Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2025 12:01 Þórir mun takast á við Valsmenn í dag, með titil í húfi. Vísir/Anton Brink Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, leikmaður körfuboltaliðs KR, hefur verið í laser focus undanfarna daga, og ekki að ástæðulausu. Gríðarleg eftirvænting er fyrir bikarúrslitaleik dagsins við Val. KR og Valur mætast í bikarúrslitum klukkan 16:30 í Smáranum í Kópavogi. Reykjavíkurstórveldin eigast við í úrslitum í fyrsta sinn í rúm 40 ár, en þau mættust síðast á þessu sviði árið 1984. Spennan er eftir því, enda varð uppselt á mettíma. Líkt og aðrir bíður Þórir hreinlega bara þess að leikurinn fari af stað. „Það er bara spenningur. Það er voðalítið annað hægt að gera en að bíða eftir að leikurinn byrji,“ sagði Þórir þegar íþróttadeild náði á hann í morgunsárið. „Hún getur stundum verið svolítið löng. En maður þarf bara að nýta tímann og fara í gegnum sinn undirbúning. Vera viss um að stilla hausinn rétt,“ segir Þórir og bætir við um sitt plan í dag: „Ég mun bara taka því rólega, fá mér á borða áður en maður mætir upp í höll tveimur tímum fyrir leik. Svo er bara að bíða eftir að þetta byrji.“ Fyrsti úrslitaleikurinn í sjö ár Spennan er mikil í Vesturbæ enda liðið ekki farið í bikarúrslit í sjö ár. „Ég held það sé óhætt að segja að það sé von á veislu. Miðarnir voru fljótir að fara og ég veit það er búið að keyra upp alvöru stemningu KR-megin. Það hefur verið frábærlega staðið að þessari bikarhelgi hjá stjórninni og öllum KR-ingunum sem hafa komið og stutt okkur. Við erum mjög spenntir að spila fyrir framan okkar áhorfendur á eftir,“ segir Þórir. Stuðningsfólk KR ætlar að hefja upphitun strax í hádeginu í félagsheimili KR og ferja stuðningsfólk svo suður í Kópavog. Færri komast að en vilja og einhverjir munu sitja eftir í félagsheimilinu og horfa á leikinn þar. Orðinn vanur því að mæta Finni Þórir var hluti af liði KR sem vann bikarinn 2016 og 2017, auk þess að fara með liðinu í úrslitaleikinn 2018, sem tapaðist stórt fyrir Tindastóli. Í þessum þremur úrslitaleikjum var Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR-liðsins en hann mun stýra Valsmönnum gegn KR-liðinu í dag. „Ég hef mitt fyrsta ár í meistaraflokki fyrir Finn og hann er frábær þjálfari. En ég hef nú mætt honum nokkrum sinnum áður síðan hann tók við Völsurunum, þannig að þetta verður ekkert mikið öðruvísi, held ég,“ segir Þórir. Hver er lykilinn að sigri? „Við þurfum að vera óhræddir, eins og við vorum í Stjörnuleiknum. Það er að njóta þess að spila og keyra á þetta. Að vera óhræddir og skipulagðir,“ segir Þórir. Er hann bjartsýnn fyrir leik dagsins? „Ég er alltaf bjartsýnn.“ KR Valur VÍS-bikarinn Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Sjá meira
KR og Valur mætast í bikarúrslitum klukkan 16:30 í Smáranum í Kópavogi. Reykjavíkurstórveldin eigast við í úrslitum í fyrsta sinn í rúm 40 ár, en þau mættust síðast á þessu sviði árið 1984. Spennan er eftir því, enda varð uppselt á mettíma. Líkt og aðrir bíður Þórir hreinlega bara þess að leikurinn fari af stað. „Það er bara spenningur. Það er voðalítið annað hægt að gera en að bíða eftir að leikurinn byrji,“ sagði Þórir þegar íþróttadeild náði á hann í morgunsárið. „Hún getur stundum verið svolítið löng. En maður þarf bara að nýta tímann og fara í gegnum sinn undirbúning. Vera viss um að stilla hausinn rétt,“ segir Þórir og bætir við um sitt plan í dag: „Ég mun bara taka því rólega, fá mér á borða áður en maður mætir upp í höll tveimur tímum fyrir leik. Svo er bara að bíða eftir að þetta byrji.“ Fyrsti úrslitaleikurinn í sjö ár Spennan er mikil í Vesturbæ enda liðið ekki farið í bikarúrslit í sjö ár. „Ég held það sé óhætt að segja að það sé von á veislu. Miðarnir voru fljótir að fara og ég veit það er búið að keyra upp alvöru stemningu KR-megin. Það hefur verið frábærlega staðið að þessari bikarhelgi hjá stjórninni og öllum KR-ingunum sem hafa komið og stutt okkur. Við erum mjög spenntir að spila fyrir framan okkar áhorfendur á eftir,“ segir Þórir. Stuðningsfólk KR ætlar að hefja upphitun strax í hádeginu í félagsheimili KR og ferja stuðningsfólk svo suður í Kópavog. Færri komast að en vilja og einhverjir munu sitja eftir í félagsheimilinu og horfa á leikinn þar. Orðinn vanur því að mæta Finni Þórir var hluti af liði KR sem vann bikarinn 2016 og 2017, auk þess að fara með liðinu í úrslitaleikinn 2018, sem tapaðist stórt fyrir Tindastóli. Í þessum þremur úrslitaleikjum var Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR-liðsins en hann mun stýra Valsmönnum gegn KR-liðinu í dag. „Ég hef mitt fyrsta ár í meistaraflokki fyrir Finn og hann er frábær þjálfari. En ég hef nú mætt honum nokkrum sinnum áður síðan hann tók við Völsurunum, þannig að þetta verður ekkert mikið öðruvísi, held ég,“ segir Þórir. Hver er lykilinn að sigri? „Við þurfum að vera óhræddir, eins og við vorum í Stjörnuleiknum. Það er að njóta þess að spila og keyra á þetta. Að vera óhræddir og skipulagðir,“ segir Þórir. Er hann bjartsýnn fyrir leik dagsins? „Ég er alltaf bjartsýnn.“
KR Valur VÍS-bikarinn Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Sjá meira