Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar 31. mars 2025 16:31 Í dag mæli ég fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingar á lögum um almannatryggingar og ýmsum öðrum lögum sem miða að því að stórbæta stöðu örorku- og ellilífeyrisþega. Breytingarnar eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem mynduð var fyrir 100 dögum. Mikilvægasta breytingin er að lagt er til að lífeyrisgreiðslur almannatrygginga fylgi þróun launavísitölu í stað þess að taka mið af almennri launaþróun. Með því að festa í lög að greiðslur almannatrygginga hækki í samræmi við þróun launavísitölu er stefnt að því að lífeyrisgreiðslur fylgi betur almennri kjaraþróun á vinnumarkaði. Þannig er tryggt að lífeyrisþegar dragist ekki aftur úr í kaupmætti. Áfram verður stuðst við hækkanir vegna vísitölu neysluverðs ef sú vísitala hækkar meira en launavísitala Bætir kjör mikils meirihluta fólks Ef litið er til meðaltals hækkana almannatrygginga og launavísitölu frá árinu 2016 til ársins 2024 er hækkun launavísitölu að lágmarki um eitt komma eitt prósent umfram hækkun almannatrygginga. En þegar horft er til að hækkun verði aldrei minni en á verðlagi er meðaltalshækkun launavísitölu umfram fjárhæðir almannatrygginga eitt komma sex prósent. Verði frumvarpið að lögum gagnast þetta öllum sem fá greiðslur frá almannatryggingum og tryggir þeim að jafnaði meiri hækkanir en kjarasamningar kveða á um. Þannig mun breytt fyrirkomulag hægt og bitandi vinna upp uppsafnaða kjaragliðnun almannatrygginga. Þessi breyting mun skila mikilvægri kjarabót til allra lífeyrisþega almannatrygginga. Um síðustu mánaðamót voru þetta um sextíu og fimm þúsund manns. Öryrkjar halda réttindum við eftirlaunaaldur Önnur mikilvæg breyting er að aldursviðbót þeirra örorkulífeyrisþega sem hafa uppfyllt skilyrði fyrir henni falli ekki niður á tímamótum þegar örorkulífeyrisþegi nær ellilífeyrisaldri heldur fylgi ellilífeyrinum. Það þýðir að þau sem eiga engin eða mjög takmörkuð atvinnutengd réttindi til ellilífeyris vegna þess að þau voru ung metin til örorku munu áfram njóta stuðnings með viðbótargreiðslu, nái frumvarpið fram að ganga. Um er að ræða ívilnandi ákvæði sem bætir fjárhagslega stöðu þeirra sem uppfylla skilyrði fyrir því að fá greidda aldursviðbót í því nýja greiðslukerfi örorkulífeyris sem tekur gildi 1. september á þessu ári. Fylgst með framgangi nauðsynlegrar þjónustu Til viðbótar eru lagðar til tvær aðrar breytingar. Lagt er til að Tryggingastofnun haldi skrá á landsvísu með upplýsingum frá þjónustuaðilum um framvindu meðferðar og endurhæfingar einstaklinga. Skránni er ætlað að tryggja nauðsynlega yfirsýn yfir þjónustu og stuðla að samfellu í þjónustu og greiðslum. Með öðrum orðum þá er breytingunni ætlað að tryggja að haldið sé utan um þessar mikilvægu upplýsingar til að þær get nýst til að stuðla að því að einstaklingar fái rétta endurhæfingarþjónustu, á réttum stað og á réttum tíma. Persónuauðkenni í skránni verða dulkóðuð til að tryggja friðhelgi einkalífs. Enn fremur felur frumvarpið í sér að stjórn Tryggingastofnunar verði lögð niður. Tryggingastofnun hefur haft sérstaka stjórn frá árinu 2004. Skipun síðustu stjórnar rann út í nóvember sl., eða við lok síðasta kjörtímabils. Sú staða hefur ekki haft áhrif á starfsemi stofnunarinnar enda er yfirstjórnarhlutverk ráðherra skýrt samkvæmt lögum og því ekki ástæða til að hafa sérstaka stjórn með óljóst hlutverk yfir stofnunni. Þess vegna er lagt til að fella ákvæði um stjórnina brott úr lögunum. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Inga Sæland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tryggingar Málefni fatlaðs fólks Eldri borgarar Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag mæli ég fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingar á lögum um almannatryggingar og ýmsum öðrum lögum sem miða að því að stórbæta stöðu örorku- og ellilífeyrisþega. Breytingarnar eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem mynduð var fyrir 100 dögum. Mikilvægasta breytingin er að lagt er til að lífeyrisgreiðslur almannatrygginga fylgi þróun launavísitölu í stað þess að taka mið af almennri launaþróun. Með því að festa í lög að greiðslur almannatrygginga hækki í samræmi við þróun launavísitölu er stefnt að því að lífeyrisgreiðslur fylgi betur almennri kjaraþróun á vinnumarkaði. Þannig er tryggt að lífeyrisþegar dragist ekki aftur úr í kaupmætti. Áfram verður stuðst við hækkanir vegna vísitölu neysluverðs ef sú vísitala hækkar meira en launavísitala Bætir kjör mikils meirihluta fólks Ef litið er til meðaltals hækkana almannatrygginga og launavísitölu frá árinu 2016 til ársins 2024 er hækkun launavísitölu að lágmarki um eitt komma eitt prósent umfram hækkun almannatrygginga. En þegar horft er til að hækkun verði aldrei minni en á verðlagi er meðaltalshækkun launavísitölu umfram fjárhæðir almannatrygginga eitt komma sex prósent. Verði frumvarpið að lögum gagnast þetta öllum sem fá greiðslur frá almannatryggingum og tryggir þeim að jafnaði meiri hækkanir en kjarasamningar kveða á um. Þannig mun breytt fyrirkomulag hægt og bitandi vinna upp uppsafnaða kjaragliðnun almannatrygginga. Þessi breyting mun skila mikilvægri kjarabót til allra lífeyrisþega almannatrygginga. Um síðustu mánaðamót voru þetta um sextíu og fimm þúsund manns. Öryrkjar halda réttindum við eftirlaunaaldur Önnur mikilvæg breyting er að aldursviðbót þeirra örorkulífeyrisþega sem hafa uppfyllt skilyrði fyrir henni falli ekki niður á tímamótum þegar örorkulífeyrisþegi nær ellilífeyrisaldri heldur fylgi ellilífeyrinum. Það þýðir að þau sem eiga engin eða mjög takmörkuð atvinnutengd réttindi til ellilífeyris vegna þess að þau voru ung metin til örorku munu áfram njóta stuðnings með viðbótargreiðslu, nái frumvarpið fram að ganga. Um er að ræða ívilnandi ákvæði sem bætir fjárhagslega stöðu þeirra sem uppfylla skilyrði fyrir því að fá greidda aldursviðbót í því nýja greiðslukerfi örorkulífeyris sem tekur gildi 1. september á þessu ári. Fylgst með framgangi nauðsynlegrar þjónustu Til viðbótar eru lagðar til tvær aðrar breytingar. Lagt er til að Tryggingastofnun haldi skrá á landsvísu með upplýsingum frá þjónustuaðilum um framvindu meðferðar og endurhæfingar einstaklinga. Skránni er ætlað að tryggja nauðsynlega yfirsýn yfir þjónustu og stuðla að samfellu í þjónustu og greiðslum. Með öðrum orðum þá er breytingunni ætlað að tryggja að haldið sé utan um þessar mikilvægu upplýsingar til að þær get nýst til að stuðla að því að einstaklingar fái rétta endurhæfingarþjónustu, á réttum stað og á réttum tíma. Persónuauðkenni í skránni verða dulkóðuð til að tryggja friðhelgi einkalífs. Enn fremur felur frumvarpið í sér að stjórn Tryggingastofnunar verði lögð niður. Tryggingastofnun hefur haft sérstaka stjórn frá árinu 2004. Skipun síðustu stjórnar rann út í nóvember sl., eða við lok síðasta kjörtímabils. Sú staða hefur ekki haft áhrif á starfsemi stofnunarinnar enda er yfirstjórnarhlutverk ráðherra skýrt samkvæmt lögum og því ekki ástæða til að hafa sérstaka stjórn með óljóst hlutverk yfir stofnunni. Þess vegna er lagt til að fella ákvæði um stjórnina brott úr lögunum. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun