af sjálfu sér. Nú eru enn og aftur blikur á lofti og flestir mælikvarðar benda til samdráttar í ferðaþjónustu á Íslandi á árinu 2025. Ástæður þess eru einkum taldar hátt verð og lítil sem engin neytendamarkaðssetning á vegum hins opinbera. Undir þessu sitja nýkjörin stjórnvöld og barma sér yfir öðrum loðnubrestinum í röð og leggja á ráðin með að leggja nýja skatta og gjöld á ferðamenn, í stað þess að skapa skilyrði til að auka verðmætasköpun greinarinnar. Því er það mikilvægt nú að við hættum endanlega að tala um að Ísland sé í tísku og átta okkur á að við þurfum að hafa jafnmikið og aðrir fyrir því og kosta jafnmiklu eða meiru til að að halda ferðaþjónustunni i blóma. Höfundur er framkvæmdastjóri Katla DMI ehf og fyrrverandi formaður SAF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðaþjónusta Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið þrálát mantra í umræðu um ferðaþjónustu undanfarin ár, að Ísland sem ferðamannaland, sé “í tísku” í heiminum. Allir vilji koma til Íslands og að ofboðslega margir ferðamenn komi til Íslands, algjörlega af sjálfu sér. Þegar blikur eru á lofti og einhvers konar samdráttur er í kortunum er fólk fljótt að grípa til þeirrar skýringar að Ísland sé að “detta úr tísku” eða sé hætt “að trenda”. Fáránleg hugmynd Það þarf ekki nema rétt að krafsa í yfirborðið til að átta sig á að sú hugmynd að Ísland hafi verið eða sé áfangastaður í tísku, er í besta falli fáránleg. Hún hefur líklega orðið til, þegar ferðaþjónusta á Íslandi tók vaxtarkipp á eftirhrunsárunum og í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli, þegar loksins sköpuðust aðstæður til að ná henni af algjöru frumstigi og yfir í alvöru atvinnugrein. Það hefur hins vegar ekkert með það að gera að landið sé í tísku og í raun má færa fyrir því góð rök að hið gagnstæða sé rétt. Á árinu 2024 voru um 1,4 milljarðar manna sem samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum flokkast sem ferðamenn, á ferð um heiminn. Þar af voru 770 milljónir gesta, sem heimsóttu áfangastaði í Evrópu. Hér má sjá lista yfir þau lönd, sem flestir ferðamenn heimsóttu árið 2023 (nýrri tölur ekki fáanlegar): 1 Frakkland: 100 milljónir 2 Spánn: 85,2 milljónir 3 USA: 66, 5 milljónir 4 Ítalía 57,2 milljónir 5 Tyrkland 55,2 milljónir Eitt minnsta ferðamannaland í Evrópu Hlutdeild Íslands í þessum mikla fjölda ferðamanna er rúmlega 2 milljónir á ári, eða svipaður fjöldi og kom til Afríkuríksins Mósambík árið 2023. Þessi fjöldi hefur lítið breyst undanfarin ár og ekki miklar líkur á að hann breytist til hækkunar á næstunni. Hlutdeild okkar í ferðamarkaði Evrópu árið 2024 var sem sagt 0,25%. Niðurstaðan er því sú að Ísland er ekki í tísku og hefur aldrei verið. Þvert á móti er Ísland eitt allra minnsta ferðamannaland í Evrópu, sé litið til fjölda ferðamanna - sem þó vissulega er ekki eini mælikvarðinn. Vægi ferðaþjónustunnar og mikilvægi í íslenska hagkerfinu er þó óvíða meira en á Íslandi, sem krefst þess af okkur að fara varlega í kringum hana. Hættulegt oflæti Því er þetta tal um að Ísland sem ferðamannaland sé í tísku algjörlega óviðeigandi og ég vil ganga svo langt að kalla það hættulegt oflæti. Við íslendingar erum þar með að stilla okkur upp í einhverja sérstöðu (eins og okkur er svo sem tamt), gera ráð fyrir því að við séum öðrum fremri og að önnur lögmál gildi um okkur en aðra. Minnir pínulítið á alþjóðlegu fjármálamiðstöðina, sem til stóð að koma hér á fót rétt fyrir fjármálahrunið. Ekkert verður til af engu Staðreyndin er sú, að bakvið hvern ferðamann sem kemur til Íslands liggur mikil vinna og fjárfesting. Það gerist ekkert af sjálfu sér. Nú eru enn og aftur blikur á lofti og flestir mælikvarðar benda til samdráttar í ferðaþjónustu á Íslandi á árinu 2025. Ástæður þess eru einkum taldar hátt verð og lítil sem engin neytendamarkaðssetning á vegum hins opinbera. Undir þessu sitja nýkjörin stjórnvöld og barma sér yfir öðrum loðnubrestinum í röð og leggja á ráðin með að leggja nýja skatta og gjöld á ferðamenn, í stað þess að skapa skilyrði til að auka verðmætasköpun greinarinnar. Því er það mikilvægt nú að við hættum endanlega að tala um að Ísland sé í tísku og átta okkur á að við þurfum að hafa jafnmikið og aðrir fyrir því og kosta jafnmiklu eða meiru til að að halda ferðaþjónustunni i blóma. Höfundur er framkvæmdastjóri Katla DMI ehf og fyrrverandi formaður SAF.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar