Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar 31. mars 2025 10:04 Undir lok síðasta árs mátti sjá á samfélagsmiðlum fólk víða um heim dást að hinu íslenska jólabókaflóði. Vissulega kann að vera að ást Íslendinga á bókum í aðdraganda jóla sé örlítið ýkt í hugum fólks erlendis. Við getum þó verið sammála um að bæði bóksala og áhugi á bókum – sérstaklega á nýjum skáldsögum – í jólavertíðinni sé nokkuð sem við getum öll verið ákaflega stolt af. Eins stórkostlegt og jólabókaflóðið er með öllum sínum skemmtilegu hefðum þá má það ekki samt verða til þess að við hugsum ekki til bóka á öðrum árstímum. Framundan er til dæmis tímabil þar sem bókabúðir ættu að vera mikilvægur viðkomustaður okkar enda bókabúðir farnar að stilla upp spennandi valkostum. Boð í fermingar hafa borist og útskriftir eru handan við hornið. En bækur eru ekki bara gjafavara. Þær eru líka frábær félagsskapur og svalandi þeim sem þyrstir í fróðleik. Fólk sem er farið að huga að sumarfríi gæti einnig íhugað sumarlesturinn og skoðað hvað stendur til boða. Vorbókaleysingar er hugtak sem kom upp í samræðum hjá stjórn Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna, þar sem bóksala utan jólabókaflóðsins var til umræðu. Þrátt fyrir erfiða og þunga stöðu höfunda er útgáfa á spennandi bókum um fjölbreytt efni ótrúlega öflug á Íslandi. Bókaverslanir eru þessa dagana fullar af mögnuðum verkum um náttúru Íslands, staðhætti, sögu einstaklinga og landshluta, stjórnmál, heimspeki – svona mætti lengi telja. Það væri magnað ef okkur tækist að tengja bækur við tilveru okkar á vorin á sama hátt og við tengjum þær jólahaldinu. Það að stjórn fagfélags höfunda fræðirita og kennslugagna komi fram með hugtak og hvatningu til landsmanna skapar auðvitað ekki nýja menningu eða nýja hefð. Þótt ég skrifi eina grein eru vorbókaleysingarnar ekki komnar til að vera. En mig langar þó til að hvetja almenning til að sannfæra sig ekki fyrirfram um að fermingarbarn eigi sér fá áhugamál og langi ekki í bækur. Mig langar einnig að biðja fólk um að láta það ekki hvarfla að sér að ekki séu til íslenskar og aðgengilegar bækur um öll þau efni sem hafa leitað á hug útskriftarnema í námi þeirra. Að lokum er full ástæða til að hvetja Íslendinga til að koma við í bókabúð og tryggja sér lesefni fyrir unaðsreitinn í sveitinni. Hver einasta sveit á sér magnaða sögu og spennandi umhverfi. Bókabúðir búa yfir miklu efni eftir íslenska höfunda um mosa, mold og grjót, svo ekki sé minnst á atburði og örlög í nágrenninu. Bækur passa vissulega vel inn í skammdegið. Jólabókaflóðið færir okkur yndislegar stundir með kakói og kertaljósi. En bækur eru ekki síður viðeigandi á endalausum kvöldum miðnætursólar. Hvernig væri að við myndum prófa eins og einar vorbókaleysingar og gera okkur að minnsta kosti eina ferð á næstunni í bókabúðir – sem ég raunar veit að munu taka frábærlega á móti öllum með spennandi og óvæntu úrvali. Höfundur er stjórnarmaður í Hagþenki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Henry Alexander Henrysson Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Undir lok síðasta árs mátti sjá á samfélagsmiðlum fólk víða um heim dást að hinu íslenska jólabókaflóði. Vissulega kann að vera að ást Íslendinga á bókum í aðdraganda jóla sé örlítið ýkt í hugum fólks erlendis. Við getum þó verið sammála um að bæði bóksala og áhugi á bókum – sérstaklega á nýjum skáldsögum – í jólavertíðinni sé nokkuð sem við getum öll verið ákaflega stolt af. Eins stórkostlegt og jólabókaflóðið er með öllum sínum skemmtilegu hefðum þá má það ekki samt verða til þess að við hugsum ekki til bóka á öðrum árstímum. Framundan er til dæmis tímabil þar sem bókabúðir ættu að vera mikilvægur viðkomustaður okkar enda bókabúðir farnar að stilla upp spennandi valkostum. Boð í fermingar hafa borist og útskriftir eru handan við hornið. En bækur eru ekki bara gjafavara. Þær eru líka frábær félagsskapur og svalandi þeim sem þyrstir í fróðleik. Fólk sem er farið að huga að sumarfríi gæti einnig íhugað sumarlesturinn og skoðað hvað stendur til boða. Vorbókaleysingar er hugtak sem kom upp í samræðum hjá stjórn Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna, þar sem bóksala utan jólabókaflóðsins var til umræðu. Þrátt fyrir erfiða og þunga stöðu höfunda er útgáfa á spennandi bókum um fjölbreytt efni ótrúlega öflug á Íslandi. Bókaverslanir eru þessa dagana fullar af mögnuðum verkum um náttúru Íslands, staðhætti, sögu einstaklinga og landshluta, stjórnmál, heimspeki – svona mætti lengi telja. Það væri magnað ef okkur tækist að tengja bækur við tilveru okkar á vorin á sama hátt og við tengjum þær jólahaldinu. Það að stjórn fagfélags höfunda fræðirita og kennslugagna komi fram með hugtak og hvatningu til landsmanna skapar auðvitað ekki nýja menningu eða nýja hefð. Þótt ég skrifi eina grein eru vorbókaleysingarnar ekki komnar til að vera. En mig langar þó til að hvetja almenning til að sannfæra sig ekki fyrirfram um að fermingarbarn eigi sér fá áhugamál og langi ekki í bækur. Mig langar einnig að biðja fólk um að láta það ekki hvarfla að sér að ekki séu til íslenskar og aðgengilegar bækur um öll þau efni sem hafa leitað á hug útskriftarnema í námi þeirra. Að lokum er full ástæða til að hvetja Íslendinga til að koma við í bókabúð og tryggja sér lesefni fyrir unaðsreitinn í sveitinni. Hver einasta sveit á sér magnaða sögu og spennandi umhverfi. Bókabúðir búa yfir miklu efni eftir íslenska höfunda um mosa, mold og grjót, svo ekki sé minnst á atburði og örlög í nágrenninu. Bækur passa vissulega vel inn í skammdegið. Jólabókaflóðið færir okkur yndislegar stundir með kakói og kertaljósi. En bækur eru ekki síður viðeigandi á endalausum kvöldum miðnætursólar. Hvernig væri að við myndum prófa eins og einar vorbókaleysingar og gera okkur að minnsta kosti eina ferð á næstunni í bókabúðir – sem ég raunar veit að munu taka frábærlega á móti öllum með spennandi og óvæntu úrvali. Höfundur er stjórnarmaður í Hagþenki.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun