Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2025 16:00 Björgvin Karl Gunnarsson og Baldur Sigurðsson í ræktarsalnum sem nú er án allra ræktartækja. Stöð 2 Sport Í lokaþætti nýrrar seríu af Lengsta undirbúningstímabili í heimi tekur Baldur Sigurðsson púlsinn á nýliðunum frá Austfjörðum í FHL sem í fyrsta sinn spila í Bestu deildinni í sumar. Þjálfarinn Björgvin Karl Gunnarsson sýnir Baldri meðal annars aðstöðuna í Fjarðabyggð. Þátturinn um FHL er sýndur á Stöð 2 Sport 5 í kvöld klukkan 20 en þetta er sjötti og síðasti þátturinn í seríunni, þar sem Baldur heimsækir liðin sem eru að búa sig undir leiktíðina. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: LUÍH - Bærinn seldi öll tækin úr ræktinni FHL byrjar sína fyrstu leiktíð í efstu deild með leik við Tindastól á Sauðárkróki í kvöld og tekur svo á móti Val í Fjarðabyggðarhöllinni á annan í páskum. Á undirbúningstímabilinu urðu miklar breytingar á aðstöðunni sem leikmenn FHL njóta því að sögn Björgvins seldi Fjarðabyggð öll helstu tæki og tól úr líkamsræktaraðstöðu félagsins í desember: „Hérna var mjög góð rækt og frábært útsýni en það var ákveðið að selja tæki og tól, og líklega á að breyta þessu í félagsmiðstöð,“ segir Björgvin Karl. Sendi fyrirspurn á bæinn en fékk aldrei svar „Þetta er mjög dapurt með þessa frábæru íþróttamiðstöð. Ég ætla að vona að Fjarðabyggð sjái að sér og reyni að koma upp einhverri aðstöðu. Þeir töldu sig ekki mega vera í samkeppni við aðra líkamsræktarstöð sem sér um Crossfit. Það góða fólk fékk því að kaupa tækin og er komið með aðstöðu þar, og leyfa okkur væntanlega að fara þangað. En þá ertu annars staðar og þarft að fara á milli, sem er óhagstætt fyrir afreksíþróttafólk hér í Fjarðabyggð,“ segir Björgvin Karl. Baldur var óneitanlega hissa á þessari stöðu: „Þið eruð flaggskipið, komin í Bestu deild kvenna og væntanlega mikil gleði og miklar væntingar, en þá er þetta skref til baka finnst manni. Að taka frá aðstöðu í stað þess að skapa betri og nýrri aðstöðu,“ segir Baldur og Björgvin Karl tekur undir: „Ég hefði alltaf frekar viljað sjá að þessi aðstaða yrði frekar bætt. Ég sendi meðal annars fyrirspurn á bæinn um söluna en fékk ekki einu sinni svar. Mér finnst því ekki verið að gera þetta með afreksíþróttafólk í huga, hvort sem það er í fótbolta, glímu eða skíðum. Ég veit að til dæmis markvörðurinn minn, sem er að koma aftur frá Bandaríkjunum, mun fá áfall þegar hún sér þetta. Við erum hins vegar með fínustu aðstöðu í Crossfit, tækin fóru þangað og við eigum að geta leitað til þeirra, en þú hefur þá ekki tíma til að hoppa til dæmis upp og gera „activation“ æfingar eða hjóla, til að gera þig kláran [fyrir fótboltaæfingu].“ FHL Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FHL 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 11:02 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Sjá meira
Þátturinn um FHL er sýndur á Stöð 2 Sport 5 í kvöld klukkan 20 en þetta er sjötti og síðasti þátturinn í seríunni, þar sem Baldur heimsækir liðin sem eru að búa sig undir leiktíðina. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: LUÍH - Bærinn seldi öll tækin úr ræktinni FHL byrjar sína fyrstu leiktíð í efstu deild með leik við Tindastól á Sauðárkróki í kvöld og tekur svo á móti Val í Fjarðabyggðarhöllinni á annan í páskum. Á undirbúningstímabilinu urðu miklar breytingar á aðstöðunni sem leikmenn FHL njóta því að sögn Björgvins seldi Fjarðabyggð öll helstu tæki og tól úr líkamsræktaraðstöðu félagsins í desember: „Hérna var mjög góð rækt og frábært útsýni en það var ákveðið að selja tæki og tól, og líklega á að breyta þessu í félagsmiðstöð,“ segir Björgvin Karl. Sendi fyrirspurn á bæinn en fékk aldrei svar „Þetta er mjög dapurt með þessa frábæru íþróttamiðstöð. Ég ætla að vona að Fjarðabyggð sjái að sér og reyni að koma upp einhverri aðstöðu. Þeir töldu sig ekki mega vera í samkeppni við aðra líkamsræktarstöð sem sér um Crossfit. Það góða fólk fékk því að kaupa tækin og er komið með aðstöðu þar, og leyfa okkur væntanlega að fara þangað. En þá ertu annars staðar og þarft að fara á milli, sem er óhagstætt fyrir afreksíþróttafólk hér í Fjarðabyggð,“ segir Björgvin Karl. Baldur var óneitanlega hissa á þessari stöðu: „Þið eruð flaggskipið, komin í Bestu deild kvenna og væntanlega mikil gleði og miklar væntingar, en þá er þetta skref til baka finnst manni. Að taka frá aðstöðu í stað þess að skapa betri og nýrri aðstöðu,“ segir Baldur og Björgvin Karl tekur undir: „Ég hefði alltaf frekar viljað sjá að þessi aðstaða yrði frekar bætt. Ég sendi meðal annars fyrirspurn á bæinn um söluna en fékk ekki einu sinni svar. Mér finnst því ekki verið að gera þetta með afreksíþróttafólk í huga, hvort sem það er í fótbolta, glímu eða skíðum. Ég veit að til dæmis markvörðurinn minn, sem er að koma aftur frá Bandaríkjunum, mun fá áfall þegar hún sér þetta. Við erum hins vegar með fínustu aðstöðu í Crossfit, tækin fóru þangað og við eigum að geta leitað til þeirra, en þú hefur þá ekki tíma til að hoppa til dæmis upp og gera „activation“ æfingar eða hjóla, til að gera þig kláran [fyrir fótboltaæfingu].“
FHL Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FHL 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 11:02 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Sjá meira
Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FHL 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 11:02
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti