Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal og Unnur Helga Óttarsdóttir skrifa 20. mars 2025 16:00 Við hjá Þroskahjálp höfum fylgst glöð með langþráðri umræðu á Alþingi um frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra, Ingu Sæland, um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það gleður okkur hversu afdráttarlaust ráðherrann styður sjálfsögð réttindi fatlaðs fólks og hversu skilmerkilega hann bendir á að fatlað fólk er ekki að biðja um mikið, einungis að njóta sömu réttinda og allir aðrir. Markmið samningins er einfaldlega að tryggja að fatlað fólk njóti sömu mannréttinda og allir aðrir. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks gerir kröfu á ríki sem hafa fullgilt og lögfest samninginn. Líkt og félags- og húsnæðismálaráðherra, Inga Sæland, hefur ítrekað bent á er krafan langt frá því að vera ósanngjörn eða óraunhæf. Auðvitað ætti þetta bara að vera sjálfsagt mál. Markmið samningsins er einfaldlega að tryggja að fatlað fólk njóti sömu mannréttinda og allir aðrir. Og við tökum undir þá spurningu sem ráðherra lagði ítrekað fram þegar hann mælti fyrir frumvarpinu: Hver getur verið á móti því? Stjórnvöld bera ábyrgð á að fjarlægja hindranir í samfélaginu. Við tökum einnig undir með félags- og húsnæðismálaráðherra og öðrum þingmönnum sem stigið hafa í pontu Alþingis og krafist þess að krónur og aurar verði ekki lengur meginstefið í umræðu um mannréttindi fatlaðs fólks. Fötlun er hluti af mannlegum margbreytileika, eins og fram hefur komið í umræðu um frumvarpið á Alþingi. Stærsta hindrunin í lífi fatlaðs fólks er samfélag sem tekur ekki mið af fjölbreyttum þörfum, og býður ekki upp á jöfn tækifæri. Það kostar peninga að reka samfélag og það kostar kannski líka peninga að leiðrétta þá kerfisvillu sem varð til þegar þarfir, geta og hæfileikar fatlaðs fólks voru jaðarsettir eða útilokaðir. En, það eru stjórnvöld sem bera þá ábyrgð. Það er ósanngjarnt og ólíðandi að velta fjárhagslegri ábyrgð á slíku klúðri yfir á fatlað fólk. Við fögnum þeirri umræðu sem farið hefur fram á Alþingi um málefni fatlaðs fólks í umræðu um frumvarp Ingu Sæland, og við hvetjum Alþingi til þess að samþykkja frumvarpið og lögfesta samninginn með hraði. Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra og frumvarpinu um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri ÞroskahjálparUnnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mannréttindi Mest lesið Halldór 22.03.2025 Halldór Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason skrifar Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun „Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Svar óskast Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar Skoðun Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tannheilsa skiptir höfuð máli Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Við hjá Þroskahjálp höfum fylgst glöð með langþráðri umræðu á Alþingi um frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra, Ingu Sæland, um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það gleður okkur hversu afdráttarlaust ráðherrann styður sjálfsögð réttindi fatlaðs fólks og hversu skilmerkilega hann bendir á að fatlað fólk er ekki að biðja um mikið, einungis að njóta sömu réttinda og allir aðrir. Markmið samningins er einfaldlega að tryggja að fatlað fólk njóti sömu mannréttinda og allir aðrir. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks gerir kröfu á ríki sem hafa fullgilt og lögfest samninginn. Líkt og félags- og húsnæðismálaráðherra, Inga Sæland, hefur ítrekað bent á er krafan langt frá því að vera ósanngjörn eða óraunhæf. Auðvitað ætti þetta bara að vera sjálfsagt mál. Markmið samningsins er einfaldlega að tryggja að fatlað fólk njóti sömu mannréttinda og allir aðrir. Og við tökum undir þá spurningu sem ráðherra lagði ítrekað fram þegar hann mælti fyrir frumvarpinu: Hver getur verið á móti því? Stjórnvöld bera ábyrgð á að fjarlægja hindranir í samfélaginu. Við tökum einnig undir með félags- og húsnæðismálaráðherra og öðrum þingmönnum sem stigið hafa í pontu Alþingis og krafist þess að krónur og aurar verði ekki lengur meginstefið í umræðu um mannréttindi fatlaðs fólks. Fötlun er hluti af mannlegum margbreytileika, eins og fram hefur komið í umræðu um frumvarpið á Alþingi. Stærsta hindrunin í lífi fatlaðs fólks er samfélag sem tekur ekki mið af fjölbreyttum þörfum, og býður ekki upp á jöfn tækifæri. Það kostar peninga að reka samfélag og það kostar kannski líka peninga að leiðrétta þá kerfisvillu sem varð til þegar þarfir, geta og hæfileikar fatlaðs fólks voru jaðarsettir eða útilokaðir. En, það eru stjórnvöld sem bera þá ábyrgð. Það er ósanngjarnt og ólíðandi að velta fjárhagslegri ábyrgð á slíku klúðri yfir á fatlað fólk. Við fögnum þeirri umræðu sem farið hefur fram á Alþingi um málefni fatlaðs fólks í umræðu um frumvarp Ingu Sæland, og við hvetjum Alþingi til þess að samþykkja frumvarpið og lögfesta samninginn með hraði. Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra og frumvarpinu um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri ÞroskahjálparUnnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar
Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar
Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun