Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. apríl 2025 12:01 Theodór Francis, klínískur félagsráðgjafi, segir að ef maki þinn getur ekki breytt því sem pirrar þig þá verðirðu að vigta það jákvæða ofar hinu neikvæða. Bylgjan/Getty Hvað á fólk að gera ef maki þeirra fer í taugarnar á þeim? Klínískur félagsráðgjafi segir hinn fullkomna maka ekki vera til og fólki þurfi að velja glímur sínar vandlega. Mikilvægt sé að einblína á það jákvæða og umbera það neikvæða. Sá sem er ekki þakklátur fyrir maka sinn er ólíklega hamingjusamur í sambandinu. Theodór Francis Birgisson, klinískur félagsráðgjafi, fjallaði í Bítinu í morgun um það hvað eigi að gera ef makinn fer í taugarnar á manni. Þáttastjórnendur Bítisins byrjuðu á að nefna nokkra algenga hluti sem geta farið í taugarnar á maka manns. Theodór greip þá boltann á lofti: „Það er eitt sem fer óskaplega í taugarnar á minni heittelskuðu við mig og það er að ég hef alltaf rétt fyrir mér. Hún er rosaviðkvæm fyrir því.“ Er það ekki aðalbitbeinið í samböndum að báðir aðilar telja að þeir hafi rétt fyrir sér? „Jú og reyndar má segja að maðurinn per se finnst hann alltaf hafa rétt fyrir sér. Annars værum við ekkert að segja það sem við erum að segja,“ sagði Theodór. „En þetta með að einhver nákominn, maki, börn, tengdabörn, tengdaforeldrar eða foreldrar, fari í taugarnar á manni er mjög eðlilegt. Í raun og veru ótrúlegt hvað sjaldgæft er að það springi allt saman í loft upp, en það er ekkert óeðlilegt,“ sagði hann. Fullkomni makinn sé ekki til Heimir Karlsson sagði þá að það væri leiðinleg tilfinning að fara í taugarnar á maka sínum vegna einhvers ósiðs sem maður stundar og getur ekki vanið sig af og spurði: „Hvað gerir maður ef maður getur ekki vanið sig af því og þetta hættir ekki að fara í taugarnar á makanum?“ Theodór tók sem dæmi ávana fólks að láta braka í fingrum og liðamótum sínum. „Þú biður maka þinn um að hætta þessu og þetta er orðinn svo mikill vani að viðkomandi á erfitt með það. Þá þarf maður að velja: Ætla ég að taka slag út af þessu eða ekki,“ sagði Theodór. „Ég á sem betur fer ófullkomna konu og ég minni mig mjög oft á það hvað ég er þakklátur að eiga ófullkomna konu því ef hún væri fullkomin hefði hún aldrei valið mig, því ég er sjálfur ófullkominn,“ sagði Theodór og bætti við: „Og það eru hlutir sem mín heittelskaða gerir sem ég pirra mig á.“ Verandi leigubílstjórasonur sagði Theodór það fara mjög í taugarnar á sér að kona hans kynni ekki að bakka bíl í stæði. „Ég hef þurft að nota þá aðferð að hreinlega minna mig á þegar ég verð mjög pirraður yfir einhverju, líka við börnin mín, af hverju ég elska þennan einstakling,“ sagði hann. Ekkert væri til sem héti fullkominn maki að sögn Theodórs. „Þú þarft alltaf að gera einhverjar málamiðlanir og sætta þig við eitthvað sem þér líkar illa við,“ sagði hann. Fólk þurfi að velja glímurnar vandlega Kulnun segir Theodór að megi oft rekja til þess sem gerist heima fyrir. Þar eins og í sambandinu sé mikilvægt að forgangsraða verkefnum frekar en að taka þau öll. „Auðvitað þurfum við að velja hvaða glímur við ætlum að taka, ég mun aldrei vinna allar glímurnar sem ég myndi vilja vinna og mín heittelskaða vinnur ekki allar glímurnar. Þá þarftu að velja hvað það er sem raunverulega skiptir máli,“ sagði Theodór. Fólk þurfi að forgangsraða í lífinu eftir því hvað skiptir það máli. „Skiptir það mig meira máli að eiga félagslíf heldur en að sinna fjölskyldunni minni vel? Skiptir það mig meira máli að fara í ræktina en sinna félagslífinu? Á ég að eyða meiri tíma með þessum aðila og minna með hinum? Þetta er allt saman val. „Einn af kostunum við að búa í frjálsu samfélagi er að við höfum val en þetta val hefur oft komið manninum mjög illa vegna þess að við erum ekkert alltaf að velja rétt,“ bætti hann við. Kúnstin að einblína á það jákvæða og umbera það neikvæða „Hvert er ráðið þá?“ spurðu þáttastjórnendur flatt út. Svarið virtist einfalt, að sögn Theodórs: „Í fyrsta lagi að tala um það: Er hægt að breyta þessu?“ „Til dæmis get ég fengið mína heittelskuðu til þess að leggja aðeins betur, það virkar oft í þrjá-fjóra daga, jafnvel heila viku í góðu ári, svo gleymir hún sér og leggur á miðju bílastæði og fattar ekki að annar bíll á eftir að komast við hliðina á henni.“ Þau hjónin ræði þá hluti sem þau eru ósátt við í fari hvor annars. „Við ræðum það og reynum að mæta þörfum hvor annars. Þar sem það hreinlega tekst ekki þá reynum við að vigta það jákvæða ofar þessu neikvæða. Það er eitthvað jákvætt og neikvætt í öllum aðstæðum, svo er bara spurning á hvort þú ætlar að fókúsera á meira,“ sagði hann. „Það er heilmikil kúnst að fókúsera á það sem er jákvætt og umbera það sem er neikvætt.“ Þakklæti forsenda hamingju Erfiðleikarnir við að einblína á það jákvæða fram yfir það neikvæða séu partur af varnarviðbrögðum líkamans, að sögn Theodórs. „Kvíði í réttu magni er skynsamur og góður, getur hreinlega bjargað lífi okkur. Ef við gleymum því sem er neikvætt getur það hugsanlega kostað okkur ótrúlega mikið átak. Svo líkaminn lætur okkur muna þetta neikvæða meira en það jákvæða,“ sagði Theodór. „Þess vegna þurfum við að fókúsera, við þurfum handvirkt að velja að draga fram það sem er jákvætt og leyfa okkur að dvelja þar meira. Það er jafnmikilvægt og að rækta líkamann að rækta þennan hluta: Hvað er jákvætt í stöðunni og hvað er ég þakklátur fyrir,“ sagði hann. „Það má ekki gleyma því að forsenda hamingju er þakklæti. Ef ég er ekki þakklátur fyrir makann minn þá er ekki líklegt að ég verði hamingjusamur í parasambandinu,“ sagði Theodór að lokum. Bítið Fjölskyldumál Ástin og lífið Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Sjá meira
Theodór Francis Birgisson, klinískur félagsráðgjafi, fjallaði í Bítinu í morgun um það hvað eigi að gera ef makinn fer í taugarnar á manni. Þáttastjórnendur Bítisins byrjuðu á að nefna nokkra algenga hluti sem geta farið í taugarnar á maka manns. Theodór greip þá boltann á lofti: „Það er eitt sem fer óskaplega í taugarnar á minni heittelskuðu við mig og það er að ég hef alltaf rétt fyrir mér. Hún er rosaviðkvæm fyrir því.“ Er það ekki aðalbitbeinið í samböndum að báðir aðilar telja að þeir hafi rétt fyrir sér? „Jú og reyndar má segja að maðurinn per se finnst hann alltaf hafa rétt fyrir sér. Annars værum við ekkert að segja það sem við erum að segja,“ sagði Theodór. „En þetta með að einhver nákominn, maki, börn, tengdabörn, tengdaforeldrar eða foreldrar, fari í taugarnar á manni er mjög eðlilegt. Í raun og veru ótrúlegt hvað sjaldgæft er að það springi allt saman í loft upp, en það er ekkert óeðlilegt,“ sagði hann. Fullkomni makinn sé ekki til Heimir Karlsson sagði þá að það væri leiðinleg tilfinning að fara í taugarnar á maka sínum vegna einhvers ósiðs sem maður stundar og getur ekki vanið sig af og spurði: „Hvað gerir maður ef maður getur ekki vanið sig af því og þetta hættir ekki að fara í taugarnar á makanum?“ Theodór tók sem dæmi ávana fólks að láta braka í fingrum og liðamótum sínum. „Þú biður maka þinn um að hætta þessu og þetta er orðinn svo mikill vani að viðkomandi á erfitt með það. Þá þarf maður að velja: Ætla ég að taka slag út af þessu eða ekki,“ sagði Theodór. „Ég á sem betur fer ófullkomna konu og ég minni mig mjög oft á það hvað ég er þakklátur að eiga ófullkomna konu því ef hún væri fullkomin hefði hún aldrei valið mig, því ég er sjálfur ófullkominn,“ sagði Theodór og bætti við: „Og það eru hlutir sem mín heittelskaða gerir sem ég pirra mig á.“ Verandi leigubílstjórasonur sagði Theodór það fara mjög í taugarnar á sér að kona hans kynni ekki að bakka bíl í stæði. „Ég hef þurft að nota þá aðferð að hreinlega minna mig á þegar ég verð mjög pirraður yfir einhverju, líka við börnin mín, af hverju ég elska þennan einstakling,“ sagði hann. Ekkert væri til sem héti fullkominn maki að sögn Theodórs. „Þú þarft alltaf að gera einhverjar málamiðlanir og sætta þig við eitthvað sem þér líkar illa við,“ sagði hann. Fólk þurfi að velja glímurnar vandlega Kulnun segir Theodór að megi oft rekja til þess sem gerist heima fyrir. Þar eins og í sambandinu sé mikilvægt að forgangsraða verkefnum frekar en að taka þau öll. „Auðvitað þurfum við að velja hvaða glímur við ætlum að taka, ég mun aldrei vinna allar glímurnar sem ég myndi vilja vinna og mín heittelskaða vinnur ekki allar glímurnar. Þá þarftu að velja hvað það er sem raunverulega skiptir máli,“ sagði Theodór. Fólk þurfi að forgangsraða í lífinu eftir því hvað skiptir það máli. „Skiptir það mig meira máli að eiga félagslíf heldur en að sinna fjölskyldunni minni vel? Skiptir það mig meira máli að fara í ræktina en sinna félagslífinu? Á ég að eyða meiri tíma með þessum aðila og minna með hinum? Þetta er allt saman val. „Einn af kostunum við að búa í frjálsu samfélagi er að við höfum val en þetta val hefur oft komið manninum mjög illa vegna þess að við erum ekkert alltaf að velja rétt,“ bætti hann við. Kúnstin að einblína á það jákvæða og umbera það neikvæða „Hvert er ráðið þá?“ spurðu þáttastjórnendur flatt út. Svarið virtist einfalt, að sögn Theodórs: „Í fyrsta lagi að tala um það: Er hægt að breyta þessu?“ „Til dæmis get ég fengið mína heittelskuðu til þess að leggja aðeins betur, það virkar oft í þrjá-fjóra daga, jafnvel heila viku í góðu ári, svo gleymir hún sér og leggur á miðju bílastæði og fattar ekki að annar bíll á eftir að komast við hliðina á henni.“ Þau hjónin ræði þá hluti sem þau eru ósátt við í fari hvor annars. „Við ræðum það og reynum að mæta þörfum hvor annars. Þar sem það hreinlega tekst ekki þá reynum við að vigta það jákvæða ofar þessu neikvæða. Það er eitthvað jákvætt og neikvætt í öllum aðstæðum, svo er bara spurning á hvort þú ætlar að fókúsera á meira,“ sagði hann. „Það er heilmikil kúnst að fókúsera á það sem er jákvætt og umbera það sem er neikvætt.“ Þakklæti forsenda hamingju Erfiðleikarnir við að einblína á það jákvæða fram yfir það neikvæða séu partur af varnarviðbrögðum líkamans, að sögn Theodórs. „Kvíði í réttu magni er skynsamur og góður, getur hreinlega bjargað lífi okkur. Ef við gleymum því sem er neikvætt getur það hugsanlega kostað okkur ótrúlega mikið átak. Svo líkaminn lætur okkur muna þetta neikvæða meira en það jákvæða,“ sagði Theodór. „Þess vegna þurfum við að fókúsera, við þurfum handvirkt að velja að draga fram það sem er jákvætt og leyfa okkur að dvelja þar meira. Það er jafnmikilvægt og að rækta líkamann að rækta þennan hluta: Hvað er jákvætt í stöðunni og hvað er ég þakklátur fyrir,“ sagði hann. „Það má ekki gleyma því að forsenda hamingju er þakklæti. Ef ég er ekki þakklátur fyrir makann minn þá er ekki líklegt að ég verði hamingjusamur í parasambandinu,“ sagði Theodór að lokum.
Bítið Fjölskyldumál Ástin og lífið Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“