Í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að þjófarnir séu gjarnan tveir eða fleiri hverju sinni og steli úr vörum, töskum og bakpokum fólks, bæði á almannafæri og gististöðum. Lögregla segir þá klædda eins og ferðamenn, ef svo megi segja, og séu oft með bakpoka meðferðis.
Lögreglan segir jafnframt að þjófarnir hafi nýverið á þekktum ferðamannastöðum á Suðurlandi þar sem þeir hafi stolið með sama hætti. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í dag þar sem þjóðgjarðsvörður á Þingvöllum sagði hópinn hafa herjað á ferðamenn á Þingvöllum og svo haldið á Gullfoss og Geysi.
Lögreglan segir í tilkynningu að þjófarnir hafi náð að dreifa athygli ferðamannanna með því að bjóðast til þess að taka af þeim myndir og látið greipar sópa á meðan.
Þau sem kunna að búa yfir einhverjum upplýsingum um þessa þjófa, til dæmis um mögulegan dvalarstað þeirra, eru beðin um að koma þeim á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is.
Áttu myndir eða myndbönd af þrumuveðrinu? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.