Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2025 23:00 Mark Carney,forsætisráðherra Kanada. AP/Adrian Wyld Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. „Á komandi vikum, mánuðum og árum, verðum við að umturna hagkerfi okkar,“ sagði Carney. „Gamla sambandið sem við höfðum við Bandaríkin, sem byggði á samtvinnun hagkerfa og öryggis- og hernaðarsamvinnu er búið.“ Þá hét Carney því ríkisstjórn hans myndi berjast gegn tollum Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, gegn Kanada en vildi ekki segja hvernig. Hann vildi fyrst sjá hvað Trump ætlaði að gera í næstu viku og var hann þar að tala um væntanlegan 25 prósenta toll Trumps á bíla og bílaparta sem hann hyggst setja á í næstu viku, eða 2. apríl. Carney: "The old relationship we had with the United States based on deepening integration of our economies and tight security and military cooperation is over." pic.twitter.com/LKYkpO8JD0— Aaron Rupar (@atrupar) March 27, 2025 Carney sagðist einnig, samkvæmt frétt ríkisútvarps Kanada, ætla að ræða bráðum við Trump í síma. Það símtal á að eiga sér stað á næstu dögum. Kanadíski miðillinn Global News hefur eftir Carney að hann ætli sér að gera Trump grein fyrir því að hagsmunum ríkjanna tveggja sé best náð með samvinnu og að Bandaríkin eigi að virða fullveldi Kanada. Hér að neðan má sjá frétt CBC um ræðu Carney. Bílar framleiddir í þremur löndum Bílaframleiðsla í Norður-Ameríku er mjög samofin hagkerfum Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada. Hver bíll sem tæknilega séð er framleiddur í Bandaríkjunum heimsækir öll löndin þrjú áður en er settur saman. Í Kanada byggja hundruð þúsunda starfa á þessum iðnaði. Þegar kemur að útflutningi frá Kanada til Bandaríkjanna er í olía í efsta sæti en bílapartar í öðru. Trump hefur ítrekað talað um að Kanada eigi að verða hluti af Bandaríkjunum og hefur talað um að þvinga Kanadamenn til að gefa frá sér fullveldið með efnahagslegum þrýstingi. Hagsmunasamtök í Kanada hafa varað við því að tollarnir sem taka eiga gildi í næstu viku muni strax hafa mikil og alvarleg áhrif á hagkerfi Kanada en þeir eru til viðbótar á almennan 25 prósenta toll á innflutning frá Kanada til Bandaríkjanna. Boðaði strax til kosninga Fljótt eftir að Carney tók við leiðtogasæti Frjálslynda flokksins af Justin Trudeau þann 9. mars og við embætti forsætisráðherra í kjölfarið boðaði hann til kosninga, sem munu farar fram þann 28. apríl. Verulega hafði hallað á Frjálslyndaflokkinn á undanförnum mánuðum en honum hefur vaxið ásmegin í könnunum eftir að Trump tók við embætti í Bandaríkjunum og hóf herferð sína gegn Kanada. Carney vonast eftir sterkara umboð í kosningunum í næsta mánuði. Hann heitir því að sigri Frjálslyndi flokkurinn muni hann fella úr gildi allar takmarkanir á viðskiptum milli fylkja Kanada og auka innlenda fjárfestingu. „Ég hafna öllum tilraunum til að veikja Kanada, til að draga úr okkur móðinn, til að brjóta okkur niður svo Bandaríkin geti átt okkur. Það mun aldrei gerast.“ Carney sagði að Kanadamenn myndu berjast gegn þessum tollum, þeir myndu verja sitt og byggja upp Kanada. Kanada Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Sjá meira
„Á komandi vikum, mánuðum og árum, verðum við að umturna hagkerfi okkar,“ sagði Carney. „Gamla sambandið sem við höfðum við Bandaríkin, sem byggði á samtvinnun hagkerfa og öryggis- og hernaðarsamvinnu er búið.“ Þá hét Carney því ríkisstjórn hans myndi berjast gegn tollum Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, gegn Kanada en vildi ekki segja hvernig. Hann vildi fyrst sjá hvað Trump ætlaði að gera í næstu viku og var hann þar að tala um væntanlegan 25 prósenta toll Trumps á bíla og bílaparta sem hann hyggst setja á í næstu viku, eða 2. apríl. Carney: "The old relationship we had with the United States based on deepening integration of our economies and tight security and military cooperation is over." pic.twitter.com/LKYkpO8JD0— Aaron Rupar (@atrupar) March 27, 2025 Carney sagðist einnig, samkvæmt frétt ríkisútvarps Kanada, ætla að ræða bráðum við Trump í síma. Það símtal á að eiga sér stað á næstu dögum. Kanadíski miðillinn Global News hefur eftir Carney að hann ætli sér að gera Trump grein fyrir því að hagsmunum ríkjanna tveggja sé best náð með samvinnu og að Bandaríkin eigi að virða fullveldi Kanada. Hér að neðan má sjá frétt CBC um ræðu Carney. Bílar framleiddir í þremur löndum Bílaframleiðsla í Norður-Ameríku er mjög samofin hagkerfum Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada. Hver bíll sem tæknilega séð er framleiddur í Bandaríkjunum heimsækir öll löndin þrjú áður en er settur saman. Í Kanada byggja hundruð þúsunda starfa á þessum iðnaði. Þegar kemur að útflutningi frá Kanada til Bandaríkjanna er í olía í efsta sæti en bílapartar í öðru. Trump hefur ítrekað talað um að Kanada eigi að verða hluti af Bandaríkjunum og hefur talað um að þvinga Kanadamenn til að gefa frá sér fullveldið með efnahagslegum þrýstingi. Hagsmunasamtök í Kanada hafa varað við því að tollarnir sem taka eiga gildi í næstu viku muni strax hafa mikil og alvarleg áhrif á hagkerfi Kanada en þeir eru til viðbótar á almennan 25 prósenta toll á innflutning frá Kanada til Bandaríkjanna. Boðaði strax til kosninga Fljótt eftir að Carney tók við leiðtogasæti Frjálslynda flokksins af Justin Trudeau þann 9. mars og við embætti forsætisráðherra í kjölfarið boðaði hann til kosninga, sem munu farar fram þann 28. apríl. Verulega hafði hallað á Frjálslyndaflokkinn á undanförnum mánuðum en honum hefur vaxið ásmegin í könnunum eftir að Trump tók við embætti í Bandaríkjunum og hóf herferð sína gegn Kanada. Carney vonast eftir sterkara umboð í kosningunum í næsta mánuði. Hann heitir því að sigri Frjálslyndi flokkurinn muni hann fella úr gildi allar takmarkanir á viðskiptum milli fylkja Kanada og auka innlenda fjárfestingu. „Ég hafna öllum tilraunum til að veikja Kanada, til að draga úr okkur móðinn, til að brjóta okkur niður svo Bandaríkin geti átt okkur. Það mun aldrei gerast.“ Carney sagði að Kanadamenn myndu berjast gegn þessum tollum, þeir myndu verja sitt og byggja upp Kanada.
Kanada Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Sjá meira