Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir, Hrafnhildur Hannesdóttir og Tinna Þórarinsdóttir skrifa 20. mars 2025 09:33 Alls staðar í heiminum bera jöklar þess merki að loftslag er að hlýna vegna athafna mannkyns. Mælingar á magni koltvísýrings í lofti hafa verið gerðar á Mauna Loa á Hawaii síðan 1958 og á Stórhöfða í Vestmannaeyjum frá árinu 1992 og eykst styrkur hans jafnt og þétt. Gildin sem nú mælast eru þau hæstu í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Yfirstandandi loftslagsbreytingar eru fordæmalausar og ískjarnarannsóknir á ísbreiðum Suðurskautslandsins og Grænlands sýna það vel. Rýrnun jökla á Íslandi með því mesta sem þekkist Á síðustu áratugum hefur hert á rýrnun jökla um allan heim en mismikið eftir svæðum og er rýrnun jökla á Íslandi með því mesta sem þekkist. Frá aldamótunum 1900 hafa jöklar á Íslandi minnkað um 20% að flatarmáli og nú eru tugir lítilla jökla horfnir. Tæplega helmingur rýrnunarinnar hefur átt sér stað frá aldamótunum 2000. Mælingar á íslensku jöklunum gefa til kynna að þeir hafi rýrnað að meðaltali um 8,3 milljarða tonna á ári frá síðustu aldamótum. Það samsvarar því að þeir hafi þynnst sem nemur um einum metra að meðaltali á ári. Jöklar utan stóru ísbreiðanna á heimskautunum rýrnuðu um 6500 milljarða tonna af ís á árunum 2000 til 2023 sem leiddi til 18 mm hækkunar á sjávarborði heimshafanna. Ef fram heldur sem horfir munu margir jöklar hverfa fyrir lok 21. aldar. Afleiðingar hörfandi jökla Við hörfun jökla stækka jökullón og ný myndast, ár skipta um farvegi og rennsli vatnsfalla breytist, landris eykst í nágrenni jökla, fjallshlíðar verða óstöðugar og hætta á skriðuföllum og aurskriðum eykst. Þessar umhverfisbreytingar hafa áhrif á uppbyggingu innviða og skipulag til framtíðar. Af þessum sökum er nauðsynlegt að fylgjast vel með breytingum á jöklunum og náttúruvá sem kann að skapast, ekki síst vegna þess að jöklarnir og svæðin næst þeim eru vinsælir ferðamannastaðir. Sömuleiðis er orkubúskapur landsins mjög háður afrennsli frá jöklum og mun rýrnun jöklanna hafa veruleg áhrif á vatnsaflsframleiðslu til lengri tíma litið. Á næstu áratugum má búast við auknu afrennsli af þessum sökum sem síðar mun fara minnkandi eftir því sem jöklarnir minnka. Nú er tími til þess að bregðast við Framtíð jökla landsins er mjög háð þróun loftslags og sjávarhita umhverfis Ísland. Útreikningar byggðir á sviðsmyndum um loftslagsbreytingar benda til þess að takist að takmarka hlýnun á 21. öld við 2°C muni rýrnun íslenskra jökla til loka aldarinnar þó verða umtalsverð eða á bilinu 40−50%. Ef hlýnunin verður meiri, verður enn minna eftir af jöklum landsins við lok aldarinnar. Með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og styðja við alþjóðlegar aðgerðir verður hægt að takmarka hlýnun og á sama tíma draga úr massatapi jökla í heiminum. Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árið 2025 jöklum á hverfanda hveli, og ákveðið að 21. mars ár hvert verði héðan í frá sérstakur alþjóðadagur jökla. Alþjóðaárið verður nýtt til þess að vekja athygli á mikilvægi jökla, snævar og íss í vatnafræðilegu og veðurfarslegu samhengi og ekki síður efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu tilliti. Að þessu sinni er alþjóðlegur dagur vatns (22. mars) einnig tileinkaður jöklum og varðveislu þeirra. Fyrsti alþjóðadagur jökla Í tilefni þessara alþjóðadaga, jökla og vatns verða haldnir þrír viðburðir föstudaginn 21. mars. Í Grósku verður fundur kl. 10:00 í samstarfi Landsvirkjunar, Jöklarannsóknafélags Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskólans sem ber heitið „Jöklar, orka og vísindi“. Eftir hádegið kl. 14:00 verður haldinn viðburður í Veröld – húsi Vigdísar, þar sem flutt verða nokkur erindi um jökla og jöklabreytingar og tilkynnt verður um vinningshafa í samkeppni barna og ungmenna um verk tengd jöklum. Að fundinum standa Jöklarannsóknafélags Íslands, Veðurstofa Íslands, Jarðvísindastofnun Háskólans, Náttúrufræðistofnun, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands, Vatnajökulsþjóðgarður, Náttúruminjasafn Íslands og Íslenska vatnafræðinefndin. Í beinu framhaldi af fundinum í Veröld verður opnuð kl. 15:30 sýningin „Kynslóðir jökla“ í Loftskeytastöðinni við Suðurgötu. Verið öll velkomin. Guðfinna Aðalgeirsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild Háskólans og stjórnarmaður í Jöklarannsóknafélagi Íslands. Hrafnhildur Hannesdóttir, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands og varaformaður Jöklarannsóknafélags Íslands. Tinna Þórarinsdóttir, deildarstjóri á Veðurstofu Íslands, f.h. Íslensku vatnafræðinefndarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jöklar á Íslandi Loftslagsmál Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Alls staðar í heiminum bera jöklar þess merki að loftslag er að hlýna vegna athafna mannkyns. Mælingar á magni koltvísýrings í lofti hafa verið gerðar á Mauna Loa á Hawaii síðan 1958 og á Stórhöfða í Vestmannaeyjum frá árinu 1992 og eykst styrkur hans jafnt og þétt. Gildin sem nú mælast eru þau hæstu í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Yfirstandandi loftslagsbreytingar eru fordæmalausar og ískjarnarannsóknir á ísbreiðum Suðurskautslandsins og Grænlands sýna það vel. Rýrnun jökla á Íslandi með því mesta sem þekkist Á síðustu áratugum hefur hert á rýrnun jökla um allan heim en mismikið eftir svæðum og er rýrnun jökla á Íslandi með því mesta sem þekkist. Frá aldamótunum 1900 hafa jöklar á Íslandi minnkað um 20% að flatarmáli og nú eru tugir lítilla jökla horfnir. Tæplega helmingur rýrnunarinnar hefur átt sér stað frá aldamótunum 2000. Mælingar á íslensku jöklunum gefa til kynna að þeir hafi rýrnað að meðaltali um 8,3 milljarða tonna á ári frá síðustu aldamótum. Það samsvarar því að þeir hafi þynnst sem nemur um einum metra að meðaltali á ári. Jöklar utan stóru ísbreiðanna á heimskautunum rýrnuðu um 6500 milljarða tonna af ís á árunum 2000 til 2023 sem leiddi til 18 mm hækkunar á sjávarborði heimshafanna. Ef fram heldur sem horfir munu margir jöklar hverfa fyrir lok 21. aldar. Afleiðingar hörfandi jökla Við hörfun jökla stækka jökullón og ný myndast, ár skipta um farvegi og rennsli vatnsfalla breytist, landris eykst í nágrenni jökla, fjallshlíðar verða óstöðugar og hætta á skriðuföllum og aurskriðum eykst. Þessar umhverfisbreytingar hafa áhrif á uppbyggingu innviða og skipulag til framtíðar. Af þessum sökum er nauðsynlegt að fylgjast vel með breytingum á jöklunum og náttúruvá sem kann að skapast, ekki síst vegna þess að jöklarnir og svæðin næst þeim eru vinsælir ferðamannastaðir. Sömuleiðis er orkubúskapur landsins mjög háður afrennsli frá jöklum og mun rýrnun jöklanna hafa veruleg áhrif á vatnsaflsframleiðslu til lengri tíma litið. Á næstu áratugum má búast við auknu afrennsli af þessum sökum sem síðar mun fara minnkandi eftir því sem jöklarnir minnka. Nú er tími til þess að bregðast við Framtíð jökla landsins er mjög háð þróun loftslags og sjávarhita umhverfis Ísland. Útreikningar byggðir á sviðsmyndum um loftslagsbreytingar benda til þess að takist að takmarka hlýnun á 21. öld við 2°C muni rýrnun íslenskra jökla til loka aldarinnar þó verða umtalsverð eða á bilinu 40−50%. Ef hlýnunin verður meiri, verður enn minna eftir af jöklum landsins við lok aldarinnar. Með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og styðja við alþjóðlegar aðgerðir verður hægt að takmarka hlýnun og á sama tíma draga úr massatapi jökla í heiminum. Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árið 2025 jöklum á hverfanda hveli, og ákveðið að 21. mars ár hvert verði héðan í frá sérstakur alþjóðadagur jökla. Alþjóðaárið verður nýtt til þess að vekja athygli á mikilvægi jökla, snævar og íss í vatnafræðilegu og veðurfarslegu samhengi og ekki síður efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu tilliti. Að þessu sinni er alþjóðlegur dagur vatns (22. mars) einnig tileinkaður jöklum og varðveislu þeirra. Fyrsti alþjóðadagur jökla Í tilefni þessara alþjóðadaga, jökla og vatns verða haldnir þrír viðburðir föstudaginn 21. mars. Í Grósku verður fundur kl. 10:00 í samstarfi Landsvirkjunar, Jöklarannsóknafélags Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskólans sem ber heitið „Jöklar, orka og vísindi“. Eftir hádegið kl. 14:00 verður haldinn viðburður í Veröld – húsi Vigdísar, þar sem flutt verða nokkur erindi um jökla og jöklabreytingar og tilkynnt verður um vinningshafa í samkeppni barna og ungmenna um verk tengd jöklum. Að fundinum standa Jöklarannsóknafélags Íslands, Veðurstofa Íslands, Jarðvísindastofnun Háskólans, Náttúrufræðistofnun, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands, Vatnajökulsþjóðgarður, Náttúruminjasafn Íslands og Íslenska vatnafræðinefndin. Í beinu framhaldi af fundinum í Veröld verður opnuð kl. 15:30 sýningin „Kynslóðir jökla“ í Loftskeytastöðinni við Suðurgötu. Verið öll velkomin. Guðfinna Aðalgeirsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild Háskólans og stjórnarmaður í Jöklarannsóknafélagi Íslands. Hrafnhildur Hannesdóttir, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands og varaformaður Jöklarannsóknafélags Íslands. Tinna Þórarinsdóttir, deildarstjóri á Veðurstofu Íslands, f.h. Íslensku vatnafræðinefndarinnar.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun