Íslenski boltinn

Bestu Mörkin: „Kannski ekki fal­legasta markið“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bríet Fjóla byrjar tímabilið af krafti.
Bríet Fjóla byrjar tímabilið af krafti. Bestu Mörkin

Bríet Fjóla Bjarnadóttir skoraði flottasta mark 1. umferðar Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Bestu Markanna. Bríet Fjóla er aðeins 15 ára gömul en á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.

Þór/KA mætti í Víkina og vann Víking örugglega 4-1 eftir að vera 2-0 yfir í hálfleik. Hin 15 ára gamla Bríet Fjóla var í fyrsta sinn í byrjunarliði Þórs/KA í efstu deild og kom gestunum frá Akureyri yfir á 31. mínútu.

Bestu Mörkin gerðu umferðina upp og var mark Bríetar Fjólu valið mark 1. umferðar. Segja má að tilfinningalegt gildi marksins sé meira heldur þar sem Bríet Fjóla var einfaldlega réttur maður á réttum stað.

Markið sem og umræðu Bestu Markanna um það má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Bestu Mörkin: Fimmtán ára skoraði flottasta markið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×