Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Árni Sæberg skrifar 15. apríl 2025 16:47 Minna er um tré í Reykjavík en í flestum öðrum borgum Evrópu. Vísir/Arnar Samkvæmt fyrstu heildarúttektinni á vistkerfi skóga í Reykjavík er lítill skógur í Reykjavík miðað við flestar aðrar evrópskar borgir. Samt sem áður er heildarvirði skóga borgarinnar metið á 576 milljarða króna. Í tilkynningu á vef Lands og skógar er fjallað um úttektina, sem var kynnt í nýrri grein í tímaritinu Arboricultural Journal. Þar segir að niðurstöður rannsóknarinnar geti nýst til að þróa trjáverndarstefnu fyrir íslenskt þéttbýli og alhliða aðferðir til ræktunar og umhirðu trjáa í borg og bæ. Innan við tíu prósenta krónuþekja Þeir Aaron Shearer, sérfræðingur hjá Landi og skógi, og Duncan Slater hafi framkvæmt rannsóknina. Eins og enskur titill greinar þeirra beri með sér, Characteristics and benefits of Reykjavik’s urban forest, Iceland, sé þar fjallað um einkenni og kosti trjágróðurs í Reykjavík. Þeir hafi beitt lagskiptu tilviljanakenndu úrtaki þar sem teknir voru út 278 fjögur hundruð fermetra reitir í hverfum borgarinnar, almennisgörðum, kirkjugörðum og skóglendi. Þannig hafi grunngögnum verið safnað um tré og skóga í borgarlandinu og tilheyrandi vistkerfisþjónustu. Greining þeirra hafi leitt í ljós að heildarkrónuþekja í borginni væri 8,7 prósent, með ±0,9 prósenta staðalfráviki, marktækt minni en gengur og gerist í þéttbýli á norðurhveli jarðar. Algengt sé í borgum að krónuþekjan sé fimmtán til tuttugu prósent. „Þetta þýðir með öðrum orðum að trjágróður í Reykjavík telst lítill miðað við flestar evrópskar borgir, þótt mikilvægi þeirrar vistkerfisþjónustu sem tré og skógar veita sé síst minna í þessari norðlægu borg en öðrum suðlægari.“ 350 þúsund stykki Út frá úrtaki rannsóknarinnar hafi verið metið að fjöldi trjáa í Reykjavík væri um 350 þúsund, ±40.000 staðalfrávik, og þéttleikinn 71 tré á hektara. Greinarhöfundar taki til þess hversu takmörkuð tegundafjölbreytni trjánna reyndist. Einungis nítján trjátegundir hafi fundist innan sýnareitanna og þar af hafi fjórar tegundir ríkjandi verið ríkjandi með 78 prósenta hlutfall af heildinni. Þessar tegundir séu ilmbjörk, 35 prósent, alaskaösp, 19 prósent, sitkagreni, þrettán prósent, og reyniviður, 11 prósent. Þessi takmarkaða tegundafjölbreytni bendi til þess að borgarskóglendið skorti seiglu gagnvart vaxandi ógnum, bæði líffræðilegum ógnum eins og meindýrum eða sjúkdómum og annars konar ógnum eins og breyttu loftslagi. Fimmtíu tegundir í görðum Jafnvel þótt einungis hafi nítján trjátegundir lent innan úttektarreitanna hafi fundist fimmtíu tegundir til viðbótar í vettvangskönnun, aðallega þó í húsagörðum og skrúðgörðum. Slík svæði geti þjónað sem eins konar tilraunir með tegundir eða sýnidæmi um hvaða tegundir geti verið álitlegar til notkunar. Einnig megi fá þar vísbendingar um hvernig standa megi að hraðaðri aðlögun trjátegunda að loftslagsbreytingum. Þannig geti yfirvöld trjá- og skógarmála í borgum og bæjum fengið dýrmætt veganesti í viðleitni sinni við að efla mótstöðu byggðarinnar gegn loftslagsbreytingum og tryggja heilbrigði lífkerfanna. Betri vitneskja nýtist einnig til leiðbeiningar um val á tegundum eða uppruna þeirra tegunda sem teknar eru til ræktunar út frá því hvaða eiginleikum er sóst eftir til að efla seiglu við hlýnandi aðstæður. Fjörutíu þúsund tonn af kolefni í trjánum Áberandi munur eða fjölbreytni hafi reynst vera á milli reita hvað landnotkun varðaði. Hæsti þéttleiki trjáa hafi mælst í skóglendi, 380 tré á hektara, og kirkjugörðum, 163 tré á hektara, en í íbúðabyggð hafi meðalþéttleikinn verið 49 tré á hektara. Tiltölulega stutt sé síðan farið var að rækta tré og skóga í þéttbýli á Íslandi og það hafi endurspeglast vel í niðurstöðum rannsóknarinnar. Mæling á þvermáli trjáa í brjósthæð hafi sýnt að 74 prósent mældra trjáa hafi verið grennri en 30 sentímetrar í brjósthæð, miðgildi 19 sentimetrar, sem gefi til kynna ungan aldur þeirra. Við mat á vistkerfisþjónustu með hjálp i-Tree Eco hugbúnaðar sé áætlað að þéttbýlisskógur í Reykjavík geymi nú 39.800 tonn, ±4.600 staðalfrávik, af kolefni, bindi 2.100 tonn árlega, ±200 staðalfrávik, og hreinsi 19,7 tonn af mengandi efnum úr andrúmsloftinu á hverju ári. Þá hafi svokallaðri CAVAT-aðferðafræði, Capital Asset Value for Amenity Trees, verið beitt til að áætla heildarverðmæti þéttbýlisskógarins og það hafi reynst nema 576 milljörðum króna, með endurnýjunarvirði upp á 32 milljarða króna. Það segi höfundar undirstrika að verðmæti skóganna sé umtalsvert fyrir sveitarfélagið, í þessu tilfelli Reykjavíkurborg. Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Sjá meira
Í tilkynningu á vef Lands og skógar er fjallað um úttektina, sem var kynnt í nýrri grein í tímaritinu Arboricultural Journal. Þar segir að niðurstöður rannsóknarinnar geti nýst til að þróa trjáverndarstefnu fyrir íslenskt þéttbýli og alhliða aðferðir til ræktunar og umhirðu trjáa í borg og bæ. Innan við tíu prósenta krónuþekja Þeir Aaron Shearer, sérfræðingur hjá Landi og skógi, og Duncan Slater hafi framkvæmt rannsóknina. Eins og enskur titill greinar þeirra beri með sér, Characteristics and benefits of Reykjavik’s urban forest, Iceland, sé þar fjallað um einkenni og kosti trjágróðurs í Reykjavík. Þeir hafi beitt lagskiptu tilviljanakenndu úrtaki þar sem teknir voru út 278 fjögur hundruð fermetra reitir í hverfum borgarinnar, almennisgörðum, kirkjugörðum og skóglendi. Þannig hafi grunngögnum verið safnað um tré og skóga í borgarlandinu og tilheyrandi vistkerfisþjónustu. Greining þeirra hafi leitt í ljós að heildarkrónuþekja í borginni væri 8,7 prósent, með ±0,9 prósenta staðalfráviki, marktækt minni en gengur og gerist í þéttbýli á norðurhveli jarðar. Algengt sé í borgum að krónuþekjan sé fimmtán til tuttugu prósent. „Þetta þýðir með öðrum orðum að trjágróður í Reykjavík telst lítill miðað við flestar evrópskar borgir, þótt mikilvægi þeirrar vistkerfisþjónustu sem tré og skógar veita sé síst minna í þessari norðlægu borg en öðrum suðlægari.“ 350 þúsund stykki Út frá úrtaki rannsóknarinnar hafi verið metið að fjöldi trjáa í Reykjavík væri um 350 þúsund, ±40.000 staðalfrávik, og þéttleikinn 71 tré á hektara. Greinarhöfundar taki til þess hversu takmörkuð tegundafjölbreytni trjánna reyndist. Einungis nítján trjátegundir hafi fundist innan sýnareitanna og þar af hafi fjórar tegundir ríkjandi verið ríkjandi með 78 prósenta hlutfall af heildinni. Þessar tegundir séu ilmbjörk, 35 prósent, alaskaösp, 19 prósent, sitkagreni, þrettán prósent, og reyniviður, 11 prósent. Þessi takmarkaða tegundafjölbreytni bendi til þess að borgarskóglendið skorti seiglu gagnvart vaxandi ógnum, bæði líffræðilegum ógnum eins og meindýrum eða sjúkdómum og annars konar ógnum eins og breyttu loftslagi. Fimmtíu tegundir í görðum Jafnvel þótt einungis hafi nítján trjátegundir lent innan úttektarreitanna hafi fundist fimmtíu tegundir til viðbótar í vettvangskönnun, aðallega þó í húsagörðum og skrúðgörðum. Slík svæði geti þjónað sem eins konar tilraunir með tegundir eða sýnidæmi um hvaða tegundir geti verið álitlegar til notkunar. Einnig megi fá þar vísbendingar um hvernig standa megi að hraðaðri aðlögun trjátegunda að loftslagsbreytingum. Þannig geti yfirvöld trjá- og skógarmála í borgum og bæjum fengið dýrmætt veganesti í viðleitni sinni við að efla mótstöðu byggðarinnar gegn loftslagsbreytingum og tryggja heilbrigði lífkerfanna. Betri vitneskja nýtist einnig til leiðbeiningar um val á tegundum eða uppruna þeirra tegunda sem teknar eru til ræktunar út frá því hvaða eiginleikum er sóst eftir til að efla seiglu við hlýnandi aðstæður. Fjörutíu þúsund tonn af kolefni í trjánum Áberandi munur eða fjölbreytni hafi reynst vera á milli reita hvað landnotkun varðaði. Hæsti þéttleiki trjáa hafi mælst í skóglendi, 380 tré á hektara, og kirkjugörðum, 163 tré á hektara, en í íbúðabyggð hafi meðalþéttleikinn verið 49 tré á hektara. Tiltölulega stutt sé síðan farið var að rækta tré og skóga í þéttbýli á Íslandi og það hafi endurspeglast vel í niðurstöðum rannsóknarinnar. Mæling á þvermáli trjáa í brjósthæð hafi sýnt að 74 prósent mældra trjáa hafi verið grennri en 30 sentímetrar í brjósthæð, miðgildi 19 sentimetrar, sem gefi til kynna ungan aldur þeirra. Við mat á vistkerfisþjónustu með hjálp i-Tree Eco hugbúnaðar sé áætlað að þéttbýlisskógur í Reykjavík geymi nú 39.800 tonn, ±4.600 staðalfrávik, af kolefni, bindi 2.100 tonn árlega, ±200 staðalfrávik, og hreinsi 19,7 tonn af mengandi efnum úr andrúmsloftinu á hverju ári. Þá hafi svokallaðri CAVAT-aðferðafræði, Capital Asset Value for Amenity Trees, verið beitt til að áætla heildarverðmæti þéttbýlisskógarins og það hafi reynst nema 576 milljörðum króna, með endurnýjunarvirði upp á 32 milljarða króna. Það segi höfundar undirstrika að verðmæti skóganna sé umtalsvert fyrir sveitarfélagið, í þessu tilfelli Reykjavíkurborg.
Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Sjá meira