Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 20. mars 2025 10:31 Já, ég átta mig á því að ég hljóma líkt og rispuð plata og gef mér í hroka mínum að einhver nenni að renna augunum yfir það sem ég hamra á lyklaborðið. Skrif mín sem lúta að þessu máli bera keim af þráhyggju og máske smá geggjun. Só bí it! En kannski má líta á það sem hér kemur sem eitthvað öðruvísi nálgun, nálgun þess sem er við það að leggja árar í bát þegar kemur að þessum málaflokki og segja bara „fokk it, íslensku er ekki viðbjargandi.” Sjáum hvert hvatvísin leiðir oss. Ég fæ ekki betur séð en að Ísland sé um margt í algerum draslflokki þegar kemur að máltileinkun innflytjenda. Byggi ég það mat mitt á því að hafa lifað og hrærst í heimi íslensku sem annars máls, verið þar vakinn og sofinn og leitast við að brydda upp á ýmsum nýjungum í málaflokknum með alltof mögrum árangri. Ég er sum sé maðurinn á bakvið Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag sem einhverjir kunna að hafa heyrt af eða lesið sér til um. Þetta er ágætis verkefni, þótt ég segi sjálfur frá, sem var spýtt í heiminn hjá Háskólasetri Vestfjarða, sem nýverið varð 20 ára (lengi lifi menntun á Vestfjörðum), en hefir nú flutt búferlum og er komið til Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Kem ég ekki nálægt verkefninu lengur en treysti á að það blómstri þar sem aldrei fyrr. Gefum íslensku séns er og verðlaunaverkefni, afsakið gorgeirinn. Samt hefir það enn sem komið er ekki skilað þeim árangri sem ég batt vonir við hér fyrir vestan. Langt í frá. Eftir 3-4 ár er útkoman enn mjög mögur. Því miður. Þetta tekur fáránlega langan tíma. Við þetta má svo bæta að hefi ég kennt íslensku bæði sem erlent mál svo og annað mál í allt of langan tíma. Ég festist í þessu ginnungagapi fyrir að verða tuttugu árum og á mér líkast til engrar undankomu auðið. Og talandi um erlent mál þá er það þyngra en tárum tekur að sú skuli eiginlega vera raunin hérlendis að innflytjendur læri íslensku sem erlent mál sakir þess hve aðgengi að málinu er oft og tíðum bagalegt, að hvatinn til að nota málið sé vart til staðar að ekki sé sett pressa á fólk að nota málið sem það margt hvert leggur stund á í málaskóla þar sem vissulega þarf að bæta sig hvað fjölbreytni og framboð. Þetta eru ekki bara mín orð. Þetta segja nemendur mínir æ ofan í æ. Dæmi: Iðulega þegar ég fylgist með samskiptum (fluga á vegg) móðurmálshafa og innflytjenda eða þess aðila sem hefir málið ekki að móðurmáli þá skal móðurmálshafinn oftlega sýna þeim aðila sem reynir að tjá sig á íslensku þá megnustu vanvirðingu að svara á ensku. Annað hvort af því viðkomandi nennir ekki að bíða þær tvær til fimm sekúndur sem það oft tekur aðilann að melta það sem sagt var, eða þá að viðkomandi metur (hugsanlega) hinn aðilann framandlegan og byggir þá skoðun á útliti viðkomandi að hann/hún eða hán (djöfull er ég vók) kunni ekki málið, geti vart kunnað það. Stundum næ ég ekki að sitja á strák mínum og finn mig knúinn til að benda á að aðilinn tali íslensku, hann hafi rétt í þessu verið að því. Sannlega pirraður og nenni ekki einu sinni lengur að fara í grafgötur með það. Sé fólk í vafa má bara ósköp einfaldalega ákveða að „kunna ekki“ ensku. Þá þarftu að tala íslensku ekki satt? Eða ætlarðu kannski að tala pólsku? Hver svo sem ástæðan er þá eru skilaboðin skýr: Íslenska er ekki fyrir þig og fjandinn hafi mig ef ég reyni nú að gera svo lítið að liðsinna þér við að ná tökum á málinu. Enginn furða þótt enskan ríði röftum þegar íslenskan er æ sett í annað sæti og oftlega undirskipuð eins og til að mynda má sjá í Leifsstöð. Hér er bolli fyrir Íslendinga nema hvað þar ætti að standa: Ég nenni ekki að tala íslensku við þá sem læra hana. Og svo hvað íslensku sem opinbert mál, lögfesta stöðu þess og það að ýta þýðingum á pólsku og ensku út á hafsauga (fært í stílinn hér) varðar þá er verið að byrja á öfugum enda þar. Þegar forsendurnar til að ná tökum á málinu eru vægast sagt slælegar þá er til lítils, nema þá til þess að gera fólk enn meira hornreka, að leggja blátt bann við slíkum þýðingum. Hitt er svo annað mál að vissulega má líta á þýðingar yfir á þessi mál sem grófa mismunun gagnvart þeim sem hafa önnur tungumál að móðurmáli og spyrja sig hvort þetta ætti ekki að gilda fyrir alla. Hvers eiga þeir sem hafa króatísku að móðurmáli t.d. að gjalda!? Eiga þeir þá bara að læra íslensku!? Það er þó önnur saga. Vissulega má taka undir að íslenskan eigi að vera ráðandi, helst kannski allsráðandi, að of mikið af þýðingum letji til íslenskunotkunar. En það gerir einnig almenn enskunotkun í samfélaginu. Það væri því hyggilegra að byrja á þeim endanum. Þá skapast kannski forsendur til að „forðast notkun útlensku í samskiptum við borgara í lengstu lög“ svo ég vitni til orða Snorra Mássonar. En sennilega er okkur bara ekki viðbjargandi í þessum efnum. Höfundur er kennari íslensku sem annars máls við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Sjá meira
Já, ég átta mig á því að ég hljóma líkt og rispuð plata og gef mér í hroka mínum að einhver nenni að renna augunum yfir það sem ég hamra á lyklaborðið. Skrif mín sem lúta að þessu máli bera keim af þráhyggju og máske smá geggjun. Só bí it! En kannski má líta á það sem hér kemur sem eitthvað öðruvísi nálgun, nálgun þess sem er við það að leggja árar í bát þegar kemur að þessum málaflokki og segja bara „fokk it, íslensku er ekki viðbjargandi.” Sjáum hvert hvatvísin leiðir oss. Ég fæ ekki betur séð en að Ísland sé um margt í algerum draslflokki þegar kemur að máltileinkun innflytjenda. Byggi ég það mat mitt á því að hafa lifað og hrærst í heimi íslensku sem annars máls, verið þar vakinn og sofinn og leitast við að brydda upp á ýmsum nýjungum í málaflokknum með alltof mögrum árangri. Ég er sum sé maðurinn á bakvið Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag sem einhverjir kunna að hafa heyrt af eða lesið sér til um. Þetta er ágætis verkefni, þótt ég segi sjálfur frá, sem var spýtt í heiminn hjá Háskólasetri Vestfjarða, sem nýverið varð 20 ára (lengi lifi menntun á Vestfjörðum), en hefir nú flutt búferlum og er komið til Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Kem ég ekki nálægt verkefninu lengur en treysti á að það blómstri þar sem aldrei fyrr. Gefum íslensku séns er og verðlaunaverkefni, afsakið gorgeirinn. Samt hefir það enn sem komið er ekki skilað þeim árangri sem ég batt vonir við hér fyrir vestan. Langt í frá. Eftir 3-4 ár er útkoman enn mjög mögur. Því miður. Þetta tekur fáránlega langan tíma. Við þetta má svo bæta að hefi ég kennt íslensku bæði sem erlent mál svo og annað mál í allt of langan tíma. Ég festist í þessu ginnungagapi fyrir að verða tuttugu árum og á mér líkast til engrar undankomu auðið. Og talandi um erlent mál þá er það þyngra en tárum tekur að sú skuli eiginlega vera raunin hérlendis að innflytjendur læri íslensku sem erlent mál sakir þess hve aðgengi að málinu er oft og tíðum bagalegt, að hvatinn til að nota málið sé vart til staðar að ekki sé sett pressa á fólk að nota málið sem það margt hvert leggur stund á í málaskóla þar sem vissulega þarf að bæta sig hvað fjölbreytni og framboð. Þetta eru ekki bara mín orð. Þetta segja nemendur mínir æ ofan í æ. Dæmi: Iðulega þegar ég fylgist með samskiptum (fluga á vegg) móðurmálshafa og innflytjenda eða þess aðila sem hefir málið ekki að móðurmáli þá skal móðurmálshafinn oftlega sýna þeim aðila sem reynir að tjá sig á íslensku þá megnustu vanvirðingu að svara á ensku. Annað hvort af því viðkomandi nennir ekki að bíða þær tvær til fimm sekúndur sem það oft tekur aðilann að melta það sem sagt var, eða þá að viðkomandi metur (hugsanlega) hinn aðilann framandlegan og byggir þá skoðun á útliti viðkomandi að hann/hún eða hán (djöfull er ég vók) kunni ekki málið, geti vart kunnað það. Stundum næ ég ekki að sitja á strák mínum og finn mig knúinn til að benda á að aðilinn tali íslensku, hann hafi rétt í þessu verið að því. Sannlega pirraður og nenni ekki einu sinni lengur að fara í grafgötur með það. Sé fólk í vafa má bara ósköp einfaldalega ákveða að „kunna ekki“ ensku. Þá þarftu að tala íslensku ekki satt? Eða ætlarðu kannski að tala pólsku? Hver svo sem ástæðan er þá eru skilaboðin skýr: Íslenska er ekki fyrir þig og fjandinn hafi mig ef ég reyni nú að gera svo lítið að liðsinna þér við að ná tökum á málinu. Enginn furða þótt enskan ríði röftum þegar íslenskan er æ sett í annað sæti og oftlega undirskipuð eins og til að mynda má sjá í Leifsstöð. Hér er bolli fyrir Íslendinga nema hvað þar ætti að standa: Ég nenni ekki að tala íslensku við þá sem læra hana. Og svo hvað íslensku sem opinbert mál, lögfesta stöðu þess og það að ýta þýðingum á pólsku og ensku út á hafsauga (fært í stílinn hér) varðar þá er verið að byrja á öfugum enda þar. Þegar forsendurnar til að ná tökum á málinu eru vægast sagt slælegar þá er til lítils, nema þá til þess að gera fólk enn meira hornreka, að leggja blátt bann við slíkum þýðingum. Hitt er svo annað mál að vissulega má líta á þýðingar yfir á þessi mál sem grófa mismunun gagnvart þeim sem hafa önnur tungumál að móðurmáli og spyrja sig hvort þetta ætti ekki að gilda fyrir alla. Hvers eiga þeir sem hafa króatísku að móðurmáli t.d. að gjalda!? Eiga þeir þá bara að læra íslensku!? Það er þó önnur saga. Vissulega má taka undir að íslenskan eigi að vera ráðandi, helst kannski allsráðandi, að of mikið af þýðingum letji til íslenskunotkunar. En það gerir einnig almenn enskunotkun í samfélaginu. Það væri því hyggilegra að byrja á þeim endanum. Þá skapast kannski forsendur til að „forðast notkun útlensku í samskiptum við borgara í lengstu lög“ svo ég vitni til orða Snorra Mássonar. En sennilega er okkur bara ekki viðbjargandi í þessum efnum. Höfundur er kennari íslensku sem annars máls við Háskóla Íslands.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun