Fótbolti

Sjáðu þrennu Karó­línu Leu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Karólína Lea fagnar einu marka sinna í kvöld.
Karólína Lea fagnar einu marka sinna í kvöld. Vísir/Anton Brink

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði öll þrjú mörk íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu þegar það gerði 3-3 jafntefli við Sviss í Þjóðadeildinni. Mörkin má sjá hér að neðan.

Jafnteflið þýðir að Ísland er nú með þrjú stig að loknum fjórum leikjum og situr í 3. sæti. Næstu leikur liðsins í Þjóðadeildinni er gegn Noregi ytra þann 30. maí næstkomandi.

Ísland lenti 2-0 undir snemma leiks en Karólína Lea minnkaði muninn með marki úr aukaspyrnu. Það verður að viðurkennast að markvörður Sviss átti að gera betur en mark er mark og staðan 1-2 í hálfleik.

Eftir að lenda 1-3 undir þökk sé einkar skrautlegu sjálfsmarki var það Karólína Lea sem minnkaði muninn með góðu skoti.

Karólína Lea fullkomnaði svo þrennu sína með frábæru skallamarki á 62. mínútu. Ekki tókst Íslandi að finna sigurmark og lokatölur 3-3 á Þróttara-vellinum í Laugardal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×