Slysið varð á Siglufjarðarvegi, vegi 76, sunnan Hofsóss og Grafarár.
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra er vegurinn lokaður á meðan unnið er á vettvangi.
„Lögreglan á Norðurlandi vestra óskaði eftir þyrlusveitin til þess aðstoða vegna þessa slyss,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu.
Þyrlan lenti rétt eftir klukkan tíu og var einn einstaklingur fluttur til Reykjavíkur.
Á vefsíðu Vegagerðarinnar, umferðin.is, stendur að umferðarslysið hafi átt sér stað við Grafará.
Fréttin verður uppfærð.