Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. apríl 2025 11:02 Adam Ægir kynntist allskyns áskorunum á Ítalíu og ákvað að best væri að snúa heim. Vísir/Arnar Knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson leikur með Val í Bestu deildinni í sumar. Hann fékk sig lausan frá Ítalíu eftir strembna dvöl og er snúinn aftur á Hlíðarenda. Adam var lánaður til Perugia í ítölsku C-deildinni fyrir síðasta tímabil. Þar fékk hann fá tækifæri og færði sig til Novara í sömu deild. Ekki fjölgaði tækifærunum þar og Adam því snúinn heim. „Mér hefur alltaf liðið vel á Hlíðarenda þannig að ég er gríðarlega spenntur fyrir því að fara aftur í Valsbúninginn,“ segir Adam Ægir. Ítalíudvölin hafi reynst honum erfið, þó hann hafi einnig notið sín, á köflum. „Mér leið bara ekki alveg nægilega andlega vel þarna úti. Þetta er töluvert erfiðara en það lítur út fyrir að vera. Fyrst og fremst er það að líða vel, vera með vinum og fjölskyldu. Að finna gleðina aftur.“ „Ef ég á að gera þetta upp þá var þetta skrautlegt en skemmtilegt. Þetta var krefjandi og ég er búinn að læra mjög mikið á sjálfan mig. Þetta var samt ævintýri, ég hef haft þónokkra þjálfara og mikið af einhverju bulli þarna. En það fer í reynslubankann,“ segir Adam Ægir. Vilji maður starfsöryggi er það að vera fótboltaþjálfari á Ítalíu neðarlega á lista. Adam hafði þónokkra þjálfara á nokkrum stöðum og það gekk á ýmsu. „Það var fyrst og fremst þreytandi, að þurfa alltaf að byrja upp á nýtt með nýjum þjálfara. Það mætti halda að það sé einhver bölvun á mér. Þetta var orðið helvíti þreytt þarna í lokin, síðasti þjálfarinn var rekinn fyrir mánuði. Þá var þetta komið gott af því að sanna sig fyrir nýjum og nýjum þjálfara,“ segir Adam Ægir. Hann er þá spenntur fyrir því að snúa aftur til Vals, þar sem hann lék 13 leiki síðasta sumar og átti frábært tímabil 2023, eftir að hafa áður leikið með Víkingi og Keflavík í efstu deild. „Það vita allir að það eru gríðarleg gæði í þessu liði. Ég tel að ég geti bætt liðið að einhverju leyti og sýnt mín gæði aftur í þessari deild. Ég er gríðarlega spenntur að fá að sýna það. Ég held að Valur verði mjög góðir í sumar, þó margir keppist við að hrauna yfir þá. Valur verður alltaf við toppinn,“ segir Adam Ægir. Fréttina má sjá í spilaranum. Valur Íslenski boltinn Ítalski boltinn Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Adam var lánaður til Perugia í ítölsku C-deildinni fyrir síðasta tímabil. Þar fékk hann fá tækifæri og færði sig til Novara í sömu deild. Ekki fjölgaði tækifærunum þar og Adam því snúinn heim. „Mér hefur alltaf liðið vel á Hlíðarenda þannig að ég er gríðarlega spenntur fyrir því að fara aftur í Valsbúninginn,“ segir Adam Ægir. Ítalíudvölin hafi reynst honum erfið, þó hann hafi einnig notið sín, á köflum. „Mér leið bara ekki alveg nægilega andlega vel þarna úti. Þetta er töluvert erfiðara en það lítur út fyrir að vera. Fyrst og fremst er það að líða vel, vera með vinum og fjölskyldu. Að finna gleðina aftur.“ „Ef ég á að gera þetta upp þá var þetta skrautlegt en skemmtilegt. Þetta var krefjandi og ég er búinn að læra mjög mikið á sjálfan mig. Þetta var samt ævintýri, ég hef haft þónokkra þjálfara og mikið af einhverju bulli þarna. En það fer í reynslubankann,“ segir Adam Ægir. Vilji maður starfsöryggi er það að vera fótboltaþjálfari á Ítalíu neðarlega á lista. Adam hafði þónokkra þjálfara á nokkrum stöðum og það gekk á ýmsu. „Það var fyrst og fremst þreytandi, að þurfa alltaf að byrja upp á nýtt með nýjum þjálfara. Það mætti halda að það sé einhver bölvun á mér. Þetta var orðið helvíti þreytt þarna í lokin, síðasti þjálfarinn var rekinn fyrir mánuði. Þá var þetta komið gott af því að sanna sig fyrir nýjum og nýjum þjálfara,“ segir Adam Ægir. Hann er þá spenntur fyrir því að snúa aftur til Vals, þar sem hann lék 13 leiki síðasta sumar og átti frábært tímabil 2023, eftir að hafa áður leikið með Víkingi og Keflavík í efstu deild. „Það vita allir að það eru gríðarleg gæði í þessu liði. Ég tel að ég geti bætt liðið að einhverju leyti og sýnt mín gæði aftur í þessari deild. Ég er gríðarlega spenntur að fá að sýna það. Ég held að Valur verði mjög góðir í sumar, þó margir keppist við að hrauna yfir þá. Valur verður alltaf við toppinn,“ segir Adam Ægir. Fréttina má sjá í spilaranum.
Valur Íslenski boltinn Ítalski boltinn Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti