Veður

Víða rigning og hiti að fjór­tán stigum

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður víðast á bilinu fimm til tíu stig í dag. Þó verður hlýrra fyrir austan.
Hiti verður víðast á bilinu fimm til tíu stig í dag. Þó verður hlýrra fyrir austan. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, víða kalda vestanlands en golu fyrir austan.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði rigning með köflum sunnan- og vestantil, en úrkomuminna eystra. Hiti verður víða á bilinu fimm til tíu stig í dag, en að 14 stigum austantil þegar best lætur í dag.

„Áfram suðlæg átt á morgun og dálítil væta af og til, en þá léttir til um landið norðaustanvert og hlýnar. Bætir heldur í vind annað kvöld.

Allhvöss sunnan- og suðvestanátt á miðvikudag og rigning, en bjart með köflum norðaustantil. Dregur úr úrkomu og vind um köldið. Áfram hlýtt í veðri,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Sunnan 5-13 m/s og dálítil rigning af og til, en bætir í úrkomu og vind um kvöldið, hiti 6 til 12 stig. Yfirleitt hægari og bjart með köflum fyrir norðan og austan, hiti 10 til 17 stig að deginum.

Á miðvikudag: Sunnan og suðvestan 10-18, en hægari um kvöldið. Lengst af rigning sunnan- og vestanlands, en bjart með köflum norðaustantil. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag: Vaxandi sunnanátt, 10-15 síðdegis, og rigning eða skúrir, en úrkomulítið á Norðausturlandi. Hiti 4 til 12 stig.

Á föstudag: Sunnan og suðvestan 10-18 og víða skúrir eða slydduél, en bjart með köflum um landið norðaustanvert. Kólnar í veðri.

Á laugardag: Suðvestlæg átt og víða dálitlar skúrir eða slydduél, einkum vestantil. Hiti 2 til 10 stig, mildast á Norðausturlandi.

Á sunnudag: Útlit fyrir suðvestlæga átt, skýjað og stöku skúrir um landið vestanvert, en bjartviðri eystra. Hlýnar í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×