Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 20. mars 2025 11:31 Ein er sú stofnun á vegum ríkisins sem notar mikið af olíu. Það er Landhelgisgæslan sem gerir út sín varðskip og siglir þeim öðru hvoru til Færeyja til þess að taka olíu. Fram kom í Morgunblaðinu í nóvember í fyrra að gæslan hefði sparað yfir 100 milljónir króna á árinu með olíukaupum í Færeyjum. Ef stofnun á vegum stjórnvalda, sem þó er ekki í neinum samkeppnisrekstri, treystir sér ekki til þess að kaupa olíu hér á landi vegna kostnaðar, er þá ekki ástæða til að staldra við og spyrja hvort ekki sé of langt gengið? Aftur og aftur Kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti var hækkað enn einn ganginn um áramótin, um 60%. Það dugði stjórnvöldum skammt því nú er búið að leggja til að gjaldið verði hækkað enn á ný, nú um 27,6%. Hætt er við að hrollur hafi farið um forstjóra Landhelgisgæslunnar við þessi tíðindi og ferðunum til Færeyja gæti hæglega fjölgað. Íslensk fiskiskip geta reyndar fæst leyft sér þann munað að sigla til Færeyja eftir olíu, en þau sem það geta munu vafalaust fara að fordæmi Landhelgisgæslunnar í auknum mæli. Löskuð samkeppnisstaða Afleiðing hærri gjalda er veikari samkeppnisstaða íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum. Hér verður að geta þess að um 98% af íslensku sjávarfangi eru seld á alþjóðlegum markaði. Ef íslenskur sjávarútvegur á að rísa undir skyldum sínum sem ein helsta stoð efnahagslegrar hagsældar á Íslandi, verður hann að vera samkeppnishæfur þar. Og þar er ekki hægt að velta olíukostnaði út í verðlag sjávarafurða. Afstaða stjórnvalda í Danmörku og Noregi er mjög áhugaverð í þessu samhengi, en bæði ríki hafa nýlega ákveðið að undanskilja fiskiskip að mestu leyti frá slíku gjaldi vegna þess að það skerðir samkeppnisstöðu, eykur svokallaðan kolefnisleka og minnkar verðmætasköpun heima fyrir. Það er meðal annars gert vegna þess að engin lausn er í boði eins og sakir standa þegar kemur að því að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir grænni orkugjafa. Hærra gjald – lægri tekjur Fyrirséð er að hækkun á kolefnisgjaldi leiði til erlendrar olíutöku og losunin flyst því til annarra landa (kolefnisleki) vegna hærri gjalda í heimalandi, eins og reynsla Norðmanna sýnir og hin íslenska Landhelgisgæsla er líka að feta þann veg. Norðmenn áætla að áður en þeir ákváðu að falla frá gjaldinu hafi kolefnisleki þar verið 50% vegna hærri gjalda en hjá samkeppnisþjóðum. Útgerðir geta í dag fengið olíu í Færeyjum á 28% lægra verði en hér á landi. Með fyrirhugaðri breytingu eykst munurinn í 34%. Verði olía sótt til annarra landa eru jafnframt mun meiri líkur á að skip landi afla sínum þar – eins og SFS vöruðu stjórnvöld við fyrir áramót. Afleiðingin er augljós, verðmæti flytjast úr landi og olíukaup líka. Þar með gæti hækkun á kolefnisgjaldi skilað aukinni olíunotkun en samt skilað minna í ríkissjóð þegar upp væri staðið, svo ekki sé talað um áhrif á vinnslur og afkomu fólks víða um land. SFS hafa fullan skilning á nauðsyn þess að lögfesta nýtt tekjuöflunarkerfi fyrir ökutæki og eldsneyti, meðal annars með upptöku kílómetragjalds. Það helgast að sjálfsögðu af því að stjórnvöld þurfa að huga í auknum mæli að endurbótum á vegakerfinu. Slíku er ekki fyrir að fara úti á rúmsjó. Því er ótækt að blanda slíku gjaldi saman við frekari hækkun kolefnisgjalds á skipagasolíu eins og gert er nú. Það er óþarfi að hafa orð SFS fyrir því að of langt sé gengið; hægt er að spyrja forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Landhelgisgæslan Færeyjar Bensín og olía Rekstur hins opinbera Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Sjá meira
Ein er sú stofnun á vegum ríkisins sem notar mikið af olíu. Það er Landhelgisgæslan sem gerir út sín varðskip og siglir þeim öðru hvoru til Færeyja til þess að taka olíu. Fram kom í Morgunblaðinu í nóvember í fyrra að gæslan hefði sparað yfir 100 milljónir króna á árinu með olíukaupum í Færeyjum. Ef stofnun á vegum stjórnvalda, sem þó er ekki í neinum samkeppnisrekstri, treystir sér ekki til þess að kaupa olíu hér á landi vegna kostnaðar, er þá ekki ástæða til að staldra við og spyrja hvort ekki sé of langt gengið? Aftur og aftur Kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti var hækkað enn einn ganginn um áramótin, um 60%. Það dugði stjórnvöldum skammt því nú er búið að leggja til að gjaldið verði hækkað enn á ný, nú um 27,6%. Hætt er við að hrollur hafi farið um forstjóra Landhelgisgæslunnar við þessi tíðindi og ferðunum til Færeyja gæti hæglega fjölgað. Íslensk fiskiskip geta reyndar fæst leyft sér þann munað að sigla til Færeyja eftir olíu, en þau sem það geta munu vafalaust fara að fordæmi Landhelgisgæslunnar í auknum mæli. Löskuð samkeppnisstaða Afleiðing hærri gjalda er veikari samkeppnisstaða íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum. Hér verður að geta þess að um 98% af íslensku sjávarfangi eru seld á alþjóðlegum markaði. Ef íslenskur sjávarútvegur á að rísa undir skyldum sínum sem ein helsta stoð efnahagslegrar hagsældar á Íslandi, verður hann að vera samkeppnishæfur þar. Og þar er ekki hægt að velta olíukostnaði út í verðlag sjávarafurða. Afstaða stjórnvalda í Danmörku og Noregi er mjög áhugaverð í þessu samhengi, en bæði ríki hafa nýlega ákveðið að undanskilja fiskiskip að mestu leyti frá slíku gjaldi vegna þess að það skerðir samkeppnisstöðu, eykur svokallaðan kolefnisleka og minnkar verðmætasköpun heima fyrir. Það er meðal annars gert vegna þess að engin lausn er í boði eins og sakir standa þegar kemur að því að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir grænni orkugjafa. Hærra gjald – lægri tekjur Fyrirséð er að hækkun á kolefnisgjaldi leiði til erlendrar olíutöku og losunin flyst því til annarra landa (kolefnisleki) vegna hærri gjalda í heimalandi, eins og reynsla Norðmanna sýnir og hin íslenska Landhelgisgæsla er líka að feta þann veg. Norðmenn áætla að áður en þeir ákváðu að falla frá gjaldinu hafi kolefnisleki þar verið 50% vegna hærri gjalda en hjá samkeppnisþjóðum. Útgerðir geta í dag fengið olíu í Færeyjum á 28% lægra verði en hér á landi. Með fyrirhugaðri breytingu eykst munurinn í 34%. Verði olía sótt til annarra landa eru jafnframt mun meiri líkur á að skip landi afla sínum þar – eins og SFS vöruðu stjórnvöld við fyrir áramót. Afleiðingin er augljós, verðmæti flytjast úr landi og olíukaup líka. Þar með gæti hækkun á kolefnisgjaldi skilað aukinni olíunotkun en samt skilað minna í ríkissjóð þegar upp væri staðið, svo ekki sé talað um áhrif á vinnslur og afkomu fólks víða um land. SFS hafa fullan skilning á nauðsyn þess að lögfesta nýtt tekjuöflunarkerfi fyrir ökutæki og eldsneyti, meðal annars með upptöku kílómetragjalds. Það helgast að sjálfsögðu af því að stjórnvöld þurfa að huga í auknum mæli að endurbótum á vegakerfinu. Slíku er ekki fyrir að fara úti á rúmsjó. Því er ótækt að blanda slíku gjaldi saman við frekari hækkun kolefnisgjalds á skipagasolíu eins og gert er nú. Það er óþarfi að hafa orð SFS fyrir því að of langt sé gengið; hægt er að spyrja forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar