Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar 20. mars 2025 15:03 Allt frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð hefur mikil umræða verið um strandveiðar og svokallaða 48 daga sem þeim tengjast. Er engu líkara að hér sé um svo stórt mál að ræða að jafnvel embættisfærslur Bandaríkjaforseta, stríðið í Úkraínu og varnarmál í Evrópu valda minna hugarangri hjá auðugustu öflum í samfélaginu. Það sem einkennt hefur þessa umræðu er aðallega forhert hagsmunagæsla, fordómar og vanþekking og hafa þeir oft haft hæst sem minnst vita um strandveiðar, eðli þeirra og umfang. Hér verður því vakin athygli á nokkrum atriðum sem þeim tengjast. Sjö ára gömul lög Lög um strandveiðar með allt að 12 daga veiðiheimildir í fjóra mánuði að sumarlagi voru fyrst samþykkt á Alþingi 2018. Allmikill meirihluti þingmanna greiddi þeim atkvæði ekki síst vegna þess að „keppnisþáttur“ í kerfinu fram að því hafði augljósa slysahættu í för með sér. Þá var talið nauðsynlegt að auka fyrirsjáanleika í kerfinu bæði gagnvart útgerðum smábáta, sjómönnum og fiskkaupendum og tryggja jafnræði milli landsvæða. Þessi lög eru því ekki ný á nálinni eins og oft hefur mátt skilja á upphrópandi umræðu síðustu mánuði. Inn í þessi lög var hins vegar sett ákvæði um að færi heildarstrandveiðiafli umfram tiltekið magn sem áætlað var í þessar veiðar skyldi Fiskistofa stöðva þær. Veiðarnar 2018 og 2019 Fyrstu tvö árin sem þessi lög giltu var afli ekki meiri en svo að allur strandveiðiflotinn fékk að róa þessa 48 daga og stóðu veiðarnar því út ágúst bæði árin. Almenn ánægja var með fyrirkomulagið og gilti þá einu hvaðan menn réru enda fengu allir landshlutar þá jafnt aðgengi að sínum miðum á hagstæðum tíma. Þekkt er að besti veiðitíminn fyrir Vesturlandi er í maí meðan ágúst gefur mest af fiski úti fyrir Austurlandi. Fróðlegt er að skoða hvernig sóknin var á flotanum þegar menn höfðu alla 48 dagana til að róa. Meðalróðrafjöldi á bát á þessum vertíðum báðum var rúmlega 26 (tuttugu og sex). Þannig nýttist mönnum að jafnaði innan við 55% af þeim dögum sem menn máttu róa. Skiptu gæftir þar áreiðanleg miklu en einnig sú staða að ekki þurfti að keppast við að ná róðrum áður en veiðar yrðu stöðvaðar. Rétt er að benda á að einungis um 2-3% af öllum flotanum náði að róa alla 48 dagana! Þá var meðalafli í róðri í kringum 600 kg á þessum árum. Keppniskerfið innleitt aftur Frá árinu 2020 og allt fram á árið 2024 hefur verið aukin þorskgengd á miðunum umhverfis landið. Aukning á aflaheimildum til strandveiða fylgdi hins vegar ekki með, afli varð meiri í hverjum róðri og bátum fjölgaði nokkuð. Þetta leiddi til þess að strandveiðar voru stöðvaðar 19. ágúst 2020. Var þá aftur komin keppnisþáttur inn í kerfið þar sem menn sóttu stíft þegar fyrirsjáanleg stöðvun veiðanna varð ljós fljótlega eftir miðja vertíð. Næstu ár versnaði staðan enn frekar með meiri meðalafla í róðri og jafnvel skerðingum á heimildum. Lítilsháttar aukning varð á bátafjölda en þó skipti sóknarkapp og keppni milli svæða og staða mestu máli. Síðustu ár hefur þessi þróun keyrt um þverbak og vertíð lokið um eða fyrir miðjan júlí með tilheyrandi glæfrasjósókn á stundum, mismunun milli svæða og óhagræði fyrir alla. Hvar á að taka aukningu á strandveiðiafla? Ein allra vinsælsta „mantran“ sem kyrjuð er í hagsmunagæsluhópunum og fjölmiðlum er stóra spurningin um hvar eigi að taka hugsanlega aukinn afla í samskonar 48 daga kerfi eins og var árið 2018 og 2019. Til að svara því er rétt að minna á 1. gr. laga um stjórn fiskveiða en þar segir: “Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum”. Samkvæmt þessu ákvæði er augljósa svarið við ofangreindri spurningu sú að strandveiðiaflann á að taka úr sameign þjóðarinnar í sjónum. Núverandi kvótahafar eiga samkvæmt lögum ekki einn einasta fisk á Íslandsmiðum og af þeim verður því ekkert tekið. Minna má á að fyrir tveimur árum var gerð könnun á afstöðu þjóðarinnar til strandveiða og sögðu 72% hennar sig hlynnt því að þær yrðu auknar. Það er því breiður stuðningur við auknar strandveiðar meðal þjóðarinnar, öfugt við það sem er að finna við útgerðir stórfyrirtækjanna. Lokaorð Ég treysti því að stjórnvöld sjái í gegnum málfutning þeirra sem hæst hrópa gegn strandveiðum enda hafa þau mótað skýra stefnu um að festa þessar veiðar í sessi. Það er flestum ljóst að veiðar með handfærum eru umhverfisvænustu veiðar sem til eru, þær geta aldrei ógnað fiskistofnum og þær eru hluti af sögu okkar, menningu og atvinnurétti í meira en 1000 ár. Mikill meirihluti aflans er eftirsótt vara á mörkuðum og er seldur á hæstu fiskverðum hvers sumars. Málflutningur eins og verið hefur á lofti síðustu þrjá mánuði minnir helst á falsfréttir samtímans. Það er mál að linni. Höfundur er veðurfræðingur og formaður Drangeyjar-smábátafélags Skagafjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 22.03.2025 Halldór Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason skrifar Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun „Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Svar óskast Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar Skoðun Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tannheilsa skiptir höfuð máli Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Allt frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð hefur mikil umræða verið um strandveiðar og svokallaða 48 daga sem þeim tengjast. Er engu líkara að hér sé um svo stórt mál að ræða að jafnvel embættisfærslur Bandaríkjaforseta, stríðið í Úkraínu og varnarmál í Evrópu valda minna hugarangri hjá auðugustu öflum í samfélaginu. Það sem einkennt hefur þessa umræðu er aðallega forhert hagsmunagæsla, fordómar og vanþekking og hafa þeir oft haft hæst sem minnst vita um strandveiðar, eðli þeirra og umfang. Hér verður því vakin athygli á nokkrum atriðum sem þeim tengjast. Sjö ára gömul lög Lög um strandveiðar með allt að 12 daga veiðiheimildir í fjóra mánuði að sumarlagi voru fyrst samþykkt á Alþingi 2018. Allmikill meirihluti þingmanna greiddi þeim atkvæði ekki síst vegna þess að „keppnisþáttur“ í kerfinu fram að því hafði augljósa slysahættu í för með sér. Þá var talið nauðsynlegt að auka fyrirsjáanleika í kerfinu bæði gagnvart útgerðum smábáta, sjómönnum og fiskkaupendum og tryggja jafnræði milli landsvæða. Þessi lög eru því ekki ný á nálinni eins og oft hefur mátt skilja á upphrópandi umræðu síðustu mánuði. Inn í þessi lög var hins vegar sett ákvæði um að færi heildarstrandveiðiafli umfram tiltekið magn sem áætlað var í þessar veiðar skyldi Fiskistofa stöðva þær. Veiðarnar 2018 og 2019 Fyrstu tvö árin sem þessi lög giltu var afli ekki meiri en svo að allur strandveiðiflotinn fékk að róa þessa 48 daga og stóðu veiðarnar því út ágúst bæði árin. Almenn ánægja var með fyrirkomulagið og gilti þá einu hvaðan menn réru enda fengu allir landshlutar þá jafnt aðgengi að sínum miðum á hagstæðum tíma. Þekkt er að besti veiðitíminn fyrir Vesturlandi er í maí meðan ágúst gefur mest af fiski úti fyrir Austurlandi. Fróðlegt er að skoða hvernig sóknin var á flotanum þegar menn höfðu alla 48 dagana til að róa. Meðalróðrafjöldi á bát á þessum vertíðum báðum var rúmlega 26 (tuttugu og sex). Þannig nýttist mönnum að jafnaði innan við 55% af þeim dögum sem menn máttu róa. Skiptu gæftir þar áreiðanleg miklu en einnig sú staða að ekki þurfti að keppast við að ná róðrum áður en veiðar yrðu stöðvaðar. Rétt er að benda á að einungis um 2-3% af öllum flotanum náði að róa alla 48 dagana! Þá var meðalafli í róðri í kringum 600 kg á þessum árum. Keppniskerfið innleitt aftur Frá árinu 2020 og allt fram á árið 2024 hefur verið aukin þorskgengd á miðunum umhverfis landið. Aukning á aflaheimildum til strandveiða fylgdi hins vegar ekki með, afli varð meiri í hverjum róðri og bátum fjölgaði nokkuð. Þetta leiddi til þess að strandveiðar voru stöðvaðar 19. ágúst 2020. Var þá aftur komin keppnisþáttur inn í kerfið þar sem menn sóttu stíft þegar fyrirsjáanleg stöðvun veiðanna varð ljós fljótlega eftir miðja vertíð. Næstu ár versnaði staðan enn frekar með meiri meðalafla í róðri og jafnvel skerðingum á heimildum. Lítilsháttar aukning varð á bátafjölda en þó skipti sóknarkapp og keppni milli svæða og staða mestu máli. Síðustu ár hefur þessi þróun keyrt um þverbak og vertíð lokið um eða fyrir miðjan júlí með tilheyrandi glæfrasjósókn á stundum, mismunun milli svæða og óhagræði fyrir alla. Hvar á að taka aukningu á strandveiðiafla? Ein allra vinsælsta „mantran“ sem kyrjuð er í hagsmunagæsluhópunum og fjölmiðlum er stóra spurningin um hvar eigi að taka hugsanlega aukinn afla í samskonar 48 daga kerfi eins og var árið 2018 og 2019. Til að svara því er rétt að minna á 1. gr. laga um stjórn fiskveiða en þar segir: “Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum”. Samkvæmt þessu ákvæði er augljósa svarið við ofangreindri spurningu sú að strandveiðiaflann á að taka úr sameign þjóðarinnar í sjónum. Núverandi kvótahafar eiga samkvæmt lögum ekki einn einasta fisk á Íslandsmiðum og af þeim verður því ekkert tekið. Minna má á að fyrir tveimur árum var gerð könnun á afstöðu þjóðarinnar til strandveiða og sögðu 72% hennar sig hlynnt því að þær yrðu auknar. Það er því breiður stuðningur við auknar strandveiðar meðal þjóðarinnar, öfugt við það sem er að finna við útgerðir stórfyrirtækjanna. Lokaorð Ég treysti því að stjórnvöld sjái í gegnum málfutning þeirra sem hæst hrópa gegn strandveiðum enda hafa þau mótað skýra stefnu um að festa þessar veiðar í sessi. Það er flestum ljóst að veiðar með handfærum eru umhverfisvænustu veiðar sem til eru, þær geta aldrei ógnað fiskistofnum og þær eru hluti af sögu okkar, menningu og atvinnurétti í meira en 1000 ár. Mikill meirihluti aflans er eftirsótt vara á mörkuðum og er seldur á hæstu fiskverðum hvers sumars. Málflutningur eins og verið hefur á lofti síðustu þrjá mánuði minnir helst á falsfréttir samtímans. Það er mál að linni. Höfundur er veðurfræðingur og formaður Drangeyjar-smábátafélags Skagafjarðar.
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar
Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar
Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun