Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar 14. apríl 2025 10:32 Ég varð mamma fyrir 3 árum. Ólíkt vinkonum mínum fól mín „meðganga” mín í sér andlegar breytingar, ekki líkamlegar, þar sem við maðurinn minn sóttum um að verða fósturforeldrar. Umsóknarferlið, umsagnir, mat á hæfni, fósturnámskeið. Okkar undirbúningur snerist um að kafa ofan í saumana á okkar sambandi, okkar æsku og áföllum, okkar samskiptamynstri. Eitthvað sem allir foreldrar ættu eflaust að gera áður en farið er af stað í barneignir. Ástæður fólks fyrir að stíga inn í þetta hlutverk eru fjölbreyttar, en mín ástæða var að ég vildi stækka fjölskylduna mína. Ég vildi sjá manninn minn í föðurhlutverkinu, enda vissi ég að þarna væri á ferðinni besti pabbi sem hægt væri að finna. Ég vissi að þetta væri ekki „hefðbundna” leiðin, þetta var svo sannarlega ekki einfalda leiðin, en þetta var okkar leið. Ég hitti barnið mitt í fyrsta skipti ekki á fæðingardeildinni heldur á vistheimili barna. Hann þá tveggja ára að verða þriggja, og ég leit á þetta fallegasta barn sem ég hafði nokkurn tímann séð og tilfinningarnar voru margs konar. Ég var sorgmædd fyrir hönd hans að hann væri í þessum aðstæðum. Sorgmædd að hann gæti ekki alist upp á heimilinu sem hann fæddist á. Ég var líka sorgmædd fyrir hönd kynmóður hans, sem ég var núna að upplifa mjög erfiða tíma. Hún elskar strákinn sinn en er ekki í stakk búinn að veita honum það öryggi sem hann þarf á að halda. Ég var hamingjusöm fyrir mína hönd að vera sú sem fengi að skipa svona stórt hlutverk í hans lífi. Við vorum tilbúin að vera foreldrar þessa fallega barns. Við vissum ekki hve lengi við fengjum að vera í því hlutverki, en við tókum óvissuna í fangið vitandi að það skipti máli. Þó að mín leið að móðurhlutverkinu hafi verið öðruvísi en vinkvenna minna, þá erum við allar alvöru mömmur, eða er það ekki? ------------------------------- Fyrir allar mömmur er það erfitt þegar barnið manns er veikt. Litli gormurinn minn var með óþol fyrir eggjum og með mikið exem. Meðan hann var ennþá í tímabundnu fóstri hjá okkur var það áskorun að þurfa að leysa út ofnæmismixtúrur, sterakrem eða panta tíma hjá barnalækni. Af hverju? Jú því ég er ekki alvöru mamma hans, og það höfum við verið minnt á aftur og aftur. Sonur minn á tvær mömmur. Önnur gekk með hann í maganum, hin gekk með hann í hjartanu. Báðar erum við mikilvægar. Báðar erum við alvöru mömmur. Alls konar sérfræðingar þurftu að alls konar ákvarðanir um hagi sonar míns. Stundum voru teknar ákvarðanir sem okkur var sagt að væru honum fyrir bestu. Það voru samt við sem sátum með grátandi, kvíðið og órólegt barn í fanginu og sáum skýrt að þær ákvarðanir sem teknar voru tikkuðu kannski í rétt box í lögum og reglugerðum, en voru alls ekki teknar með hans þarfir og tilfinningar að leiðarljósi. Við reyndum að hafa áhrif á ákvarðanatökuna, biðja um endurskoðun og tala hans máli þegar hann gat það ekki sjálfur. En það skipti ekki máli, því ég er ekki alvöru mamma hans og á ekki að hafa neitt um það að segja. Fyrsta utanlandsferðin saman. Svo mikil spenna, talið niður í ferðina í alltof (alltof!) langan tíma. Við hjónin vorum vel undirbúin til að sækja um vegabréfið, því við gátum auðvitað ekki farið sömu leið og allir aðrir foreldrar. Vopnuð umsókn, staðfestingu frá barnavernd að við megum sækja um vegabréf og megum ferðast með hann mættum við til sýslumanns. Litli maðurinn var svo spenntur, hann var búinn að ákveða að standa á höndum í myndatökunni. Sýna listir sínar. „Já bíddu nú við”, sagði konan í afgreiðslunni og horfði á mig og barnið mitt til skiptis. Þú ert ekki alvöru mamma hans? „Ha, jú. Ég er alvöru mamma hans, ég er fósturmamma.” „Ah já! Gunni, geturðu komið og hjálpað mér. Hérna eru hjón að sækja um vegabréf fyrir barn, en þau eru ekki alvöru foreldrar hans. “ Sonur minn horfði hissa á konuna og mig. Hann skildi ekki alveg hvað hún var að meina. Hann veit að hann á tvær mömmur. Hann veit að önnur mamma hans þurfti hjálp og þess vegna flutti hann til okkar. Hann veit margt, en að ég væri ekki alvöru mamma hans skildi hann ekki. Hann hafði heyrt þetta sagt áður; af lækninum hans, af afgreiðslufólki í apótekinu, nú hér. Nú var hann orðinn eldri, farinn að skilja meira. En þetta skildi hann ekki. Ef við vorum ekki alvöru foreldrar hans, hvað vorum við þá? Eitt af því mikilvægasta sem lögð er áhersla á í ferlinu þegar maður sækir um að verða fósturforeldri er að börn þurfi að upplifa að þau tilheyri, en hvernig eiga þau að tilheyra ef þau fá að heyra og finna að foreldrar þeirra séu ekki alvöru? Að fjölskyldur þeirra séu ekki alvöru. Það kom mér einmitt helst á óvart í þessu hlutverki hvernig kerfið horfir á mig og aðra í minni stöðu. Okkur er sagt, beint og óbeint, að við séum ekki alvöru. Við erum þjónustuveitendur. Ég get fullyrt það að það er enginn sem þekkir barnið mitt betur en ég og maðurinn minn. Við erum þau sem vökum með honum svefnlausar nætur, við vinnum með honum úr áföllum hans, við leysum út sterakremið þegar exemið angrar, við huggum hann þegar hann grætur og knúsum hann þegar hann þarf. Ekkert af þessu er þjónusta, þetta er það sem fjölskyldur gera. Það sem foreldrar gera. Ég ber ábyrgð á að hann finni að hann tilheyri hjá mér, en samt virðist kerfið okkar ekki vilja undirbyggja það og oftar en ekki upplifi ég að það komi hreinlega í veg fyrir það. Heimili mitt er ekki stofnun. Mér er sagt að treysta á lögin. Treysta á kerfið. Treysta á fagfólkið. Treysta á stjórnvöld. En í sannleika sagt, ef það er eitthvað sem ég hef fundið fyrir á mínum 3 árum sem næstum-því-alvöru-mamma, þá er það sú upplifun að kerfið sé ekki byggt fyrir mig. Að það sé ekki byggt fyrir barnið mitt. Það sé byggt fyrir kerfið sjálft. Það sé byggt fyrir lögfræðinga. Sérfræðinga. Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt. Lög og reglur eiga að vinna og virka fyrir son minn. Hann er alvöru barn og ég er alvöru mamma. Höfundur er fósturforeldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Ég varð mamma fyrir 3 árum. Ólíkt vinkonum mínum fól mín „meðganga” mín í sér andlegar breytingar, ekki líkamlegar, þar sem við maðurinn minn sóttum um að verða fósturforeldrar. Umsóknarferlið, umsagnir, mat á hæfni, fósturnámskeið. Okkar undirbúningur snerist um að kafa ofan í saumana á okkar sambandi, okkar æsku og áföllum, okkar samskiptamynstri. Eitthvað sem allir foreldrar ættu eflaust að gera áður en farið er af stað í barneignir. Ástæður fólks fyrir að stíga inn í þetta hlutverk eru fjölbreyttar, en mín ástæða var að ég vildi stækka fjölskylduna mína. Ég vildi sjá manninn minn í föðurhlutverkinu, enda vissi ég að þarna væri á ferðinni besti pabbi sem hægt væri að finna. Ég vissi að þetta væri ekki „hefðbundna” leiðin, þetta var svo sannarlega ekki einfalda leiðin, en þetta var okkar leið. Ég hitti barnið mitt í fyrsta skipti ekki á fæðingardeildinni heldur á vistheimili barna. Hann þá tveggja ára að verða þriggja, og ég leit á þetta fallegasta barn sem ég hafði nokkurn tímann séð og tilfinningarnar voru margs konar. Ég var sorgmædd fyrir hönd hans að hann væri í þessum aðstæðum. Sorgmædd að hann gæti ekki alist upp á heimilinu sem hann fæddist á. Ég var líka sorgmædd fyrir hönd kynmóður hans, sem ég var núna að upplifa mjög erfiða tíma. Hún elskar strákinn sinn en er ekki í stakk búinn að veita honum það öryggi sem hann þarf á að halda. Ég var hamingjusöm fyrir mína hönd að vera sú sem fengi að skipa svona stórt hlutverk í hans lífi. Við vorum tilbúin að vera foreldrar þessa fallega barns. Við vissum ekki hve lengi við fengjum að vera í því hlutverki, en við tókum óvissuna í fangið vitandi að það skipti máli. Þó að mín leið að móðurhlutverkinu hafi verið öðruvísi en vinkvenna minna, þá erum við allar alvöru mömmur, eða er það ekki? ------------------------------- Fyrir allar mömmur er það erfitt þegar barnið manns er veikt. Litli gormurinn minn var með óþol fyrir eggjum og með mikið exem. Meðan hann var ennþá í tímabundnu fóstri hjá okkur var það áskorun að þurfa að leysa út ofnæmismixtúrur, sterakrem eða panta tíma hjá barnalækni. Af hverju? Jú því ég er ekki alvöru mamma hans, og það höfum við verið minnt á aftur og aftur. Sonur minn á tvær mömmur. Önnur gekk með hann í maganum, hin gekk með hann í hjartanu. Báðar erum við mikilvægar. Báðar erum við alvöru mömmur. Alls konar sérfræðingar þurftu að alls konar ákvarðanir um hagi sonar míns. Stundum voru teknar ákvarðanir sem okkur var sagt að væru honum fyrir bestu. Það voru samt við sem sátum með grátandi, kvíðið og órólegt barn í fanginu og sáum skýrt að þær ákvarðanir sem teknar voru tikkuðu kannski í rétt box í lögum og reglugerðum, en voru alls ekki teknar með hans þarfir og tilfinningar að leiðarljósi. Við reyndum að hafa áhrif á ákvarðanatökuna, biðja um endurskoðun og tala hans máli þegar hann gat það ekki sjálfur. En það skipti ekki máli, því ég er ekki alvöru mamma hans og á ekki að hafa neitt um það að segja. Fyrsta utanlandsferðin saman. Svo mikil spenna, talið niður í ferðina í alltof (alltof!) langan tíma. Við hjónin vorum vel undirbúin til að sækja um vegabréfið, því við gátum auðvitað ekki farið sömu leið og allir aðrir foreldrar. Vopnuð umsókn, staðfestingu frá barnavernd að við megum sækja um vegabréf og megum ferðast með hann mættum við til sýslumanns. Litli maðurinn var svo spenntur, hann var búinn að ákveða að standa á höndum í myndatökunni. Sýna listir sínar. „Já bíddu nú við”, sagði konan í afgreiðslunni og horfði á mig og barnið mitt til skiptis. Þú ert ekki alvöru mamma hans? „Ha, jú. Ég er alvöru mamma hans, ég er fósturmamma.” „Ah já! Gunni, geturðu komið og hjálpað mér. Hérna eru hjón að sækja um vegabréf fyrir barn, en þau eru ekki alvöru foreldrar hans. “ Sonur minn horfði hissa á konuna og mig. Hann skildi ekki alveg hvað hún var að meina. Hann veit að hann á tvær mömmur. Hann veit að önnur mamma hans þurfti hjálp og þess vegna flutti hann til okkar. Hann veit margt, en að ég væri ekki alvöru mamma hans skildi hann ekki. Hann hafði heyrt þetta sagt áður; af lækninum hans, af afgreiðslufólki í apótekinu, nú hér. Nú var hann orðinn eldri, farinn að skilja meira. En þetta skildi hann ekki. Ef við vorum ekki alvöru foreldrar hans, hvað vorum við þá? Eitt af því mikilvægasta sem lögð er áhersla á í ferlinu þegar maður sækir um að verða fósturforeldri er að börn þurfi að upplifa að þau tilheyri, en hvernig eiga þau að tilheyra ef þau fá að heyra og finna að foreldrar þeirra séu ekki alvöru? Að fjölskyldur þeirra séu ekki alvöru. Það kom mér einmitt helst á óvart í þessu hlutverki hvernig kerfið horfir á mig og aðra í minni stöðu. Okkur er sagt, beint og óbeint, að við séum ekki alvöru. Við erum þjónustuveitendur. Ég get fullyrt það að það er enginn sem þekkir barnið mitt betur en ég og maðurinn minn. Við erum þau sem vökum með honum svefnlausar nætur, við vinnum með honum úr áföllum hans, við leysum út sterakremið þegar exemið angrar, við huggum hann þegar hann grætur og knúsum hann þegar hann þarf. Ekkert af þessu er þjónusta, þetta er það sem fjölskyldur gera. Það sem foreldrar gera. Ég ber ábyrgð á að hann finni að hann tilheyri hjá mér, en samt virðist kerfið okkar ekki vilja undirbyggja það og oftar en ekki upplifi ég að það komi hreinlega í veg fyrir það. Heimili mitt er ekki stofnun. Mér er sagt að treysta á lögin. Treysta á kerfið. Treysta á fagfólkið. Treysta á stjórnvöld. En í sannleika sagt, ef það er eitthvað sem ég hef fundið fyrir á mínum 3 árum sem næstum-því-alvöru-mamma, þá er það sú upplifun að kerfið sé ekki byggt fyrir mig. Að það sé ekki byggt fyrir barnið mitt. Það sé byggt fyrir kerfið sjálft. Það sé byggt fyrir lögfræðinga. Sérfræðinga. Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt. Lög og reglur eiga að vinna og virka fyrir son minn. Hann er alvöru barn og ég er alvöru mamma. Höfundur er fósturforeldri.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar