Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. apríl 2025 08:01 Patrik Atlason og Ágúst Beinteinn á góðri stund meðan þeir störfuðu enn saman. Eftir rúmlega árs samstarf skildu leiðir hjá þeim félögum. Róbert Arnar Popparinn Patrik Atlason segir samstarfi sínu við Gústa B hafa lokið á „góðum nótum“. Gústi var hægri hönd Patriks í rúmt ár og vann fyrir hann sem plötusnúður og umboðsmaður. Patrik lýsir þeim tveimur ekki sem vinum. Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokkó, braust fram á sjónarsviðið á vormánuðum ársins 2023 með laginu „Prettyboitjokkó“. Næstu mánuði eftir það var hann fyrirferðamikill í fjölmiðlum og gaf út plötuna PBT auk fjölda smáskífa sem rötuðu ofarlega á topplista, þar á meðal hið geysivinsæla „Skína“. Sjá einnig: „Þetta verður næsta poppstjarna Íslands“ Sumarið 2023 réði Patrik samfélagsmiðlastjörnuna Ágúst Beintein Árnason, betur þekktan sem Gústa B, til að vinna fyrir sig sem plötusnúð á viðburðum. Fljótlega varð Gústi að hægri hönd Patriks, vann sem umboðsmaður hans og sá um að bóka tónleika fyrir popparann. Þeir félagarnir fengu báðir verðlaun á barnahátíðinni Sögum í júní 2024. Fyrir það hafði Birgitta Líf verið umboðsmaður Patriks og tilkynntu þau það með myndbandi af undirritun „umboðssamningsins“ þar sem pabbi Birgittu, Bjössi í World Class, og afi Patriks, Helgi í Góu, voru viðstaddir. Gústi og Patrik fóru fögrum orðum hvor um annan í viðtali við Vísi í september 2023 og sögðu samvinnuna hafa gengið vel. „Held við séum báðir nokkuð slakir þrátt fyrir nokkra hnökra sem viðkoma ferðalögum,“ sagði Gústi í viðtalinu en þeir voru þá nýbúnir að skemmta sér á Ibiza til að fagna góðu gengi „Skína“ og höfðu þar áður spilað í pókerferð í Slóvakíu. Á tímabili virtust félagarnir vera eins og límdir saman, Gústi var auðvitað með Patrik á öllum tónleikum en þar að auki var Patrik tíður gestur í útvarpsþættinum Veislunni hjá Gústa og félögum á FM957. Verandi nánir samstarfsmenn birtu þeir reglulega af sér myndir saman á samfélagsmiðlum. Áhrifamikill og umdeildur nauðgunarbrandari Ákveðin hvörf urðu í Veislunni fimmtudaginn 1. ágúst 2024 fyrir Þjóðhátíð. Patrik var þar gestur og spurði mann, sem hringdi inn í þáttinn og var á leið á Þjóðhátíð, hvort hann ætlaði að mæta með botnlaust tjald til Eyja. Sjá einnig: Nauðgunarbrandari Patriks féll í grýttan jarðveg Ummælin fóru fyrir brjóstið á mörgum en með botnlausu tjaldi er átt við tjald sem hægt er að varpa auðveldlega yfir áfengisdauða manneskju til þess að brjóta á henni kynferðislega. Ekki náðist í Patrik beint eftir þáttinn en hann tróð svo upp á Þjóðhátíð með Gústa B og skemmti sér greinilega vel miðað við mynd sem birtist af þeim félögum á Instagram. Patrik og Gústi ásamt kærustum þeirra, Friðþóru og Hafdísi Sól, auk fleiri góðra vina. Viku síðar var Veislan tekin af dagskrá á FM957 en Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar, sagðist þá ekki vilja tjá sig nánar um ástæður þess að þátturinn væri ekki lengur í loftinu. Degi síðar sendi Patrik frá sér afsökunarbeiðni. „Ég vil biðja alla afsökunar á ruglinu í mér með botnlausa tjaldið á FM957 og ekki síst þolendur nauðgana sem eiga ekki skilið að talað sé með þessum hætti um svo alvarlegan hlut,“ sagði Patrik og bað Gústa B svo sérstaklega afsökunar. „Einnig vil ég biðja Gústa vin minn afsökunar á því að hann hafi lent í vandræðum yfir þessum lélega brandara mínum sem ég á einn sök á,“ segir Patrik. „Síðast þegar ég vissi varstu nú reyndar enn þá umboðsmaðurinn minn...“ Tæpri viku eftir að Veislan var tekin af dagskrá, þann 13. ágúst, birti Gústi mynd af sér á Instagram og skrifaði við hana: „Vantar nýja vinnu - who’s hiring?“ Nokkrum dögum fyrir það hafði Gústi greint frá því í viðtali á Vísi að hann hefði einungis verið verktaki hjá FM957 og verkefnum hans hjá stöðinni því lokið. Hann liti þó björtum augum til framtíðar. Fjöldi fólks skrifaði ummæli við færsluna og hvatti útvarpsmanninn til dáða. Hans góði samstarfsmaður og vinur Patrik Atlason minnti hann sömuleiðis á að hann væri ekki alfarið atvinnulaus: „Síðast þegar ég vissi varstu nú reyndar enn þá umboðsmaðurinn minn...“ Skömmu fyrr höfðu félagarnir hætt að birta myndir hver af öðrum á samfélagsmiðlum. Síðasta myndin sem Gústi birti af þeim félögum á Instagram var af þeim saman á Þjóðhátíð 5. ágúst. Síðasta myndin sem Patrik birti af Gústa á gramminu var enn fyrr, eða 21. júlí, á ársafmæli „Skína“. Gústi endurreisti Veisluna í hlaðvarpsformi í október 2024 og stýrir þættinum með Guðrúnu Svövu Egilsdóttur, sem er betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, og Sigurði Gísla Bond Snorrasyni. Auk þess að hafa hætt að birta myndir hver af öðrum þá virðist Patrik aldrei hafa komið í nýju Veisluna, allavega ekki ef marka má Spotify, þrátt fyrir að vera mikill vinur bæði Gústa og Sigurðar Bond. Patrik tilkynnti síðan 13. desember 2024 í Brennslunni að hann væri kominn með nýjan umboðsmann, útvarpskonuna Ósk Gunnarsdóttur. Út á við virtist samstarfinu þar með vera endanlega slitið. Ekki lengur í samstarfi en allt á góðum nótum Við þessa skyndilegu sviptingu, að fara úr því að vera saman daglega og birta reglulega af sér myndir yfir í að sjást ekkert saman, vöknuðu ýmsar spurningar. Í kjölfarið fór orðrómur á kreik þess efnis að samstarfið hefði endað í illu. „Við erum ekki lengur í samstarfi, það er ekkert meira um það að segja,“ sagði Patrik um vinnusamstarfið þegar fréttastofa hafði samband. En enn þá vinir? „Vinir, veit það ekki. Allt á góðum nótum bara,“ sagði hann. Fréttastofa heyrði einnig í Gústa sem hafði lítinn áhuga á að tjá sig um málið. Samstarfinu hefði lokið fyrir um átta mánuðum síðan en það hefði hins vegar alltaf staðið til frá byrjun. Hann hafi einungis verið að hjálpa vini sem var að hefja feril sinn. Samfélagsmiðlar FM957 Tónlist Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokkó, braust fram á sjónarsviðið á vormánuðum ársins 2023 með laginu „Prettyboitjokkó“. Næstu mánuði eftir það var hann fyrirferðamikill í fjölmiðlum og gaf út plötuna PBT auk fjölda smáskífa sem rötuðu ofarlega á topplista, þar á meðal hið geysivinsæla „Skína“. Sjá einnig: „Þetta verður næsta poppstjarna Íslands“ Sumarið 2023 réði Patrik samfélagsmiðlastjörnuna Ágúst Beintein Árnason, betur þekktan sem Gústa B, til að vinna fyrir sig sem plötusnúð á viðburðum. Fljótlega varð Gústi að hægri hönd Patriks, vann sem umboðsmaður hans og sá um að bóka tónleika fyrir popparann. Þeir félagarnir fengu báðir verðlaun á barnahátíðinni Sögum í júní 2024. Fyrir það hafði Birgitta Líf verið umboðsmaður Patriks og tilkynntu þau það með myndbandi af undirritun „umboðssamningsins“ þar sem pabbi Birgittu, Bjössi í World Class, og afi Patriks, Helgi í Góu, voru viðstaddir. Gústi og Patrik fóru fögrum orðum hvor um annan í viðtali við Vísi í september 2023 og sögðu samvinnuna hafa gengið vel. „Held við séum báðir nokkuð slakir þrátt fyrir nokkra hnökra sem viðkoma ferðalögum,“ sagði Gústi í viðtalinu en þeir voru þá nýbúnir að skemmta sér á Ibiza til að fagna góðu gengi „Skína“ og höfðu þar áður spilað í pókerferð í Slóvakíu. Á tímabili virtust félagarnir vera eins og límdir saman, Gústi var auðvitað með Patrik á öllum tónleikum en þar að auki var Patrik tíður gestur í útvarpsþættinum Veislunni hjá Gústa og félögum á FM957. Verandi nánir samstarfsmenn birtu þeir reglulega af sér myndir saman á samfélagsmiðlum. Áhrifamikill og umdeildur nauðgunarbrandari Ákveðin hvörf urðu í Veislunni fimmtudaginn 1. ágúst 2024 fyrir Þjóðhátíð. Patrik var þar gestur og spurði mann, sem hringdi inn í þáttinn og var á leið á Þjóðhátíð, hvort hann ætlaði að mæta með botnlaust tjald til Eyja. Sjá einnig: Nauðgunarbrandari Patriks féll í grýttan jarðveg Ummælin fóru fyrir brjóstið á mörgum en með botnlausu tjaldi er átt við tjald sem hægt er að varpa auðveldlega yfir áfengisdauða manneskju til þess að brjóta á henni kynferðislega. Ekki náðist í Patrik beint eftir þáttinn en hann tróð svo upp á Þjóðhátíð með Gústa B og skemmti sér greinilega vel miðað við mynd sem birtist af þeim félögum á Instagram. Patrik og Gústi ásamt kærustum þeirra, Friðþóru og Hafdísi Sól, auk fleiri góðra vina. Viku síðar var Veislan tekin af dagskrá á FM957 en Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar, sagðist þá ekki vilja tjá sig nánar um ástæður þess að þátturinn væri ekki lengur í loftinu. Degi síðar sendi Patrik frá sér afsökunarbeiðni. „Ég vil biðja alla afsökunar á ruglinu í mér með botnlausa tjaldið á FM957 og ekki síst þolendur nauðgana sem eiga ekki skilið að talað sé með þessum hætti um svo alvarlegan hlut,“ sagði Patrik og bað Gústa B svo sérstaklega afsökunar. „Einnig vil ég biðja Gústa vin minn afsökunar á því að hann hafi lent í vandræðum yfir þessum lélega brandara mínum sem ég á einn sök á,“ segir Patrik. „Síðast þegar ég vissi varstu nú reyndar enn þá umboðsmaðurinn minn...“ Tæpri viku eftir að Veislan var tekin af dagskrá, þann 13. ágúst, birti Gústi mynd af sér á Instagram og skrifaði við hana: „Vantar nýja vinnu - who’s hiring?“ Nokkrum dögum fyrir það hafði Gústi greint frá því í viðtali á Vísi að hann hefði einungis verið verktaki hjá FM957 og verkefnum hans hjá stöðinni því lokið. Hann liti þó björtum augum til framtíðar. Fjöldi fólks skrifaði ummæli við færsluna og hvatti útvarpsmanninn til dáða. Hans góði samstarfsmaður og vinur Patrik Atlason minnti hann sömuleiðis á að hann væri ekki alfarið atvinnulaus: „Síðast þegar ég vissi varstu nú reyndar enn þá umboðsmaðurinn minn...“ Skömmu fyrr höfðu félagarnir hætt að birta myndir hver af öðrum á samfélagsmiðlum. Síðasta myndin sem Gústi birti af þeim félögum á Instagram var af þeim saman á Þjóðhátíð 5. ágúst. Síðasta myndin sem Patrik birti af Gústa á gramminu var enn fyrr, eða 21. júlí, á ársafmæli „Skína“. Gústi endurreisti Veisluna í hlaðvarpsformi í október 2024 og stýrir þættinum með Guðrúnu Svövu Egilsdóttur, sem er betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, og Sigurði Gísla Bond Snorrasyni. Auk þess að hafa hætt að birta myndir hver af öðrum þá virðist Patrik aldrei hafa komið í nýju Veisluna, allavega ekki ef marka má Spotify, þrátt fyrir að vera mikill vinur bæði Gústa og Sigurðar Bond. Patrik tilkynnti síðan 13. desember 2024 í Brennslunni að hann væri kominn með nýjan umboðsmann, útvarpskonuna Ósk Gunnarsdóttur. Út á við virtist samstarfinu þar með vera endanlega slitið. Ekki lengur í samstarfi en allt á góðum nótum Við þessa skyndilegu sviptingu, að fara úr því að vera saman daglega og birta reglulega af sér myndir yfir í að sjást ekkert saman, vöknuðu ýmsar spurningar. Í kjölfarið fór orðrómur á kreik þess efnis að samstarfið hefði endað í illu. „Við erum ekki lengur í samstarfi, það er ekkert meira um það að segja,“ sagði Patrik um vinnusamstarfið þegar fréttastofa hafði samband. En enn þá vinir? „Vinir, veit það ekki. Allt á góðum nótum bara,“ sagði hann. Fréttastofa heyrði einnig í Gústa sem hafði lítinn áhuga á að tjá sig um málið. Samstarfinu hefði lokið fyrir um átta mánuðum síðan en það hefði hins vegar alltaf staðið til frá byrjun. Hann hafi einungis verið að hjálpa vini sem var að hefja feril sinn.
Samfélagsmiðlar FM957 Tónlist Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira