Taldar mun meiri líkur á að Ísland falli niður í C-deild Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2025 13:30 Andri Lucas Guðjohnsen og félagar í íslenska landsliðinu þurfa að vinna Kósovó á sunnudaginn, eftir 2-1 tap í gær. KSÍ Eftir 2-1 tapið gegn Kósovó í Pristina í gærkvöld er ljóst að Ísland verður að vinna sigur þegar liðin mætast aftur í heimaleik Íslands á sunnudag klukkan 17, í Murcia á Spáni, til að forðast fall í C-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta. Ísland á í dag ekki heimavöll sem dugar til að spila í Þjóðadeild karla á þessum árstíma en það stendur þó til bóta með framkvæmdum á Laugardalsvelli. Ætla má að það að geta ekki spilað á Íslandi minnki sigurlíkur íslenska liðsins, þó að búist sé við ágætum stuðningi í Murcia á sunnudaginn. Ísland er hins vegar hærra skrifað á heimslista og situr þar í 33. sæti af Evrópuþjóðum en Kósovó í 41. sæti, eftir að hafa verið á nær stöðugri uppleið síðan liðið fór fyrst að spila opinbera landsleiki árið 2016. Áður en einvígi Kósovó og Íslands hófst taldi tölfræðiveitan Football Meets Data Ísland hafa 53% sigurlíkur. Eftir tapið í gær eru líkurnar hins vegar mun meiri hjá Kósovó sem talið er eiga 63% líkur á að fara í B-deild, gegn 37% líkum Íslands. To qualify for UNL League B (as of 20 Mar):99.7% 🇬🇪 Georgia (📈 +17%)87% 🇮🇪 Ireland (📈 +20%)63% 🇽🇰 Kosovo (📈 +16%)61% 🇸🇮 Slovenia (📈 +7%)39% 🇸🇰 Slovakia (📉 -7%)37% 🇮🇸 Iceland (📉 -16%)13% 🇧🇬 Bulgaria (📉 -20%)0.3% 🇦🇲 Armenia (📉 -17%)— Football Meets Data (@fmeetsdata) March 20, 2025 Hafa ber í huga að ef að Ísland vinnur eins marks sigur á sunnudaginn þá verður gripið til 2x15 mínútna framlengingar og svo vítaspyrnukeppni ef staðan í einvíginu verður enn jöfn að henni lokinni. Heimir í góðum málum Samkvæmt FMD eru lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu mjög líklegir til að klára sitt einvígi gegn Búlgaríu, eftir 2-1 útisigur í gær. Sigurlíkur Íra í einvíginu eru nú metnar 87%. Georgía virðist nánast búin að tryggja sér sæti í B-deild, með 3-0 útisigri gegn Armeníu, en mesta spennan er talin í einvígi Slóvakíu og Slóveníu sem gerðu markalaust jafntefli í heimaleik Slóvakíu í gær. Íslenski landsliðshópurinn ferðaðist frá Kósovó til Spánar í nótt, með fulltrúa Vísis og Stöðvar 2 í för. Hitað verður vandlega upp fyrir seinni leikinn sem verður svo í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á sunnudaginn. Þar hefst upphitun klukkan 16:30 en leikurinn sjálfur klukkan 17 að íslenskum tíma. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Ísland á í dag ekki heimavöll sem dugar til að spila í Þjóðadeild karla á þessum árstíma en það stendur þó til bóta með framkvæmdum á Laugardalsvelli. Ætla má að það að geta ekki spilað á Íslandi minnki sigurlíkur íslenska liðsins, þó að búist sé við ágætum stuðningi í Murcia á sunnudaginn. Ísland er hins vegar hærra skrifað á heimslista og situr þar í 33. sæti af Evrópuþjóðum en Kósovó í 41. sæti, eftir að hafa verið á nær stöðugri uppleið síðan liðið fór fyrst að spila opinbera landsleiki árið 2016. Áður en einvígi Kósovó og Íslands hófst taldi tölfræðiveitan Football Meets Data Ísland hafa 53% sigurlíkur. Eftir tapið í gær eru líkurnar hins vegar mun meiri hjá Kósovó sem talið er eiga 63% líkur á að fara í B-deild, gegn 37% líkum Íslands. To qualify for UNL League B (as of 20 Mar):99.7% 🇬🇪 Georgia (📈 +17%)87% 🇮🇪 Ireland (📈 +20%)63% 🇽🇰 Kosovo (📈 +16%)61% 🇸🇮 Slovenia (📈 +7%)39% 🇸🇰 Slovakia (📉 -7%)37% 🇮🇸 Iceland (📉 -16%)13% 🇧🇬 Bulgaria (📉 -20%)0.3% 🇦🇲 Armenia (📉 -17%)— Football Meets Data (@fmeetsdata) March 20, 2025 Hafa ber í huga að ef að Ísland vinnur eins marks sigur á sunnudaginn þá verður gripið til 2x15 mínútna framlengingar og svo vítaspyrnukeppni ef staðan í einvíginu verður enn jöfn að henni lokinni. Heimir í góðum málum Samkvæmt FMD eru lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu mjög líklegir til að klára sitt einvígi gegn Búlgaríu, eftir 2-1 útisigur í gær. Sigurlíkur Íra í einvíginu eru nú metnar 87%. Georgía virðist nánast búin að tryggja sér sæti í B-deild, með 3-0 útisigri gegn Armeníu, en mesta spennan er talin í einvígi Slóvakíu og Slóveníu sem gerðu markalaust jafntefli í heimaleik Slóvakíu í gær. Íslenski landsliðshópurinn ferðaðist frá Kósovó til Spánar í nótt, með fulltrúa Vísis og Stöðvar 2 í för. Hitað verður vandlega upp fyrir seinni leikinn sem verður svo í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á sunnudaginn. Þar hefst upphitun klukkan 16:30 en leikurinn sjálfur klukkan 17 að íslenskum tíma.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira