Samantha Rose Smith kom Blikum yfir strax á 3. mínútu eftir frábæra sendingu inn fyrir vörn Þórs/KA frá Birtu Georgsdóttur. Hún var svo sjálf á skotskónum skömmu síðar þegar hún tvöfaldaði forystu Breiðabliks á 23. mínútu.
Sonja Björg Sigurðardóttir greip svo í líflínu fyrir Þór/KA þegar hún minnkaði muninn í 2-1 á 55. mínútu en norðankonur náðu ekki að nýta sér meðbyrinn sem fylgdi markinu. Sandra María Jessen fékk sannkallað dauðafæri til að jafna leikinn á 63. mínútu en brást bogalistin.
Þess í stað kom þriðja mark Breiðabliks tveimur mínútum síðar þegar Barbára Sól Gísladóttir skoraði og gerði nokkurn veginn út um vonir Þórs/KA um endurkomu. Andrea Rut Bjarnadóttir rak svo smiðshöggið á góðan leik Breiðabliks í uppbótartíma, lokatölur 4-1 á Kópavogsvelli.