Mest var verðbólgan í 10,2 prósent í febrúar árið 2023. Í upphafi þessa árs var hún 4,6 prósent. Í tilkynningu Hagstofunnar kemur fram að síðastliðna tólf mánuði hafi vísitala neysluverðs hækkað um 3,8 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,5 prósent.
Þar kemur einnig fram að verð á mat og drykkjarvörum hefur hækkað um 0,7 prósent og að áhrif á vísitöluna séu 0,10 prósent. Reiknuð húsaleiga hækkaði samkvæmt tilkynninguna um 0,5 prósent.