Fótbolti

Stoppaði skyndisókn og stóð á haus

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Diego Simeone var ekki ánægður með aðstoðardómarann sem stöðvaði hættulega skyndisókn hjá Atlético.
Diego Simeone var ekki ánægður með aðstoðardómarann sem stöðvaði hættulega skyndisókn hjá Atlético.

Aðstoðardómari í leik Espanyol og Atlético Madrid lenti í árekstri við leikmann sem var að bruna upp í skyndisókn, sem varð til þess að dómarinn féll til jarðar og kútveltist í grasinu.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en atvikið átti sér stað á 61. mínútu þegar Atlético var 0-1 yfir og vildi bæta við.

Leikurinn hélt áfram eins og ekkert hefði gerst. Leikmaðurinn sem flæktist í dómaranum var búinn að missa boltann frá sér, bað dómarann afsökunar og báðir héldu áfram óskaddaðir. Espanyol setti síðan jöfnunarmarkið tíu mínútum síðar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×