Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar 27. mars 2025 14:02 Mosab Abu Toha er skáld og greinahöfundur fyrir utan það að flytja alheiminum fréttir um rangindin sem eiga sér stað á hverri mínútu í Palestínu. Hann er fæddur 1992, í Al-Shati flóttamannabúðunum í norðurhluta Gaza. Hann hefur gefið út tvö ljóðasöfn, Things You Might Find Hidden in My Ear (2022) og Forest of Noise (2024). Hann er menntaður í íslamska háskólanum í Gaza og Syracuse-háskóla í Bandaríkjunum. Árið 2017 stofnaði hann Edward Said bókasafnið sem býður upp á námskeið og kennslu í menningartjáningu og palestínskri sögu, auk venjulegrar útlánastarfsemi. Bókasafnið hafði þrjú útibú: tvö á Gaza og eitt í Jerúsalem. Gaza útibúin tvö eru nú í rúst. Mosab flytur nú heimsbyggðinni fréttir af þeim hryllingi sem á sér stað í Gaza. Þjóðarmorð, aftökur, aflimanir, sprengingar, pyntingar og hungursneyð. Hann birtir oft á dag færslur á samfélagsmiðlum en hann hefur einnig birt texta í fjölmörgum dagblöðum og tímaritum og komið fram í fréttamiðlum eins og CNN og BBC. Á jóladag 2023 birti The New Yorker lýsingu á flótta hans frá Gaza, þar sem hann var handtekinn, niðurlægður og pyntaður af ísraelskum hermönnum. Norska rithöfundasambandið veitir árlega verðlaun til rithöfunda sem styðja við og stuðla að tjáningarfrelsi og að þessu sinni fengu tveir palestínskir höfundar verðlaunin. Þau Adania Shibli og Mosab Abu Toha. Í umsögn sinni um verðlaunahafana segir sambandið: „Saman standa þau í fremstu víglínunni gegn afmennskun á Palestínumönnum, bæði í Palestínu og hér á Vesturlöndum. Saman sýna þau afmennskunina á Palestínumönnum sem á sér stað í dag.“ Og enn fremur, „Mosab Abu Toha eru veitt verðlaunin fyrir hugrekki sitt til að halda áfram starfi sínu í útlegð í Bandaríkjunum og vera áfram rödd fórnarlamba stríðsins.“ Fyrir fáeinum dögum sagði Mosab frá því á samfélagsmiðlum sínum að sjö stúlkur hefðu verið aflimaðar án deyfingar. Í gær flutti hann fréttir af því hvernig ísraelskir landtökumenn og hermenn réðust inn í þorpið Susiya á Vesturbakkanum, vopnaðir hnífum, kylfum og M-16 rifflum og gengu beint að húsi Hamdan Ballal sem er annar leikstjóri No Other Land, heimildamyndarinnar sem vann Óskarsverðlaun nýverið. Þeir köstuðu steinum að húsi hans, eltu Ballal inn í húsið, börðu hann og tóku hann svo og færðu ísraelsku hermönnunum. Blóð rann úr höfði leikstjórans þar sem hann var færður í herbíl. Hann birtir myndir af fjölda manns á dag á sínum samfélagsmiðlum sem hafa verið myrt hrottalega, nágrannar, kunningjar, börn, ungbörn ungur bóndi sem var að huga að jörðinni sinni, 14 ára efnilegur fótboltaleikmaður. Það versta er að ég gæti haldið endalaust áfram upptalningu, þetta er allt fólk ekki tölur, fólk eins og ég og þú. Ofbeldið sem viðgengst í Palestínu í dag er slíkt að það er varla hægt að horfa, hins vegar getum við ekki og megum ekki líta undan. Mosab Abu Toha yrkir í miðju þjóðarmorði, þar sem illskan á sér engin mörk, af heiðarleika og ótrúlegri elju. Í bók sinni Hlutir sem þú gætir fundið hulda í mínu eyra nær hann á einstakan hátt að lýsa grimmd hversdagslífsins undir hernámi, þar sem ógnin er viðvarandi og árásir sömuleiðis. Ég lýk greininni með ljóði úr fyrstu bók Mosab Abu Toha og mæli eindregið með að fólk lesi og kynni sér verk hans. Það er líklega fátt sem ég og þú getum gert við þessum hrottaskap og afmennskun sem á sér stað í Palestínu í dag en við getum séð, lesið, dreift reynslu þeirra og staðfest tilvist þeirra. Höfundur er skáld, þýðandi og bókavörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Mosab Abu Toha er skáld og greinahöfundur fyrir utan það að flytja alheiminum fréttir um rangindin sem eiga sér stað á hverri mínútu í Palestínu. Hann er fæddur 1992, í Al-Shati flóttamannabúðunum í norðurhluta Gaza. Hann hefur gefið út tvö ljóðasöfn, Things You Might Find Hidden in My Ear (2022) og Forest of Noise (2024). Hann er menntaður í íslamska háskólanum í Gaza og Syracuse-háskóla í Bandaríkjunum. Árið 2017 stofnaði hann Edward Said bókasafnið sem býður upp á námskeið og kennslu í menningartjáningu og palestínskri sögu, auk venjulegrar útlánastarfsemi. Bókasafnið hafði þrjú útibú: tvö á Gaza og eitt í Jerúsalem. Gaza útibúin tvö eru nú í rúst. Mosab flytur nú heimsbyggðinni fréttir af þeim hryllingi sem á sér stað í Gaza. Þjóðarmorð, aftökur, aflimanir, sprengingar, pyntingar og hungursneyð. Hann birtir oft á dag færslur á samfélagsmiðlum en hann hefur einnig birt texta í fjölmörgum dagblöðum og tímaritum og komið fram í fréttamiðlum eins og CNN og BBC. Á jóladag 2023 birti The New Yorker lýsingu á flótta hans frá Gaza, þar sem hann var handtekinn, niðurlægður og pyntaður af ísraelskum hermönnum. Norska rithöfundasambandið veitir árlega verðlaun til rithöfunda sem styðja við og stuðla að tjáningarfrelsi og að þessu sinni fengu tveir palestínskir höfundar verðlaunin. Þau Adania Shibli og Mosab Abu Toha. Í umsögn sinni um verðlaunahafana segir sambandið: „Saman standa þau í fremstu víglínunni gegn afmennskun á Palestínumönnum, bæði í Palestínu og hér á Vesturlöndum. Saman sýna þau afmennskunina á Palestínumönnum sem á sér stað í dag.“ Og enn fremur, „Mosab Abu Toha eru veitt verðlaunin fyrir hugrekki sitt til að halda áfram starfi sínu í útlegð í Bandaríkjunum og vera áfram rödd fórnarlamba stríðsins.“ Fyrir fáeinum dögum sagði Mosab frá því á samfélagsmiðlum sínum að sjö stúlkur hefðu verið aflimaðar án deyfingar. Í gær flutti hann fréttir af því hvernig ísraelskir landtökumenn og hermenn réðust inn í þorpið Susiya á Vesturbakkanum, vopnaðir hnífum, kylfum og M-16 rifflum og gengu beint að húsi Hamdan Ballal sem er annar leikstjóri No Other Land, heimildamyndarinnar sem vann Óskarsverðlaun nýverið. Þeir köstuðu steinum að húsi hans, eltu Ballal inn í húsið, börðu hann og tóku hann svo og færðu ísraelsku hermönnunum. Blóð rann úr höfði leikstjórans þar sem hann var færður í herbíl. Hann birtir myndir af fjölda manns á dag á sínum samfélagsmiðlum sem hafa verið myrt hrottalega, nágrannar, kunningjar, börn, ungbörn ungur bóndi sem var að huga að jörðinni sinni, 14 ára efnilegur fótboltaleikmaður. Það versta er að ég gæti haldið endalaust áfram upptalningu, þetta er allt fólk ekki tölur, fólk eins og ég og þú. Ofbeldið sem viðgengst í Palestínu í dag er slíkt að það er varla hægt að horfa, hins vegar getum við ekki og megum ekki líta undan. Mosab Abu Toha yrkir í miðju þjóðarmorði, þar sem illskan á sér engin mörk, af heiðarleika og ótrúlegri elju. Í bók sinni Hlutir sem þú gætir fundið hulda í mínu eyra nær hann á einstakan hátt að lýsa grimmd hversdagslífsins undir hernámi, þar sem ógnin er viðvarandi og árásir sömuleiðis. Ég lýk greininni með ljóði úr fyrstu bók Mosab Abu Toha og mæli eindregið með að fólk lesi og kynni sér verk hans. Það er líklega fátt sem ég og þú getum gert við þessum hrottaskap og afmennskun sem á sér stað í Palestínu í dag en við getum séð, lesið, dreift reynslu þeirra og staðfest tilvist þeirra. Höfundur er skáld, þýðandi og bókavörður.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar