Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2025 12:21 Miðar vegna sekta heyra sögunni til og hafa gert undanfarið ár. Vísir/Vilhelm Ákvörðun um sekt vegna stöðvunarbrotagjalda í Reykjavík verður framvegis í höndum starfsfólks á skrifstofu. Eftirlit verður fyrst og fremst rafrænt þótt eftirlit gangandi stöðumælavarða hverfi ekki alveg. Þetta kemur fram á vef Bílastæðasjóðs sem hefur um tíma undirbúið rafrænt eftirlit með stöðvun og lagningu bifreiða í borgarlandi. Fyrsta skrefið var tekið fyrir rúmu ári, þegar hætt var að prenta út miða til að setja undir rúðuþurrku. Nú er komið að næsta skrefi, myndavélaálestri. Eftirlitið verður rafrænt, ekið verður um og notaður sjálfvirkur bílnúmera álestur til að finna út hvort búið sé að greiða fyrir ökutæki eða til að athuga hvort því sé lagt löglega. Eitthvað verður áfram um eftirlit gangandi stöðuvarða en ákvörðun um hvort sett sé gjald á bifreið eða ekki færist að langmestu leyti yfir á stöðuverði sem vinna í bakendakerfi á skrifstofu. P1 er dýrasta götugjaldið en það er að finna í hjarta miðbæjarins.Vísir/vilhelm „Þegar ákvörðun um gjald er að mestu leyti komin úr höndum stöðuvarða á vettvangi er það vonin að starfsaðstæður þeirra verði betri,“ segir í tilkynningu. Aukin sjálfvirkni og færri rangar álagningar Stöðvunarbrotagjöld hafa síðustu árin birst í heimabanka og á Island.is um leið og gjald hefur verið stofnað. Þar sem vinnsla gjaldanna færist yfir í bakendakerfi þá mun í rafrænu eftirliti verða einhver töf á útgáfu stöðvunarbrotagjaldanna, í einhverjum tilvikum birtist gjaldið ekki fyrr en næsta dag. Hægt er að greiða fyrir bílastæði í Höfðatorgi í þessari vél.Vísir/Vilhelm Áfram verður sá möguleiki fyrir þá sem telja sig ekki hafa átt að fá gjald að óska eftir endurupptöku á heimasíðu Bílastæðasjóðs. Sambærilegt eftirlit er að ryðja sér rúms víða í nálægum löndum og með aukinni sjálfvirkni er vonast til að rangar álagningar muni minnka verulega frá því sem nú er. Stefnan sé alltaf sú að sem flestir greiði fyrir stæðin og leggi löglega. Þannig muni þörf fyrir eftirlit minnka. Af hverju er gjald fyrir bílastæði? Markmiðið með gjöldum á gjaldskyldum svæðum er að tryggja að laus bílastæði séu í boði þar sem eftirspurn er mikil. Þegar greitt sé fyrir bílastæði sé verið að borga fyrir aðgang að lausu stæði, ekki fyrir sjálft stæðið. Gjöld vegna stöðvunarbrota: 4.500 kr. – Aukastöðugjald (ef ekki er greitt fyrir gjaldskylt stæði). 10.000 kr. – Stöðubrotagjald (lagt ólöglega). 20.000 kr. – Ólögleg notkun stæðis fyrir hreyfihamlaða. Afsláttur: 1.100 kr. afsláttur ef greitt innan þriggja virkra daga. Hækkun: Gjald hækkar um 50% eftir 14 daga og aftur um 50% eftir 28 daga ef það er ekki greitt. Hægt er að greiða í stöðumælum, greiðsluöppum og á vefsíðu Bílastæðasjóðs Bílastæði Bílar Reykjavík Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Innlent Fleiri fréttir Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Bílastæðasjóðs sem hefur um tíma undirbúið rafrænt eftirlit með stöðvun og lagningu bifreiða í borgarlandi. Fyrsta skrefið var tekið fyrir rúmu ári, þegar hætt var að prenta út miða til að setja undir rúðuþurrku. Nú er komið að næsta skrefi, myndavélaálestri. Eftirlitið verður rafrænt, ekið verður um og notaður sjálfvirkur bílnúmera álestur til að finna út hvort búið sé að greiða fyrir ökutæki eða til að athuga hvort því sé lagt löglega. Eitthvað verður áfram um eftirlit gangandi stöðuvarða en ákvörðun um hvort sett sé gjald á bifreið eða ekki færist að langmestu leyti yfir á stöðuverði sem vinna í bakendakerfi á skrifstofu. P1 er dýrasta götugjaldið en það er að finna í hjarta miðbæjarins.Vísir/vilhelm „Þegar ákvörðun um gjald er að mestu leyti komin úr höndum stöðuvarða á vettvangi er það vonin að starfsaðstæður þeirra verði betri,“ segir í tilkynningu. Aukin sjálfvirkni og færri rangar álagningar Stöðvunarbrotagjöld hafa síðustu árin birst í heimabanka og á Island.is um leið og gjald hefur verið stofnað. Þar sem vinnsla gjaldanna færist yfir í bakendakerfi þá mun í rafrænu eftirliti verða einhver töf á útgáfu stöðvunarbrotagjaldanna, í einhverjum tilvikum birtist gjaldið ekki fyrr en næsta dag. Hægt er að greiða fyrir bílastæði í Höfðatorgi í þessari vél.Vísir/Vilhelm Áfram verður sá möguleiki fyrir þá sem telja sig ekki hafa átt að fá gjald að óska eftir endurupptöku á heimasíðu Bílastæðasjóðs. Sambærilegt eftirlit er að ryðja sér rúms víða í nálægum löndum og með aukinni sjálfvirkni er vonast til að rangar álagningar muni minnka verulega frá því sem nú er. Stefnan sé alltaf sú að sem flestir greiði fyrir stæðin og leggi löglega. Þannig muni þörf fyrir eftirlit minnka. Af hverju er gjald fyrir bílastæði? Markmiðið með gjöldum á gjaldskyldum svæðum er að tryggja að laus bílastæði séu í boði þar sem eftirspurn er mikil. Þegar greitt sé fyrir bílastæði sé verið að borga fyrir aðgang að lausu stæði, ekki fyrir sjálft stæðið. Gjöld vegna stöðvunarbrota: 4.500 kr. – Aukastöðugjald (ef ekki er greitt fyrir gjaldskylt stæði). 10.000 kr. – Stöðubrotagjald (lagt ólöglega). 20.000 kr. – Ólögleg notkun stæðis fyrir hreyfihamlaða. Afsláttur: 1.100 kr. afsláttur ef greitt innan þriggja virkra daga. Hækkun: Gjald hækkar um 50% eftir 14 daga og aftur um 50% eftir 28 daga ef það er ekki greitt. Hægt er að greiða í stöðumælum, greiðsluöppum og á vefsíðu Bílastæðasjóðs
Bílastæði Bílar Reykjavík Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Innlent Fleiri fréttir Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Sjá meira