Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 25. mars 2025 08:31 Hörmungarnar í Gaza eru linnulausar. Ekkert sem ég geri hér á ritvellinum mun breyta því. Eða hvað? Ég held að hvert gramm sem lagt er á vogarskálar þeirra mannréttindabrota og stríðsódæða sem nú standa yfir fyrir botni Miðjarðarhafs skipti máli. Að sjá Gasa, sjá samfélagið, sjá það sem er raunverulega að gerast þarna skiptir máli. Það hlýtur að skipta máli og verður að skipta máli. Ekki er hægt að tala um stríð á Gaza eða í Palestínu. Þar er í gangi eitthvað sem Amnesty á Íslandi kallar „hópmorð“ sem virðist viss léttun á orðinu þjóðarmorð, líklega af lagabókalegum ástæðum. Í mörgum textum hafa þessi tvö orð þó sömu merkingu. Ef það kvakar eins og önd, vappar eins og önd, hefur fjaðrir og fit eins og önd þá er það önd. Staðan þarna er skelfileg og það sem verra er, það sem í gangi er blasir við öllum þeim sem vilja sjá, vita og skilja. Framganga ísraelska hersins gagnvart saklausu fólki í Gaza er sú sama og verknaðir af þessum toga hafa verið í gegnum aldanna rás. Skipulögð útrýming er það, studd með ráðum og dáð af öflugasta herveldi heims. Ég vil af þessu tilefni vekja athygli á viðburði sem hið nýstofnaða Félagsfræðibíó stendur fyrir, sem er sérstök umræðusýning á myndinni No Other Land, sem fara mun fram mánudaginn 31. mars í Bíó Paradís. Kvikmyndin er gerð af palestínsk-ísraelskum hópi og fjallar um yfirtöku ísraelskra hermanna á Masafer Yatta á Vesturbakkanum og bandalagið sem myndast á milli palestínska aðgerðasinnans Basel og ísraelska blaðamannsins Yuval. No Other Land var frumsýnd á Berlinale-kvikmyndahátíðinni 2024 og hlaut verðlaun sem besta heimildarmyndin. Síðan hefur hún ferðast víða og hlaut Óskarsverðlaunin 2025 sem besta heimildamyndin. Félagsfræðibíóið var stofnsett m.a. til að skapa vettvang fyrir samtal um samfélagið með aðstoð kvikmynda þar sem þær geta verið „merkingarbær spegill á samfélagið og þannig nýst til að greina samfélagið, vekja upp spurningar og umræðu um þróun þess og setja brýn málefni þess á oddinn“ eins og segir í frétt um klúbbinn. Úr viðburðatexta fyrir sýninguna segir m.a.: „Fyrir myndina mun Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur um Mið-Austurlönd - og höfundar bókar með sama nafni - flytja stutt erindi sem tengist sögusviði myndarinnar. Að lokinni sýningu eru gestir hvattir til að staldra við og ræða myndina og heimsmálin í góðum félagsskap fólks sem hefur áhuga á að greina lífið og tilveruna með aðstoð kvikmyndarinnar. “ Sjáðu Gaza. Sjáðu samfélagið. Taktu þetta allt inn. Hvert örstutt spor í þessum efnum er á einhvern hátt auðnuspor. Hvert andartak sem þú tefur við örlög íbúanna á Gaza með hjartað opið upp á gátt skiptir öllu máli. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Eggert Thoroddsen Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Sjá meira
Hörmungarnar í Gaza eru linnulausar. Ekkert sem ég geri hér á ritvellinum mun breyta því. Eða hvað? Ég held að hvert gramm sem lagt er á vogarskálar þeirra mannréttindabrota og stríðsódæða sem nú standa yfir fyrir botni Miðjarðarhafs skipti máli. Að sjá Gasa, sjá samfélagið, sjá það sem er raunverulega að gerast þarna skiptir máli. Það hlýtur að skipta máli og verður að skipta máli. Ekki er hægt að tala um stríð á Gaza eða í Palestínu. Þar er í gangi eitthvað sem Amnesty á Íslandi kallar „hópmorð“ sem virðist viss léttun á orðinu þjóðarmorð, líklega af lagabókalegum ástæðum. Í mörgum textum hafa þessi tvö orð þó sömu merkingu. Ef það kvakar eins og önd, vappar eins og önd, hefur fjaðrir og fit eins og önd þá er það önd. Staðan þarna er skelfileg og það sem verra er, það sem í gangi er blasir við öllum þeim sem vilja sjá, vita og skilja. Framganga ísraelska hersins gagnvart saklausu fólki í Gaza er sú sama og verknaðir af þessum toga hafa verið í gegnum aldanna rás. Skipulögð útrýming er það, studd með ráðum og dáð af öflugasta herveldi heims. Ég vil af þessu tilefni vekja athygli á viðburði sem hið nýstofnaða Félagsfræðibíó stendur fyrir, sem er sérstök umræðusýning á myndinni No Other Land, sem fara mun fram mánudaginn 31. mars í Bíó Paradís. Kvikmyndin er gerð af palestínsk-ísraelskum hópi og fjallar um yfirtöku ísraelskra hermanna á Masafer Yatta á Vesturbakkanum og bandalagið sem myndast á milli palestínska aðgerðasinnans Basel og ísraelska blaðamannsins Yuval. No Other Land var frumsýnd á Berlinale-kvikmyndahátíðinni 2024 og hlaut verðlaun sem besta heimildarmyndin. Síðan hefur hún ferðast víða og hlaut Óskarsverðlaunin 2025 sem besta heimildamyndin. Félagsfræðibíóið var stofnsett m.a. til að skapa vettvang fyrir samtal um samfélagið með aðstoð kvikmynda þar sem þær geta verið „merkingarbær spegill á samfélagið og þannig nýst til að greina samfélagið, vekja upp spurningar og umræðu um þróun þess og setja brýn málefni þess á oddinn“ eins og segir í frétt um klúbbinn. Úr viðburðatexta fyrir sýninguna segir m.a.: „Fyrir myndina mun Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur um Mið-Austurlönd - og höfundar bókar með sama nafni - flytja stutt erindi sem tengist sögusviði myndarinnar. Að lokinni sýningu eru gestir hvattir til að staldra við og ræða myndina og heimsmálin í góðum félagsskap fólks sem hefur áhuga á að greina lífið og tilveruna með aðstoð kvikmyndarinnar. “ Sjáðu Gaza. Sjáðu samfélagið. Taktu þetta allt inn. Hvert örstutt spor í þessum efnum er á einhvern hátt auðnuspor. Hvert andartak sem þú tefur við örlög íbúanna á Gaza með hjartað opið upp á gátt skiptir öllu máli. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun