Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir að sunnantil á landinu verði úrkoman ýmist rigning, slydda eða snjókoma og hiti á bilinu núll til sex stig.
„Norðan- og austanlands verður hins vegar þurrt framan af degi og vægt frost, en seinnipartinn má búast við snjókomu með köflum á þeim slóðum. Í kvöld verður vindur suðlægari og það hlánar um landið vestanvert.
Suðvestan kaldi eða stinningskaldi á morgun og dálitlar skúrir eða slydduél, en lengst af þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Dregur úr vindi síðdegis. Hiti 2 til 8 stig.
Á miðvikudag nálgast næsta lægð með austlægri átt og rigningu eða slyddu víða um land. Síðdegis er lægðarmiðjunni spáð yfir landinu, útlitið er því nokkuð óljóst, en samkvæmt nýjustu spám hvessir og fer að snjóa við norðurströndina og á Vestfjörðum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Suðvestan 8-13 m/s og skúrir eða slydduél, en yfirleitt þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Dregur úr vindi síðdegis. Hiti 2 til 8 stig.
Á miðvikudag: Austlæg átt 8-15 og víða rigning eða slydda. Hiti 1 til 7 stig. Norðaustan 13-20 norðantil undir kvöld og kólnar með snjókomu eða slyddu. Hægari vindur annars staðar og rigning með köflum, en gengur í allhvassa suðvestanátt syðst á landinu.
Á fimmtudag: Norðaustan 10-18. Snjókoma með köflum norðan- og austanlands og vægt frost, en skúrir eða él sunnantil með hita 0 til 6 stig.
Á föstudag: Norðan 5-13, en austlægari syðst. Allvíða él og frost 1 til 8 stig.
Á laugardag: Norðaustlæg eða breytileg átt og él við suðurströndina, annars þurrt að kalla. Áfram svalt. Vaxandi austanátt um kvöldið.
Á sunnudag: Ákveðin suðlæg átt og hlýnar með rigningu um landið sunnan- og vestanvert.