Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2025 07:34 Stærstur hluti þeirra sem fékk dánaraðstoð í fyrra þjáðist af langvinnum sjúkdóm á borð við krabbamein. Getty Einstaklingum sem fengu dánaraðstoð fjölgaði um tíu prósent í Hollandi í fyrra. Alls fengu 9.958 dánaraðstoð árið 2024, samanborið við 9.068 árið 2023. Athygli vekur að meðal þeirra sem fengu dánaraðstoð voru 219 einstaklingar sem þjáðust af einhvers konar andlegum veikindum. Þeir voru 138 árið 2023 og tveir árið 2010. 86 prósent þeirra sem fengu dánaraðstoð í fyrra þjáðust hins vegar af langt gengnum líkamlegum sjúkdómum á borð við krabbamein. Eftirlitsnefndir um framkvæmd dánaraðstoðar (RTE) hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þær hvetja lækna til að fara afar varlega þegar kemur að einstaklingum sem þjást af andlegum veikindum og ráðfæra sig við sérfræðinga í geðheilbrigðismálum og lækna sem sérhæfa sig í dánaraðstoð. Málsmeðferð ábótavant í sex tilvikum RTE komust að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð hefði verið ábótavant í sex tilvikum í fyrra, þar sem andleg veikindi komu við sögu. Þar á meðal í máli eldri konu sem vildi fá að deyja eftir að áverkar gerðu það að verkum að hún gat ekki lengur fengið útrás fyrir þrifatengdar áráttur sínar. Sumir sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum af þróun mála, sérstaklega fjölgun tilvika þar sem ungt fólk vill fá að deyja sökum andlegra erfiðleika. Damiaan Denys, prófessor í geðlækningum við Amsterdam University Medical Center, segir vafa leika á um getu ungs fólks til að taka svo afdrifaríka ákvörðun. Dánaraðstoð var lögleidd í Hollandi árið 2002. Aðeins læknir má veita dánaraðstoðina og hana má aðeins samþykkja að vel ígrunduðu máli. Þá verða einstaklingar sem fá dánaraðstoð að þjást óbærilega og eiga enga von um bata. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Holland Dánaraðstoð Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Athygli vekur að meðal þeirra sem fengu dánaraðstoð voru 219 einstaklingar sem þjáðust af einhvers konar andlegum veikindum. Þeir voru 138 árið 2023 og tveir árið 2010. 86 prósent þeirra sem fengu dánaraðstoð í fyrra þjáðust hins vegar af langt gengnum líkamlegum sjúkdómum á borð við krabbamein. Eftirlitsnefndir um framkvæmd dánaraðstoðar (RTE) hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þær hvetja lækna til að fara afar varlega þegar kemur að einstaklingum sem þjást af andlegum veikindum og ráðfæra sig við sérfræðinga í geðheilbrigðismálum og lækna sem sérhæfa sig í dánaraðstoð. Málsmeðferð ábótavant í sex tilvikum RTE komust að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð hefði verið ábótavant í sex tilvikum í fyrra, þar sem andleg veikindi komu við sögu. Þar á meðal í máli eldri konu sem vildi fá að deyja eftir að áverkar gerðu það að verkum að hún gat ekki lengur fengið útrás fyrir þrifatengdar áráttur sínar. Sumir sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum af þróun mála, sérstaklega fjölgun tilvika þar sem ungt fólk vill fá að deyja sökum andlegra erfiðleika. Damiaan Denys, prófessor í geðlækningum við Amsterdam University Medical Center, segir vafa leika á um getu ungs fólks til að taka svo afdrifaríka ákvörðun. Dánaraðstoð var lögleidd í Hollandi árið 2002. Aðeins læknir má veita dánaraðstoðina og hana má aðeins samþykkja að vel ígrunduðu máli. Þá verða einstaklingar sem fá dánaraðstoð að þjást óbærilega og eiga enga von um bata. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Holland Dánaraðstoð Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira