Innlent

Sker upp her­ör gegn kín­verskum netrisum

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Samsett Jóhann og Temu

Umhverfisráðherra boðar aðgerðir gegn kínversku verslunarrisunum Temu og Shein. Það sé ólíðandi að vörur sem innihalda skaðleg efni séu fluttar inn til landsins í bílförmum. Til skoðunar er að gera greiðslumiðlunarfyriræki eða flutningsfyrirtæki ábyrg og takmarka þannig innflutning

Um sjötíu prósent af þeim vörum sem eru seldar á síðum á borð við Temu og Shein innihalda skaðleg efni sem eru bönnuð innan EES-landa samkvæmt nýrri norrænni rannsókn. Þetta rýmar við fjölda annarra rannsókna. Samkvæmt annarri sem gerð var fyrir leikfangaframleiðendur í Evrópu í fyrra reyndist ekkert af þeim leikföngum frá Temu sem skoðuð voru uppfylla kröfur Evrópusambandsins.

„Það er auðvitað gjörsamlega óásættanlegt að það sé verið að eitra fyrir börnum með þessum hætti,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Innflutningur frá Temu og Shein til Íslands hefur stóraukist á liðnum  árum og hefur Rauði krossinn sagt ógrynni af ónotuðum fötum frá netrisunum safnast saman í fatagámum sínum.

„Þetta hefur gerst alveg gríðarlega hratt, við sjáum núna bara þreföldun á innflutningi á ódýrum vörum frá þriðja landi til Evrópulanda á síðustu tveimur árum,“ segir Jóhann. „Við megum ekki láta það gerast að þessi netverslunar bylting verði til þess að eyðileggja þann árangur sem við hefur náðst á síðustu áratugum í neytendavernd.“

Jóhann Páll ræddi málið við aðra umhverfisráðherra Norðurlandanna á fundi í Finnlandi í vikunni og hann segir þá sammála um að grípa þurfi inn í. 

„Hugsanlega mætti gera greiðslumiðlunarfyrirtæki og flutningsfyrirtæki í auknum mæli ábyrg fyrir því að ganga úr skugga um að vörur standist kröfur.“

Boð og bönn

Spurður hvort það komi hreinlega til greina að banna innflutning frá þessum síðum segir hann ekki ástæðu til að útiloka neitt. Til skoðunar sé að koma upp samnorrænni gagnagátt þar sem hægt væri að nálgast upplýsingar um innihaldsefni. Hægt yrði að banna tilteknar vörur með tilliti til þess. „Auðvitað hljóta boð og bönn að einhverju leyti að vera lausnin á þessu.“

Hann muni fylgja málinu eftir í samvinnu við umhverfis- og orkustofnun.

„Við þurfum að skilgreina markmiðin og fara svo yfir það með sérfræðingum bæði hér og á hinum Norðurlöndunum og finna út úr því hvaða aðferðum er best að beita. Hvaða útfærslu við vijum hafa og hversu harkalega við getum gripið inn í,“ segir 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×