Fótbolti

„Get ekki setið við hliðina á þér lengur“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Liðsfélagarnir fyrrverandi Lennon og Björn Daníel áttu erfitt uppdráttar.
Liðsfélagarnir fyrrverandi Lennon og Björn Daníel áttu erfitt uppdráttar. Brutta Golf

Liðsfélagarnir fyrrverandi Steven Lennon og Björn Daníel Sverrisson náðu ágætlega saman á knattspyrnuvellinum er þeir léku báðir með FH en það verður ekki sagt það sama um samband þeirra á golfvellinum.

Liðsfélagarnir fyrrverandi eru saman í liði í nýjasta þætti Brutta Golf. Þar mæta þeir Styrmi Erlendssyni, eigandi Brutta og fyrrverandi leikmanni Fylkis, og Aroni Jóhannssyni, leikmanni Vals.

Líkt og áður er gleðin við völd hjá keppendum, það er þangað til það fer að ganga illa. Lennon lætur gamminn geisa og fær Björn Daníel það óþvegið frá Skotanum eftir að það fer að halla undir fæti hjá þeim.

Það er ekki aðeins Lennon sem er yfirlýsingaglaður en Björn Daníel segir að ef þeir tapi fyrir Styrmi og Aroni þá ætli hann að leggja kylfuna á hilluna. Hér að neðan má sjá nýjasta þátt Brutta Golf og hvort Björn Daníel þurfi að fara einbeita sér alfarið að knattspyrnu eða hvort hann hafi unnið og getið haldið áfram að spila golf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×