Innherji

Tapið minnkaði hjá Akta þegar þóknana­tekjur jukust á krefjandi ári á mörkuðum

Hörður Ægisson skrifar
Allir helstu hlutabréfasjóðir landsins hafa átt erfitt uppdráttar það sem er ári en Heildarvísitalan er niður um þrettán prósent frá áramótum. 
Allir helstu hlutabréfasjóðir landsins hafa átt erfitt uppdráttar það sem er ári en Heildarvísitalan er niður um þrettán prósent frá áramótum. 

Sjóðastýringarfélagið Akta var rekið með um fimmtíu milljóna tapi á liðnu ári, einkum vegna virðislækkunar á verðbréfaeign, en á sama tíma var nokkur aukning í þóknanatekjum og hreinar eignir í stýringu héldust í horfinu á milli ára. Fjárfestingarsjóðir félagsins áttu mismunandi gengi að fagna á árinu 2024, sem var um margt krefjandi á verðbréfamörkuðum, en á meðan gengislækkun og útflæði var hjá helsta hlutabréfasjóði Akta skiluðu sumir sjóðir ávöxtun umfram keppinauta.


Tengdar fréttir

Vogunar­sjóðum Akta reitt þungt högg eftir ó­vænt gengis­fall Al­vot­ech

Ævintýralegar sveiflur hafa verið á gengi vogunarsjóða í stýringu Akta á undanförnum vikum samhliða hröðu risi og síðan falli á hlutabréfaverði Alvotech. Sjóðastýringarfélagið hefur lagt mikið undir á Alvotech, sem fékk undir lok febrúar langþráð samþykki fyrir markaðsleyfi í Bandaríkjunum, en einn af flaggskipssjóðum Akta tók dýfu um nærri fimmtíu prósent á nokkrum viðskiptadögum þegar það fór að síga á ógæfuhliðina hjá líftæknilyfjafyrirtækinu á hlutabréfamarkaði.

„Brostnar væntingar“ fjár­festa en áhættu­stig Al­vot­ech sam­hliða lækkað mikið

Mikið verðfall á hlutabréfum Alvotech eftir uppfærða afkomuspá endurspeglaði brostnar væntingar fjárfesta, sem um leið losaði út talsvert af skuldsettum stöðum, en þrátt fyrir tímabundnar hraðahindranir undirstrika greinendur að félagið sé á allt öðrum stað en áður og efnahagsreikningurinn orðinn mun „heilbrigðari“. Ný og betri upplýsingagjöf er sögð geta leitt til „þroskaðri umræðu og væntinga“ um Alvotech en markaðsviðskipti Íslandsbanka nefna að ef félagið nær um 350 milljóna dala rekstrarhagnaði á næstu tveimur árum, nokkuð undir útgefinni áætlun, ætti það að skila sér í virkilega góðri ávöxtun.

Af­koman hjá Akta við núllið eftir sveiflu­kennt ár á mörkuðum

Sjóðastýringarfélagið Akta var rekið rétt fyrir ofan núllið á fyrri árshelmingi en þóknanatekjurnar jukust samt nokkuð á tímabili sem einkenndist af miklum sveiflum á eignamörkuðum innanlands. Einn af helstu flaggskipssjóðum Akta, sem hefur veðjað stórt á Alvotech, sá eignir sínar halda áfram að skreppa saman samtímis útflæði – þó minna en áður – og verulega neikvæðri ávöxtun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×