Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jarrod Bowen fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Tottenham.
Jarrod Bowen fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Tottenham. getty/Rob Newell

West Ham United og Tottenham skildu jöfn, 1-1, í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Tottenham sigraði Bodø/Glimt, 3-1, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn og Ange Postecoglu, knattspyrnustjóri Spurs, gerði nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn í dag.

Á 15. mínútu náði Wilson Odobert forystunni fyrir Spurs þegar hann skoraði eftir sendingu frá Mathys Tel.

Jarrod Bowen, fyrirliði West Ham, jafnaði fyrir Hamrana á 28. mínútu og þar við sat. Bowen hefur nú skorað tíu mörk og lagt upp sjö í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Tottenham er í 16. sæti deildarinnar en West Ham í því sautjánda. Einu stigi munar á liðunum. Hamrarnir hafa ekki unnið deildarleik síðan 27. febrúar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira