Innlent

Hættu­mat, Græn­land, auðlindagjöld og gervi­greind í Sprengi­sandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Vísir

Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti.

Fyrsti gestur Kristjáns í dag er Finnbogi Jónasson, aðstoðaryfirlögreluþjónn Greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hann mun ræða nýtt hættumat embættisins vegna hryðjuverka og fleiri skylda þætti.

Næst mæta þær Vilborg Ása Guðjónsdóttir, stjórnmálafræðingur, og Inga Dóra Guðmundsdóttir, fyrrverandi forystukona í Siumut flokknum á Grænlandi. Þær ætla að tala um stöðuna hjá nágrönnum okkar í norðri og ásælni Bandaríkjamanna í landið.

Hanna Katrín Friðriksdóttir, atvinnuvegaráðherra, mætir því næst til Kristjáns og ætlar hún að svara fyrir áform sín um hækkun auðlindagjalda á sjávarútveg og innleiðingu slikra gjalda á ferðaþjónustu. Þar að auki munu þau ræða önnur mál.

Að endingu mæta þær Halldóra Mogensen, fyrrverandi alþingiskona, og Gamithra Marga, verkfræðingur hjá Syndis, en þær eru forsvarskonur Samtaka um mannvæna tækni sem beita sér fyrir skynsamlegri notkun nýrrar tækni eins og gervigreindar.

Hægt er að fylgjast með þættinum í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×