Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Árni Sæberg skrifar 21. mars 2025 11:16 Gunnar Smári vandar Karli Héðni ekki kveðjurnar, ekkert frekar en Karl Héðinn vandaði Gunnari Smára kveðjurnar á dögunum. Vísir Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. „Það virðist sem opið bréf Karls Héðins Kristjánsson, sem titlaður er forseti Roða og fræðslu- og félagsmálafulltrúi hjá Eflingu, hafi leyst úr læðingi ógeðfelldar nornaveiðar í Sósíalistaflokknum. Í bréfi sínu kastaði Karl Héðinn fram ásökunum á mig um refsiverð brot og ofríki, til að gera mig að ómerkingi í umræðunni en líka öll þau sem vilja andmæla fullyrðingum Karls Héðins um ólýðræðisleg vinnubrögð og þöggun innan flokksins,“ segir í upphafi færslu Gunnars Smára í Facebookhópi Sósíalistaflokks Íslands. Þar vísar hann til bréfs sem Karl Héðinn ritaði fyrir rúmri viku og hefur valdið talsverðu fjaðrafoki innan Sósíalistaflokksins. Í bréfinu sakaði Karl Héðinn Gunnar Smára um „ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot.“ „Ég hef tekið þá erfiðu en óhjákvæmilegu ákvörðun að segja af mér úr kosningastjórn Sósíalistaflokksins í mótmælaskyni eftir sameiginlegan fund stjórna síðastliðinn laugardag,“ sagði Karl í færslunni. „Er Sósíalistaflokkurinn að brenna upp?“ Gunnar Smári hefur lítið tjáð sig opinberlega um þessar ásakanir Karls Héðins, fyrir utan að boða til skyndifundar um málið samdægurs í höfuðstöðvum Sósíalista í Bolholti í Reykjavík. Nú hefur hann ritað pistil á Facebook undir yfirskriftinni Er Sósíalistaflokkurinn að brenna upp? Hann segir að svo virðist sem Karli Héðni og félögum sé að takast ætlunarverk sitt, að breyta Sósíalistaflokknum í eins konar Alþýðufylkingu, „örflokk fremur en breiða fylkingu fólks.“ Þá ályktun dragi hann út frá þeim fjölda félaga sem hafi haft samband við hann og lýst yfir andstyggð sinni á framferði Karls Héðins og þeim fjölda sem hætt hafi sér út í óvægna umræðu á Facebook. „Þar sem fylgjendur Karls Héðins ráðast með offorsi og illmælgi að öllum sem vilja setja fram önnur sjónarmið en þeim eru að skapi.“ Óöld í flokknum þar til öldurnar lægi Gunnar Smári segist reikna með að ástandið jafni sig, að skynsamt fólk sem vilji sósíalískri hreyfingu vel muni stíga fram fremur en að horfa upp á hreyfinguna lenda í höndum fólks sem beiti fyrir sig lúalegum undirróðri, illmælgi og rætni til að vekja á sér athygli í von um aukinn frama. „En þangað til ríkir óöld í Sósíalistaflokknum. Margir hafa misst fótanna í því gerningaveðri sem Karl Héðinn hefur magnað upp.“ Hann hafi til að mynda heyrt af því að stjórnarfólk í málefnastjórn flokksins hefði viljað samþykkja skammir á Maríu Pétursdóttur, formann stjórnarinnar, fyrir að hafa svarað „dylgjum“ Karls Héðins um ólýðræðisleg vinnubrögð í flokknum, þöggun og skoðanakúgun. „Hvaða rugl er þetta? Hefur María nú ekki málfrelsi til að tjá sig um flokkinn, sem hún hefur tekið þátt í að byggja upp og vill skiljanlega verja fyrir óprúttnu niðurrifsfólki? Á að þagga niður í Maríu og öllum þeim sem tilheyra ekki þessum her sem Karl Héðinn er að safna í kringum sig með lygum og loddaraskap?“ Slembivalinn hópur sjái um siðavöndun Þá segir Gunnar Smári að hann geti ekki séð að það samræmist starfi málefnastjórnar að stjórnarmenn þar taki sig til og samþykki ákúrur á einstaka félagsmenn. Málefnastjórn hafi umboð til að annast framkvæmd stefnumótunarvinnu á milli Sósíalistaþinga og í umboði þess. Stjórnarmenn þar hafi ekkert umboð til siðavöndunar eða til að setja félögum mörk um tjáningu. Það sé Samviskan, slembivalinn hópur félagsmanna, sem hafi umboð til skera úr um ágreiningsmál, til dæmis þau sem varða meint afglöp stjórnarmanna í embætti. „Stjórnarmenn í Málefnastjórn virðast annað hvort ekki hafa kynnt sér skipulag flokksins sem þeir buðu sig fram til að þjóna eða þau telji að það skipulag eigi ekki við um sig af einhverjum ástæðum. Það sama á við um Karl Héðinn, sem hefur ekki vísað ásökunum sínum á hendur mér til Samvisku heldur notað þær á fundum í flokknum og í opinberri umræðu.“ Flokkurinn myndi brenna upp á nokkrum dögum Skipulag Sósíalistaflokksins byggi á valddreifingu og að hann sé tæki til markvissrar vinnu fyrir almenning. Með þessu skipulagi hafi flokkurinn náð miklum árangri á mörgum sviðum. Sósíalistaþing skipi því í margar stjórnir með skýrt verksvið. Skipulagið miði að því að félagar geti fundið atorku sinni farveg í starfi sem gagnist hagsmuna- og frelsisbaráttu almennings. Samviskan hafi verið sett inn í skipulagið svo flokksstarfið myndi ekki leysast upp í erjur, eins og Karl Héðinn og félagar hafi efnt til. Þessi órói hafi logað í flokknum í marga mánuði, allt frá því að hefja átti undirbúning flokksins fyrir þingkosningar og nokkrir félagar fylltust metnaði til að leiða flokkinn inn á þing. Þeir hafi ekki allir fengið það sem þeir sóttust eftir og virðist þau sár ekki geta gróið. „Og nú horfum við upp á lögleysu og glundroða sem Karl Héðinn og félagar tala fyrir, einskonar Maóíska menningarbyltingu þar sem sómafólk eins og María Pétursdóttir er kölluð fyrir sjálfskipaða siðapostula sem vilja niðurlægja hana og segja henni að hætta að verja flokkinn, vilja þagga rödd hennar. Ef flokkurinn hristir ekki þetta uppreisnarfólk af sér mun hann brenna upp á nokkrum dögum eða vikum.“ Veki athygli á sér í „fjölmiðlum hægrisins“ Að lokum segir Gunnar Smári að Karl Héðinn hafi ekki farið með kvartanir sínar vegna hans fyrir Samvisku, eins og honum hafi borið að gera samkvæmt reglum flokksins. „Hann, eins og sumir í hans liði, telja sig ekki bundna af reglum, geta ekki beygt sig undir almennar kurteisisreglur eins og lesa má af mörgum þráðum inn í þessum spjallhóp.“ Karl Héðinn hafi notað þessar ásakanir á fundum flokksins til þess að reyna að koma í veg fyrir að hann væri valinn á lista flokksins og til þess að skaða málfrelsi hans innan flokksins. „Og nú notar hann þessar ásakanir til að vekja athygli á sér í fjölmiðlum hægrisins og fæla aðra frá því að verja flokkinn fyrir árásum hans. Ég mun hins vegar ekki láta undan loddaraskap Karls Héðins eða þöggunartilburðum fylgjenda hans. Ég mun beita mér gegn tilraunum þessa hóps til að eyðileggja flokkinn og það góða starf sem fjöldi fólks hefur lagt á sig innan hans. Sósíalistaflokkurinn er einskis virði ef hann endar undir hælnum á fólki sem telur sig jafnara en aðra og ekki þurfa að beygja sig undir reglur.“ Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira
„Það virðist sem opið bréf Karls Héðins Kristjánsson, sem titlaður er forseti Roða og fræðslu- og félagsmálafulltrúi hjá Eflingu, hafi leyst úr læðingi ógeðfelldar nornaveiðar í Sósíalistaflokknum. Í bréfi sínu kastaði Karl Héðinn fram ásökunum á mig um refsiverð brot og ofríki, til að gera mig að ómerkingi í umræðunni en líka öll þau sem vilja andmæla fullyrðingum Karls Héðins um ólýðræðisleg vinnubrögð og þöggun innan flokksins,“ segir í upphafi færslu Gunnars Smára í Facebookhópi Sósíalistaflokks Íslands. Þar vísar hann til bréfs sem Karl Héðinn ritaði fyrir rúmri viku og hefur valdið talsverðu fjaðrafoki innan Sósíalistaflokksins. Í bréfinu sakaði Karl Héðinn Gunnar Smára um „ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot.“ „Ég hef tekið þá erfiðu en óhjákvæmilegu ákvörðun að segja af mér úr kosningastjórn Sósíalistaflokksins í mótmælaskyni eftir sameiginlegan fund stjórna síðastliðinn laugardag,“ sagði Karl í færslunni. „Er Sósíalistaflokkurinn að brenna upp?“ Gunnar Smári hefur lítið tjáð sig opinberlega um þessar ásakanir Karls Héðins, fyrir utan að boða til skyndifundar um málið samdægurs í höfuðstöðvum Sósíalista í Bolholti í Reykjavík. Nú hefur hann ritað pistil á Facebook undir yfirskriftinni Er Sósíalistaflokkurinn að brenna upp? Hann segir að svo virðist sem Karli Héðni og félögum sé að takast ætlunarverk sitt, að breyta Sósíalistaflokknum í eins konar Alþýðufylkingu, „örflokk fremur en breiða fylkingu fólks.“ Þá ályktun dragi hann út frá þeim fjölda félaga sem hafi haft samband við hann og lýst yfir andstyggð sinni á framferði Karls Héðins og þeim fjölda sem hætt hafi sér út í óvægna umræðu á Facebook. „Þar sem fylgjendur Karls Héðins ráðast með offorsi og illmælgi að öllum sem vilja setja fram önnur sjónarmið en þeim eru að skapi.“ Óöld í flokknum þar til öldurnar lægi Gunnar Smári segist reikna með að ástandið jafni sig, að skynsamt fólk sem vilji sósíalískri hreyfingu vel muni stíga fram fremur en að horfa upp á hreyfinguna lenda í höndum fólks sem beiti fyrir sig lúalegum undirróðri, illmælgi og rætni til að vekja á sér athygli í von um aukinn frama. „En þangað til ríkir óöld í Sósíalistaflokknum. Margir hafa misst fótanna í því gerningaveðri sem Karl Héðinn hefur magnað upp.“ Hann hafi til að mynda heyrt af því að stjórnarfólk í málefnastjórn flokksins hefði viljað samþykkja skammir á Maríu Pétursdóttur, formann stjórnarinnar, fyrir að hafa svarað „dylgjum“ Karls Héðins um ólýðræðisleg vinnubrögð í flokknum, þöggun og skoðanakúgun. „Hvaða rugl er þetta? Hefur María nú ekki málfrelsi til að tjá sig um flokkinn, sem hún hefur tekið þátt í að byggja upp og vill skiljanlega verja fyrir óprúttnu niðurrifsfólki? Á að þagga niður í Maríu og öllum þeim sem tilheyra ekki þessum her sem Karl Héðinn er að safna í kringum sig með lygum og loddaraskap?“ Slembivalinn hópur sjái um siðavöndun Þá segir Gunnar Smári að hann geti ekki séð að það samræmist starfi málefnastjórnar að stjórnarmenn þar taki sig til og samþykki ákúrur á einstaka félagsmenn. Málefnastjórn hafi umboð til að annast framkvæmd stefnumótunarvinnu á milli Sósíalistaþinga og í umboði þess. Stjórnarmenn þar hafi ekkert umboð til siðavöndunar eða til að setja félögum mörk um tjáningu. Það sé Samviskan, slembivalinn hópur félagsmanna, sem hafi umboð til skera úr um ágreiningsmál, til dæmis þau sem varða meint afglöp stjórnarmanna í embætti. „Stjórnarmenn í Málefnastjórn virðast annað hvort ekki hafa kynnt sér skipulag flokksins sem þeir buðu sig fram til að þjóna eða þau telji að það skipulag eigi ekki við um sig af einhverjum ástæðum. Það sama á við um Karl Héðinn, sem hefur ekki vísað ásökunum sínum á hendur mér til Samvisku heldur notað þær á fundum í flokknum og í opinberri umræðu.“ Flokkurinn myndi brenna upp á nokkrum dögum Skipulag Sósíalistaflokksins byggi á valddreifingu og að hann sé tæki til markvissrar vinnu fyrir almenning. Með þessu skipulagi hafi flokkurinn náð miklum árangri á mörgum sviðum. Sósíalistaþing skipi því í margar stjórnir með skýrt verksvið. Skipulagið miði að því að félagar geti fundið atorku sinni farveg í starfi sem gagnist hagsmuna- og frelsisbaráttu almennings. Samviskan hafi verið sett inn í skipulagið svo flokksstarfið myndi ekki leysast upp í erjur, eins og Karl Héðinn og félagar hafi efnt til. Þessi órói hafi logað í flokknum í marga mánuði, allt frá því að hefja átti undirbúning flokksins fyrir þingkosningar og nokkrir félagar fylltust metnaði til að leiða flokkinn inn á þing. Þeir hafi ekki allir fengið það sem þeir sóttust eftir og virðist þau sár ekki geta gróið. „Og nú horfum við upp á lögleysu og glundroða sem Karl Héðinn og félagar tala fyrir, einskonar Maóíska menningarbyltingu þar sem sómafólk eins og María Pétursdóttir er kölluð fyrir sjálfskipaða siðapostula sem vilja niðurlægja hana og segja henni að hætta að verja flokkinn, vilja þagga rödd hennar. Ef flokkurinn hristir ekki þetta uppreisnarfólk af sér mun hann brenna upp á nokkrum dögum eða vikum.“ Veki athygli á sér í „fjölmiðlum hægrisins“ Að lokum segir Gunnar Smári að Karl Héðinn hafi ekki farið með kvartanir sínar vegna hans fyrir Samvisku, eins og honum hafi borið að gera samkvæmt reglum flokksins. „Hann, eins og sumir í hans liði, telja sig ekki bundna af reglum, geta ekki beygt sig undir almennar kurteisisreglur eins og lesa má af mörgum þráðum inn í þessum spjallhóp.“ Karl Héðinn hafi notað þessar ásakanir á fundum flokksins til þess að reyna að koma í veg fyrir að hann væri valinn á lista flokksins og til þess að skaða málfrelsi hans innan flokksins. „Og nú notar hann þessar ásakanir til að vekja athygli á sér í fjölmiðlum hægrisins og fæla aðra frá því að verja flokkinn fyrir árásum hans. Ég mun hins vegar ekki láta undan loddaraskap Karls Héðins eða þöggunartilburðum fylgjenda hans. Ég mun beita mér gegn tilraunum þessa hóps til að eyðileggja flokkinn og það góða starf sem fjöldi fólks hefur lagt á sig innan hans. Sósíalistaflokkurinn er einskis virði ef hann endar undir hælnum á fólki sem telur sig jafnara en aðra og ekki þurfa að beygja sig undir reglur.“
Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira