Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar 30. apríl 2025 10:02 Góðan daginn, blessuðu lesendur! Vitið þið af hverju ég elska þjóðfræði? Hún er vel til þess fallin til að skoða hópa mjög náið. Í staðinn fyrir tölfræði og spurningakannanir, þá eru þjóðfræðingar frekar oft í því að tala við fólkið beint og fá þessa djúsí, persónubundna bita sem einungis er hægt að fá úr nánu samtali. Satt að segja eru djúpviðtöl mjög skemmtileg leið til að læra um hópa og einstaklingana sem eru tilheyra honum. Þegar ég lærði um tilvist íslenskra furries, þá vissi ég að ég þyrfti að rannsaka þann hóp nánar. Ég var nógu heppin að fá að taka viðtal við nokkra einstaklinga sem eru meðlimir þessa samfélags. Við töluðum um lífið og veginn, um „fursónur“ og tengsl einstaklingana við þær og einnig töluðum við um „fursuits“ – sem eru dýrabúningar og kannski það fyrsta sem fólk hugsar um þegar það heyrir orðið „furries“. Það sem ég fann út er að þetta er bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál. Það er mikilvægt að auka þekkingu á hópnum og þess vegna langar mig að kynna ykkur aðeins fyrir honum. En hvað er ‚furry‘ eiginlega? Mikill hluti af furry-fólki eru listamenn, rithöfundar, tölvuleikja- og hlutverkaleikjaspilarar. Það sem einkennir „furry“-hópinn mest er manngerving dýra, og að taka að sér hlutverk dýrslegrar persónu, eða „fursónu“, en nafnið er dregið af orðunum ‚furry‘ og ‚persóna‘. Getur þetta komið fram í list, hlutverkaleikjum og annars konar performans. Margir af meðlimum furry samfélagsins búa til, eða fái einhvern annan til þess að búa til, búning í mynd fursónu sinnar (Roberts, 2022). En hvað er fursóna? Margar ástæður geta legið að baki þess að fólk bregður sér í gervi fursónu. Stór hluti þeirra sem finna sig í furry-samfélaginu er fólk sem hefur upplifað sig utangarðs. Þetta getur verið hinsegin fólk og jafnvel skynsegin fólk. Það að geta tekið að sér hlutverk einhverrar annarrar persónu getur hjálpað mikið með að byggja upp sjálfstraust. Sérstaklega þegar þetta er persóna sem maður vill frekar vera (Icelandfurs, e.d.). Og af hverju ekki að lifa sig enn þá meira inn í hlutverkið með því að klæðast búning sem líkist fursónunni? Búningahönnunin Heilmikil vinna og efniviður fer í að sauma slíkan búning, eða „fursuit“ saman. Algengt er að nota frauðplast til að móta höfuðkúpuna og síðan límband til að búa til búkinn, en einnig er hægt að nota önnur efni, eins og trefjaplast. Eftir að formin hafa verið búin til er loðfeldurinn annaðhvort límdur eða saumaður á. Í gerð höfuðsins þarf einnig að gæta þess að augnholur séu til staðar. Það þýðir ekkert að labba um í blindni þótt sætur sé. Algengast er að augnholurnar séu þar sem augun á grímunni eru, eða í gegnum nasaholurnar. Ekki eiga allir furries sinn eigin búning. Margar ástæður liggja þar að baki. Það getur verið dýrt að búa svona búning til. Einnig er hann frekar plássfrekur. Margir grípa til þess ráðs að búa bara til hluta af svona búning, eins og bara höfuð og loppur (Wikifur, 2024) Búningurinn er örugglega eitt stærsta tákn furries. Þegar fólk er beðið um að ímynda sér hvernig furry einstaklingur lítur út þá er búningurinn yfirleitt það fyrsta sem dúkkar upp í kollinum á þeim. En ekki eiga allir furries svona búning, enda fer mikil vinna og peningur í hönnun og viðhald. Það er því ekki nauðsynlegt fyrir furries að eiga slíkan mun til að geta talist meðlimir hópsins. Það eina sem þarf er að hafa gaman af list þar sem mannleg dýr eru í fararbroddi. Þetta er skemmtilegur hópur, sem ég hvet öll sem hafa áhuga til að kynna sér! Höfundur er þjóðfræðinemi og listafrík. Heimildaskrá Iceland Furs, (e.d.) Hvað er „Furry?“ https://icelandfurs.is/hvad-er-furry/ Roberts, S.E., 2022, 7. nóvember. What are ‚furries?‘ Debunking myths about kids identifying as animals, and litter boxes in schools. Wikifur, (2024. 6. nóvember), Fursuit making https://en.wikifur.com/wiki/Fursuit_making Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Góðan daginn, blessuðu lesendur! Vitið þið af hverju ég elska þjóðfræði? Hún er vel til þess fallin til að skoða hópa mjög náið. Í staðinn fyrir tölfræði og spurningakannanir, þá eru þjóðfræðingar frekar oft í því að tala við fólkið beint og fá þessa djúsí, persónubundna bita sem einungis er hægt að fá úr nánu samtali. Satt að segja eru djúpviðtöl mjög skemmtileg leið til að læra um hópa og einstaklingana sem eru tilheyra honum. Þegar ég lærði um tilvist íslenskra furries, þá vissi ég að ég þyrfti að rannsaka þann hóp nánar. Ég var nógu heppin að fá að taka viðtal við nokkra einstaklinga sem eru meðlimir þessa samfélags. Við töluðum um lífið og veginn, um „fursónur“ og tengsl einstaklingana við þær og einnig töluðum við um „fursuits“ – sem eru dýrabúningar og kannski það fyrsta sem fólk hugsar um þegar það heyrir orðið „furries“. Það sem ég fann út er að þetta er bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál. Það er mikilvægt að auka þekkingu á hópnum og þess vegna langar mig að kynna ykkur aðeins fyrir honum. En hvað er ‚furry‘ eiginlega? Mikill hluti af furry-fólki eru listamenn, rithöfundar, tölvuleikja- og hlutverkaleikjaspilarar. Það sem einkennir „furry“-hópinn mest er manngerving dýra, og að taka að sér hlutverk dýrslegrar persónu, eða „fursónu“, en nafnið er dregið af orðunum ‚furry‘ og ‚persóna‘. Getur þetta komið fram í list, hlutverkaleikjum og annars konar performans. Margir af meðlimum furry samfélagsins búa til, eða fái einhvern annan til þess að búa til, búning í mynd fursónu sinnar (Roberts, 2022). En hvað er fursóna? Margar ástæður geta legið að baki þess að fólk bregður sér í gervi fursónu. Stór hluti þeirra sem finna sig í furry-samfélaginu er fólk sem hefur upplifað sig utangarðs. Þetta getur verið hinsegin fólk og jafnvel skynsegin fólk. Það að geta tekið að sér hlutverk einhverrar annarrar persónu getur hjálpað mikið með að byggja upp sjálfstraust. Sérstaklega þegar þetta er persóna sem maður vill frekar vera (Icelandfurs, e.d.). Og af hverju ekki að lifa sig enn þá meira inn í hlutverkið með því að klæðast búning sem líkist fursónunni? Búningahönnunin Heilmikil vinna og efniviður fer í að sauma slíkan búning, eða „fursuit“ saman. Algengt er að nota frauðplast til að móta höfuðkúpuna og síðan límband til að búa til búkinn, en einnig er hægt að nota önnur efni, eins og trefjaplast. Eftir að formin hafa verið búin til er loðfeldurinn annaðhvort límdur eða saumaður á. Í gerð höfuðsins þarf einnig að gæta þess að augnholur séu til staðar. Það þýðir ekkert að labba um í blindni þótt sætur sé. Algengast er að augnholurnar séu þar sem augun á grímunni eru, eða í gegnum nasaholurnar. Ekki eiga allir furries sinn eigin búning. Margar ástæður liggja þar að baki. Það getur verið dýrt að búa svona búning til. Einnig er hann frekar plássfrekur. Margir grípa til þess ráðs að búa bara til hluta af svona búning, eins og bara höfuð og loppur (Wikifur, 2024) Búningurinn er örugglega eitt stærsta tákn furries. Þegar fólk er beðið um að ímynda sér hvernig furry einstaklingur lítur út þá er búningurinn yfirleitt það fyrsta sem dúkkar upp í kollinum á þeim. En ekki eiga allir furries svona búning, enda fer mikil vinna og peningur í hönnun og viðhald. Það er því ekki nauðsynlegt fyrir furries að eiga slíkan mun til að geta talist meðlimir hópsins. Það eina sem þarf er að hafa gaman af list þar sem mannleg dýr eru í fararbroddi. Þetta er skemmtilegur hópur, sem ég hvet öll sem hafa áhuga til að kynna sér! Höfundur er þjóðfræðinemi og listafrík. Heimildaskrá Iceland Furs, (e.d.) Hvað er „Furry?“ https://icelandfurs.is/hvad-er-furry/ Roberts, S.E., 2022, 7. nóvember. What are ‚furries?‘ Debunking myths about kids identifying as animals, and litter boxes in schools. Wikifur, (2024. 6. nóvember), Fursuit making https://en.wikifur.com/wiki/Fursuit_making
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar