Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Bjarki Sigurðsson skrifar 28. mars 2025 11:53 Frá afhendingunni í dag. Play Europe, dótturfélag Fly Play hf., fékk í morgun afhent flugrekstrarleyfi frá flugmálayfirvöldum á Möltu. Félagið mun leigja út þrjár vélar til austur-evrópsks flugfélags. Félagið var stofnað í október síðastliðnum og er hluti af endurskipulagningu á rekstri Play. Þá mun Play nú einbeita sér meira að beinum flugferðum til sólarlandaáfangastaða frá Íslandi. Tíu þotur eru í flota Play og munu þrjár þeirra vera leigðar út á nýja maltneska flugrekstrarleyfinu. Vélarnar munu sinna flugstarfsemi utan Íslands og ekki undir vörumerkjum Play. „Með öðrum orðum verður ekki flogið á þeim til og frá Íslandi heldur frá borgum á meginlandi Evrópu. Flugmenn og yfirflugliðar verða starfsmenn Play Europe og verða ráðnir og staðsettir í því landi sem leigutakinn flýgur frá. Fly Play hf. verður áfram íslenskt lágfargjaldaflugélag með meirihluta af sínum vélum í rekstri frá Keflavík,“ segir í tilkynningu frá Play. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir þetta mikilvægt skref fyrir félagið. „Við höfum áður greint frá því að við hyggjumst draga aðeins úr umsvifum okkar á Íslandi og höfum því tekið ákvörðun um að flytja fáeinar vélar úr okkar flota og fljúga þeim fyrir aðra flugrekendur. Það verður best gert með því að gera það á öðru flugrekstrarleyfi og við völdum Möltu,“ segir Einar. Play hefur flogið reglulega til Norður-Ameríku og Norður-Evrópu en nú verður þeim ferðum fækkað. „En flugferðirnar okkar til Spánar, Kanaríeyja, Króatíu og annarra gómsætra áfangastaða í Suður-Evrópu, þeim hefur ekki fækkað eða tíðnin þangað,“ segir Einar. Dótturfélagið var nýlega gagnrýnt fyrir lág laun flugliða en mánaðarlaun til þeirra verða um 217 þúsund krónur á mánuði. Heimaflugvellir þeirra starfsmanna verða í Póllandi og Moldóvu. „Hvar sem við störfum, munum við bara greiða samkeppnishæf laun miðað við þann stað sem við erum á. Alveg með sama hætti og að við borgum heldur lægri laun á skrifstofunni okkar í Vilníus í Litháen heldur en við gerum á skrifstofunni okkar í Reykjavík. Laun flugliða sem fljúga frá Póllandi, Búlgaríu eða Rúmeníu eða hvaðan sem það er, eru töluvert lægri en á Íslandi. Þetta vita allir. Við förum ekki að borga margfalt hærri laun þar en gengur og gerist. Það væri nú eitthvað óvenjulegt,“ segir Einar. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Malta Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Félagið var stofnað í október síðastliðnum og er hluti af endurskipulagningu á rekstri Play. Þá mun Play nú einbeita sér meira að beinum flugferðum til sólarlandaáfangastaða frá Íslandi. Tíu þotur eru í flota Play og munu þrjár þeirra vera leigðar út á nýja maltneska flugrekstrarleyfinu. Vélarnar munu sinna flugstarfsemi utan Íslands og ekki undir vörumerkjum Play. „Með öðrum orðum verður ekki flogið á þeim til og frá Íslandi heldur frá borgum á meginlandi Evrópu. Flugmenn og yfirflugliðar verða starfsmenn Play Europe og verða ráðnir og staðsettir í því landi sem leigutakinn flýgur frá. Fly Play hf. verður áfram íslenskt lágfargjaldaflugélag með meirihluta af sínum vélum í rekstri frá Keflavík,“ segir í tilkynningu frá Play. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir þetta mikilvægt skref fyrir félagið. „Við höfum áður greint frá því að við hyggjumst draga aðeins úr umsvifum okkar á Íslandi og höfum því tekið ákvörðun um að flytja fáeinar vélar úr okkar flota og fljúga þeim fyrir aðra flugrekendur. Það verður best gert með því að gera það á öðru flugrekstrarleyfi og við völdum Möltu,“ segir Einar. Play hefur flogið reglulega til Norður-Ameríku og Norður-Evrópu en nú verður þeim ferðum fækkað. „En flugferðirnar okkar til Spánar, Kanaríeyja, Króatíu og annarra gómsætra áfangastaða í Suður-Evrópu, þeim hefur ekki fækkað eða tíðnin þangað,“ segir Einar. Dótturfélagið var nýlega gagnrýnt fyrir lág laun flugliða en mánaðarlaun til þeirra verða um 217 þúsund krónur á mánuði. Heimaflugvellir þeirra starfsmanna verða í Póllandi og Moldóvu. „Hvar sem við störfum, munum við bara greiða samkeppnishæf laun miðað við þann stað sem við erum á. Alveg með sama hætti og að við borgum heldur lægri laun á skrifstofunni okkar í Vilníus í Litháen heldur en við gerum á skrifstofunni okkar í Reykjavík. Laun flugliða sem fljúga frá Póllandi, Búlgaríu eða Rúmeníu eða hvaðan sem það er, eru töluvert lægri en á Íslandi. Þetta vita allir. Við förum ekki að borga margfalt hærri laun þar en gengur og gerist. Það væri nú eitthvað óvenjulegt,“ segir Einar.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Malta Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent