Innlent

Hætta við upp­byggingu við tjörnina í Seljahverfi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Tjörnin sem um ræðir er í Seljahverfi í Breiðholtinu.
Tjörnin sem um ræðir er í Seljahverfi í Breiðholtinu. Vísir/Vilhelm

Fallið hefur verið frá hugmyndum um uppbyggingu um 75 til 100 íbúða við settjörnina í Seljahverfi í Breiðholti.

Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag, en þar segir að í svari borgarinnar við fyrirspurn blaðisins hafi komið fram að engin áform væru við tjörnina. Áður hafði verið greint frá uppbyggingu 1700 íbúða á 16 þéttingarreitum, þar á meðal við tjörnina. Morgunblaðið hafi stuðst kortastjá borgarinnar þar sem búið var að greina þéttingarsvæði. Einnig hafi verið stuðst við heimildir úr hverfaskipulagi Breiðholts.

Haft er eftir Helga Áss Grétarssyni að í lok mars hafi borgarstjóri kynnt uppbyggingu á þessum stað, þar sem gert væri ráð fyrir 75 íbúðum á reitnum.

Fjallað var um fyrirhugaða þéttingu byggðar Breiðholti og Grafarvogi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.

„Mér líst ekkert vel á þetta. Það á að byggja við tjörnina í Seljahverfi, og við íþróttavöllinn uppi í efra-Breiðholti. Það er bara sett niður þar sem er grænt gras,“ sagði Lindís Sigurðardóttir, íbúi í Breiðholti um áformin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×