Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 25. mars 2025 15:31 Fyrr í dag kynntu atvinnuvegaráðherra og fjármálaráðherra fyrirhugaða leiðréttingu á veiðigjaldi. Það er mikið fagnaðarefni að þjóðin fái loksins sanngjarnara gjald fyrir notkun á okkar sameiginlegu auðlind. Ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks Fólksins er einhuga um að við náum fram þessu réttlæti og að auðlindagjöld skuli renna að hluta til nærsamfélagsins. Strax í upphafi samstarf þessarar ríkistjórnar var hafist handa við að meta hvort að veiðigjald endurspeglaði í raun réttlát auðlindagjöld. Ljóst var í þeirri vinnu að gera þurfti breytingar svo að gjaldið endurspeglaði í raun verðmæti þess afla sem verið er að sækja í okkar sameiginlegu auðlind. Eitt af því sem oft er talinn styrkleiki í íslenskum sjávarútvegi er þessi lóðrétta samþætting – að sama fyrirtækið sér bæði um að veiða og vinna aflann. Vandinn er sá að þegar aflinn fer beint í eigin vinnslu, án þess að fara í gegnum opinn markað, þá verður ekkert raunverulegt markaðsverð til. Verðið verður bara ákveðið í samningum – ekki af frjálsum markaði. Ég fagna því fyrirhuguðum breytingum ráðherra á veiðigjaldi sem munu leiðrétta þessa skekkju. Gagnrýnendur hafa bent á að þessi leið sem nú verði farin muni hafa veruleg áhrif á litlu- og meðalstóru útgerðirnar. Það er mikilvægt að halda því til haga að svo verður ekki. Ráðherra hefur tilkynnt að samhliða verði frítekjumark hækkað sem mun gagnast þessum fyrirtækjum verulega. Það er ekki verið að hækka veiðigjald flatt án þess að koma til móts við sjónarmið þeirra fyrirtækja. Fiskurinn er ein verðmætasta auðlind þjóðarinnar, hann er líka í eigu hennar. Það er tímabært að gjöld fyrir afnot af henni endurspegli það verðmæti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Björn Björgvinsson Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Skattar og tollar Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Fyrr í dag kynntu atvinnuvegaráðherra og fjármálaráðherra fyrirhugaða leiðréttingu á veiðigjaldi. Það er mikið fagnaðarefni að þjóðin fái loksins sanngjarnara gjald fyrir notkun á okkar sameiginlegu auðlind. Ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks Fólksins er einhuga um að við náum fram þessu réttlæti og að auðlindagjöld skuli renna að hluta til nærsamfélagsins. Strax í upphafi samstarf þessarar ríkistjórnar var hafist handa við að meta hvort að veiðigjald endurspeglaði í raun réttlát auðlindagjöld. Ljóst var í þeirri vinnu að gera þurfti breytingar svo að gjaldið endurspeglaði í raun verðmæti þess afla sem verið er að sækja í okkar sameiginlegu auðlind. Eitt af því sem oft er talinn styrkleiki í íslenskum sjávarútvegi er þessi lóðrétta samþætting – að sama fyrirtækið sér bæði um að veiða og vinna aflann. Vandinn er sá að þegar aflinn fer beint í eigin vinnslu, án þess að fara í gegnum opinn markað, þá verður ekkert raunverulegt markaðsverð til. Verðið verður bara ákveðið í samningum – ekki af frjálsum markaði. Ég fagna því fyrirhuguðum breytingum ráðherra á veiðigjaldi sem munu leiðrétta þessa skekkju. Gagnrýnendur hafa bent á að þessi leið sem nú verði farin muni hafa veruleg áhrif á litlu- og meðalstóru útgerðirnar. Það er mikilvægt að halda því til haga að svo verður ekki. Ráðherra hefur tilkynnt að samhliða verði frítekjumark hækkað sem mun gagnast þessum fyrirtækjum verulega. Það er ekki verið að hækka veiðigjald flatt án þess að koma til móts við sjónarmið þeirra fyrirtækja. Fiskurinn er ein verðmætasta auðlind þjóðarinnar, hann er líka í eigu hennar. Það er tímabært að gjöld fyrir afnot af henni endurspegli það verðmæti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun