„Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Jón Þór Stefánsson skrifar 21. mars 2025 12:45 Inga Sæland segir málið mannlegan harmleik. Vísir/Anton Brink Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa fengið að vita af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, um tvöleytið í gær, nokkrum klukkutímum áður en hún tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi. Að mati Ingu er það Ásthildar að meta og ákveða það hvort hún haldi áfram á þingi. Inga segir að það verði vonandi ákveðið seinna í dag, eða þá um helgina, hver taki við ráðuneyti Ásthildar. Hún hefði lítið sofið í nótt vegna málsins og síðan verið á fundi ríkisstjórnarinnar fram að viðtölum við blaðamenn. Hefðir þú skipað hana sem ráðherra hefðir þú vitað þetta? „Mér finnst þetta stórfurðuleg spurning. Hún hefði sennilega sjálf aldrei sjálf gefið kost á því ef að útlitið hefði verið eins og það er í dag,“ sagði Inga. Sjá má blaðamannafund formannanna þriggja að loknum ríkisstjórnarfundi í heild sinni í spilaranum að neðan. Hetjuleg ákvörðun „Hún axlar hér ábyrgð. Hún telur að hennar persónulegu mál eiga aldrei að skyggja á okkar góða samstarf. Hún tekur mjög hetjulega ákvörðun, fordæmalausa ákvörðun. Við erum ekki vön að sjá svona ákvörðun með eins skömmum tíma.“ Inga sagðist ekki geta tjáð sig um það sem Ásthildur Lóa hafi sagt og gert fyrir 35 árum síðan. Er henni stætt áfram sem þingmanni? „Það er bara algjörlega hennar mál að meta það. Mér finnst hún sannarlega eiga erindi á Alþingi Íslendinga,“ sagði Inga. Hún tók jafnframt fram að í kjördæmi Áshildar Lóu, Suðurkjördæmi, hafi enginn verið með eins mikið umboð og hún. Mannlegur harmleikur „Ég er í rauninni harmi slegin. Ásthildur Lóa á allan minn huga núna, og ég sendi henni kærleikskveðjur. Þetta er mannlegur harmleikur sem hér er um að ræða,“ sagði Inga. „Við fengum að upplifa það hvernig við sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra. Það var nákvæmlega það í gær þegar hæstvirtur mennta- og barnamálaráðherra brotnaði niður undan þessu álagi.“ Inga sagðist ekki ætla að krefja Ásthildi Lóu um afsögn á þingi. Hún sagðist þó hafa verið döpur yfir því að Ásthildur Lóa hefði ekki upplýst hana um málið fyrr en í gær en skilji líka hennar vanlíðan. Hún hafi ekki treyst sér að koma fram með málið. Það sé ekki auðvelt að segja frá slíkum persónulegum hjartans málum. Hún hafi sýnt hetjuskap, stigið fram sem leiðtogi og verið frábær barna- og menntamálaráðherra. Í því embætti hafi hún verið að hrinda stórum verkefnum í framkvæmd og hún eigi sannarlega erindi á Alþingi Íslendinga. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni á Vísi. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Sjá meira
Inga segir að það verði vonandi ákveðið seinna í dag, eða þá um helgina, hver taki við ráðuneyti Ásthildar. Hún hefði lítið sofið í nótt vegna málsins og síðan verið á fundi ríkisstjórnarinnar fram að viðtölum við blaðamenn. Hefðir þú skipað hana sem ráðherra hefðir þú vitað þetta? „Mér finnst þetta stórfurðuleg spurning. Hún hefði sennilega sjálf aldrei sjálf gefið kost á því ef að útlitið hefði verið eins og það er í dag,“ sagði Inga. Sjá má blaðamannafund formannanna þriggja að loknum ríkisstjórnarfundi í heild sinni í spilaranum að neðan. Hetjuleg ákvörðun „Hún axlar hér ábyrgð. Hún telur að hennar persónulegu mál eiga aldrei að skyggja á okkar góða samstarf. Hún tekur mjög hetjulega ákvörðun, fordæmalausa ákvörðun. Við erum ekki vön að sjá svona ákvörðun með eins skömmum tíma.“ Inga sagðist ekki geta tjáð sig um það sem Ásthildur Lóa hafi sagt og gert fyrir 35 árum síðan. Er henni stætt áfram sem þingmanni? „Það er bara algjörlega hennar mál að meta það. Mér finnst hún sannarlega eiga erindi á Alþingi Íslendinga,“ sagði Inga. Hún tók jafnframt fram að í kjördæmi Áshildar Lóu, Suðurkjördæmi, hafi enginn verið með eins mikið umboð og hún. Mannlegur harmleikur „Ég er í rauninni harmi slegin. Ásthildur Lóa á allan minn huga núna, og ég sendi henni kærleikskveðjur. Þetta er mannlegur harmleikur sem hér er um að ræða,“ sagði Inga. „Við fengum að upplifa það hvernig við sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra. Það var nákvæmlega það í gær þegar hæstvirtur mennta- og barnamálaráðherra brotnaði niður undan þessu álagi.“ Inga sagðist ekki ætla að krefja Ásthildi Lóu um afsögn á þingi. Hún sagðist þó hafa verið döpur yfir því að Ásthildur Lóa hefði ekki upplýst hana um málið fyrr en í gær en skilji líka hennar vanlíðan. Hún hafi ekki treyst sér að koma fram með málið. Það sé ekki auðvelt að segja frá slíkum persónulegum hjartans málum. Hún hafi sýnt hetjuskap, stigið fram sem leiðtogi og verið frábær barna- og menntamálaráðherra. Í því embætti hafi hún verið að hrinda stórum verkefnum í framkvæmd og hún eigi sannarlega erindi á Alþingi Íslendinga. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni á Vísi.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Sjá meira