Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. apríl 2025 10:33 Seljatjörn í Seljahverfinu er hluti af svæðinu sem er í þróun. Vísir/Anton Brink Reykjavíkurborg hefur ekki fallið frá áformum um byggingu íbúða á þróunarreit við settjörn í Breiðholti, líkt og greint hefur verið frá. Skiplagsfulltrúi hjá borginni segir fjölda íbúða á reitnum þó ekki meitlaðan í stein, og tímalínu skiplagsvinnu ekki liggja fyrir. Greint var frá því í Morgunblaðinu í gær að fallið hefið verið frá hugmyndum um uppbyggingu 75 til 100 íbúða við Rangársel í Breiðholti. En svæði sem nær yfir Rangársel og Raufarsel, og liggur upp að Seljatjörn hefur verið skilgreint sem þróunarsvæði. Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir vel geta verið að misskilnings gæti um þróunarreiti borgarinnar. „Þetta eru reitir sem við skilgreindum í hverfisskipulagi fyrir Breiðholt sem var unnið fyrir nokkrum árum síðan. Þar voru skilgreindir nokkrir þróunarreitir innan þess svæðis, þar sem mögulega væri hægt að fara af stað með einhverja uppbyggingu. Það er þó háð því að það sé unnið sérstakt deiliskipulag fyrir viðkomandi þróunarsvæði,“ segir Björn. Ekki sé búið að vinna neina áætlun um deiliskipulag fyrir reitinn við tjörnina. „Við erum með ákveðna forgangsröðun í gangi í Breiðholtinu. Suðurhólar eru eitt svæði, og Suðurfell við Arnarnesveg annað. Svo er það Rangárselið. Þetta eru þau stóru svæði sem við erum að skoða. Við ætlum fyrst að skoða Suðurhólana, og ætlum að koma fyrst með forkynningu á deiliskipulagsstigi fyrir það svæði, þar sem íbúar fá þá tækifæri til að segja sína skoðun á þeim hugmyndum.“ Sama muni gilda um Suðurfell, og loks Rangárselið. Ekki liggi fyrir hvenær farið verði í slíka forkynningu. Möguleiki á hundrað íbúðum Þegar Rangársel er skoðað á kortavefsjá borgarinnar fyrir uppbyggingu húsnæðis er reiturinn merktur á næst fyrsta skrefi ferlisins, sem þróunarsvæði. Þar stendur einnig „Fjöldi íbúða: 100“ og þeim skipt til helminga sem íbúðir á almennum markaði eða á forræði húsnæðisfélaga. Ef Rangárselið er skoðað á kortasjá borgarinnar um húsnæðisuppbyggingu má sjá að um þróunarsvæði er að ræða, þar sem miðað er við að hundrað íbúðir geti risið. Skipulagsferli sé þó ekki hafið. Þrátt fyrir það segir Björn ekki meitlað í stein að þarna rísi hundrað íbúðir. „Talan er nefnd í hverfisskipulaginu sem möguleiki. Síðan er það þannig að þegar við förum að vinna deiliskipulag á þróunarsvæðum, sem og öðrum, að það eru önnur sjónarmið og fleiri, ítarlegri greiningar sem þarf að fara í. Þetta hefur áhrif á endanlegan fjölda íbúða. Endanlegur fjöldi íbúða ákvarðast í deiliskipulagi. Við förum ekki af stað með það að markmiði að reisa 100 íbúðir þarna,“ segir Björn. Svæðið sem Reykjavíkurborg er með í þróunarferli í Breiðholti.Vísir/Anton Brink Markmiðið sé að koma fyrir íbúðum án þess að ganga um of á það umhverfi sem fyrir er á svæðinu. „Þá þarf að taka tillit til sjónarmiða íbúa, náttúrunnar, þess sem snýr að skuggavarpi og svo framvegis. Það eru margir þættir sem þarf að meta í þessu tilliti.“ Ekkert meitlað í stein Björn segir ekki hafa verið fallið frá neinum áformum, en ekki sé búið að tímasetja hvenær farið verði í deiliskipulagsvinnu við Rangársel. Líkt og áður sagði verði fyrst farið í slíka vinnu fyrir annað svæði, Suðurhóla. Það verði auglýst í bak og fyrir, til að mynda með tilkynningum í fjölmiðlum og á íbúafundum. „Það verður farið út með forkynningu á deiliskipulagi, áður en við setjum það í formlegt auglýsingaferli, þannig að íbúar fái tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri áður en við höldum lengra. Það sama gildir um hina reitina í Breiðholtinu, það er kannski aðalatriðið,“ segir Björn. Stærstur hluti þróunarreitsins.Vísir/Anton Brink Mögulega verði farið í vinnu við Rangársel síðar á þessu ári, eða á næsta ári. Það sé í öllu falli ekki rétt að segja að fallið hafi verið frá uppbyggingaráformum. „Við erum að vinna þessa þróunarreiti, hvern á fætur öðrum, en það er ekki búið að tímasetja línuna í þessu. Við erum ekki búin að falla frá einu eða neinu. Við viljum vinna þetta nánar og setja þetta síðan út í þetta forkynningarferli sem stendur til að fara út með,“ segir Björn. „Ef við erum að tala um þróunarreiti þá er endanlegur fjöldi íbúða ekki meitlaður í stein. Alls ekki. Enda væru það svolítið skrýtin vinnubrögð.“ Reykjavík Skipulag Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Greint var frá því í Morgunblaðinu í gær að fallið hefið verið frá hugmyndum um uppbyggingu 75 til 100 íbúða við Rangársel í Breiðholti. En svæði sem nær yfir Rangársel og Raufarsel, og liggur upp að Seljatjörn hefur verið skilgreint sem þróunarsvæði. Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir vel geta verið að misskilnings gæti um þróunarreiti borgarinnar. „Þetta eru reitir sem við skilgreindum í hverfisskipulagi fyrir Breiðholt sem var unnið fyrir nokkrum árum síðan. Þar voru skilgreindir nokkrir þróunarreitir innan þess svæðis, þar sem mögulega væri hægt að fara af stað með einhverja uppbyggingu. Það er þó háð því að það sé unnið sérstakt deiliskipulag fyrir viðkomandi þróunarsvæði,“ segir Björn. Ekki sé búið að vinna neina áætlun um deiliskipulag fyrir reitinn við tjörnina. „Við erum með ákveðna forgangsröðun í gangi í Breiðholtinu. Suðurhólar eru eitt svæði, og Suðurfell við Arnarnesveg annað. Svo er það Rangárselið. Þetta eru þau stóru svæði sem við erum að skoða. Við ætlum fyrst að skoða Suðurhólana, og ætlum að koma fyrst með forkynningu á deiliskipulagsstigi fyrir það svæði, þar sem íbúar fá þá tækifæri til að segja sína skoðun á þeim hugmyndum.“ Sama muni gilda um Suðurfell, og loks Rangárselið. Ekki liggi fyrir hvenær farið verði í slíka forkynningu. Möguleiki á hundrað íbúðum Þegar Rangársel er skoðað á kortavefsjá borgarinnar fyrir uppbyggingu húsnæðis er reiturinn merktur á næst fyrsta skrefi ferlisins, sem þróunarsvæði. Þar stendur einnig „Fjöldi íbúða: 100“ og þeim skipt til helminga sem íbúðir á almennum markaði eða á forræði húsnæðisfélaga. Ef Rangárselið er skoðað á kortasjá borgarinnar um húsnæðisuppbyggingu má sjá að um þróunarsvæði er að ræða, þar sem miðað er við að hundrað íbúðir geti risið. Skipulagsferli sé þó ekki hafið. Þrátt fyrir það segir Björn ekki meitlað í stein að þarna rísi hundrað íbúðir. „Talan er nefnd í hverfisskipulaginu sem möguleiki. Síðan er það þannig að þegar við förum að vinna deiliskipulag á þróunarsvæðum, sem og öðrum, að það eru önnur sjónarmið og fleiri, ítarlegri greiningar sem þarf að fara í. Þetta hefur áhrif á endanlegan fjölda íbúða. Endanlegur fjöldi íbúða ákvarðast í deiliskipulagi. Við förum ekki af stað með það að markmiði að reisa 100 íbúðir þarna,“ segir Björn. Svæðið sem Reykjavíkurborg er með í þróunarferli í Breiðholti.Vísir/Anton Brink Markmiðið sé að koma fyrir íbúðum án þess að ganga um of á það umhverfi sem fyrir er á svæðinu. „Þá þarf að taka tillit til sjónarmiða íbúa, náttúrunnar, þess sem snýr að skuggavarpi og svo framvegis. Það eru margir þættir sem þarf að meta í þessu tilliti.“ Ekkert meitlað í stein Björn segir ekki hafa verið fallið frá neinum áformum, en ekki sé búið að tímasetja hvenær farið verði í deiliskipulagsvinnu við Rangársel. Líkt og áður sagði verði fyrst farið í slíka vinnu fyrir annað svæði, Suðurhóla. Það verði auglýst í bak og fyrir, til að mynda með tilkynningum í fjölmiðlum og á íbúafundum. „Það verður farið út með forkynningu á deiliskipulagi, áður en við setjum það í formlegt auglýsingaferli, þannig að íbúar fái tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri áður en við höldum lengra. Það sama gildir um hina reitina í Breiðholtinu, það er kannski aðalatriðið,“ segir Björn. Stærstur hluti þróunarreitsins.Vísir/Anton Brink Mögulega verði farið í vinnu við Rangársel síðar á þessu ári, eða á næsta ári. Það sé í öllu falli ekki rétt að segja að fallið hafi verið frá uppbyggingaráformum. „Við erum að vinna þessa þróunarreiti, hvern á fætur öðrum, en það er ekki búið að tímasetja línuna í þessu. Við erum ekki búin að falla frá einu eða neinu. Við viljum vinna þetta nánar og setja þetta síðan út í þetta forkynningarferli sem stendur til að fara út með,“ segir Björn. „Ef við erum að tala um þróunarreiti þá er endanlegur fjöldi íbúða ekki meitlaður í stein. Alls ekki. Enda væru það svolítið skrýtin vinnubrögð.“
Reykjavík Skipulag Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira