Fótbolti

Ein breyting á byrjunar­liðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexandra Jóhannsdóttir leikur sinn 52. landsleik í dag.
Alexandra Jóhannsdóttir leikur sinn 52. landsleik í dag. vísir/anton

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, gerir eina breytingu á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Sviss í Þjóðadeildinni í dag.

Ísland gerði markalaust jafntefli við Noreg á föstudaginn. Alexandra Jóhannsdóttir tók út leikbann í þeim leik.

Alexandra er búin að afplána leikbannið og kemur inn í íslenska byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Sviss. Hildur Antonsdóttir sest á bekkinn í hennar stað. Dagný Brynjarsdóttir, sem tók einnig út leikbann gegn Noregi, er á meðal varamanna í dag.

Alexandra spilar á miðju íslenska liðsins ásamt Berglindi Rós Ágústsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Cecilía Rán Rúnarsdóttir er í markinu, Guðný Árnadóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir bakverðir og Guðrún Arnardóttir og fyrirliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir standa vaktina í miðri vörninni. Frammi eru svo Hlín Eiríksdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Emilía Kiær Ásgeirsdóttir.

Ísland er með tvö stig í 3. sæti riðils 2 í Þjóðadeildinni. Sviss er í fjórða og neðsta sæti riðilsins með eitt stig. Fyrri leikur Íslendinga og Svisslendinga endaði með markalausu jafntefli.

Leikur Íslands og Sviss hefst klukkan 16:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×